REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Stjórn nýtir heimild til hlutafjáraukningar

REITIR: Stjórn nýtir heimild til hlutafjáraukningar

Á fundi sínum í dag ákvað stjórn Reita fasteignafélags hf. („Reita“) að nýta heimild þá sem hluthafafundur 22. september 2020 veitti henni til að hækka hlutafé félagsins um allt að 120.000.000 hluti. Fékk stjórn heimild til að ákvarða útboðsgengi hluta, áskriftar- og greiðslufresti og sölureglur útboðsins að öðru leyti.

Heildarfjöldi útgefinna hluta í Reitum er 658.476.201 kr. og hyggst félagið gefa út 120.000.000 nýja hluti til viðbótar. Hver hlutur er 1 króna að nafnverði. Viðskipti með hina nýju hluti verða í kerfum Nasdaq Iceland undir auðkenninu REITIR (ISIN: IS0000020352).

Hlutafjárhækkunin mun fara fram á grundvelli almenns hlutafjárútboðs til að safna áskriftum að hinum nýju hlutum þar sem hluthafar Reita njóta forgangs að hinum nýju hlutum, en að forgangsrétti frágengnum verða hinir nýju hlutir boðnir almennum fjárfestum í almennu útboði sem fram fer samhliða forgangsréttarútboðinu.

Útboð 20.-21. október 2020

Ákveðið hefur verið að útboðið fari fram dagana 20. og 21. október 2020. Stærð útboðsins nemur 120.000.000 hlutum eða sem nemur 18,22% af útistandandi hlutafé í félaginu. Heildarsöluandvirði útboðsins mun nema 5.160 milljónum króna, fáist áskrift að öllum þeim hlutum sem boðnir eru til sölu í útboðinu. Áætlaður kostnaður félagsins vegna hækkunar hlutafjárins er um 65 milljónir króna.

Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem verður 43 kr. á hlut eða sem samsvarar 4% afslætti af dagslokaverði hlutabréfa Reita á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann 28. september 2020. Forgangsréttarhafar að hinum nýju hlutum Reita eru þeir aðilar sem skráðir eru í hlutaskrá Reita hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð í lok dags þann 19. október 2020 og þeir aðilar sem fengið hafa forgangsrétt framseldan til sín samkvæmt reglum útboðsins.

Seljandi mun fyrst úthluta hinum nýju hlutum til þeirra aðila sem njóta forgangsréttar. Verði enn nýjum hlutum í Reitum óúthlutað eftir úthlutun til forgangsréttarhafa, verður þeim úthlutað í almenna útboðinu og mun útgefandi einhliða ákveða hvernig úthlutun þessara hluta verður háttað.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar opinberlega í lok dags 21. október 2020. Eindagi kaupverðs í útboðinu er áætlaður þann 28. október 2020 og er gert ráð fyrir að hinir nýju hlutir verði teknir til viðskipta og að viðskipti með þá hefjist eigi síðar en 16. nóvember 2020. 

Arctica Finance hf. hefur umsjón með útboðinu og er einnig söluaðili í útboðinu ásamt Íslandsbanka hf.

Helstu skilmálar útboðsins:

  • Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttarútboðinu
  • Hver áskrift í almenna útboðinu skal vera að lágmarki 100.000 kr.
  • Nálgast má áskriftarform á vef Arctica Finance hf. (/reitir-utbod) og vef Íslandsbanka hf. (/reitir-utbod) frá 20. október 2020 kl. 10:00 (GMT) til 21. október 2020 kl. 16:00 (GMT)
  • Aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá Arctica Finance í síma 513 3300 milli kl. 10:00 og 16:00 dagana 20. október og 21. október 2020 og á tölvupóstfanginu .

Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að áskrift í útboðinu er bindandi. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um Reiti og skilmála útboðsins í lýsingu Reita sem áætlað er að birta þann 9. október 2020 og er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti, bæði er varðar rekstur Reita og almenna áhættu sem er samfara því að fjárfesta í hlutabréfum.

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar um Reiti, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má finna í lýsingu félagsins sem áætlað er að gefin verði út 9. október 2020 og birt verður á /fjarfestar. Þar má nálgast lýsinguna lögum samkvæmt frá birtingu hennar.

Stjórn Reita fasteignafélags hf.

EN
28/09/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 41

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 41 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 23. september 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 24. september 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í 41. viku 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. 790.000 eigin hluti að kaupver...

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 40

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 40 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 23. september 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 24. september 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í 40. viku 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. 295.000 eigin hluti að kaupver...

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 39

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 39 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 23. september 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 24. september 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í 39. viku 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. 220.000 eigin hluti að kaupver...

 PRESS RELEASE

REITIR: Verksamningur við Þarfaþing hf. undirritaður um Kringlureit

REITIR: Verksamningur við Þarfaþing hf. undirritaður um Kringlureit Reitir fasteignafélag hf., fyrir hönd Reita - þróunar ehf. og Reita atvinnuhúsnæðis ehf., og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar fyrsta áfanga Kringlureits.  Samningsfjárhæð verksins nemur rúmum 10 milljörðum króna. Fjöldi íbúða verður í kringum 170. Ráðgert er að framkvæmdir muni taka um fjögur ár. Aðilar skrifuðu undir viljayfirlýsingu þann 21. ágúst sl. þar sem lýst var yfir sameiginlegum vilja til að ganga til samninga um samstarf vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis með bílageymslu á Kringlur...

Reitir Fasteignafelag Hf: 1 director

A director at Reitir Fasteignafelag Hf bought 50,000 shares at 113.000ISK and the significance rating of the trade was 54/100. Is that information sufficient for you to make an investment decision? This report gives details of those trades and adds context and analysis to them such that you can judge whether these trading decisions are ones worth following. Included in the report is a detailed share price chart which plots discretionary trades by all the company's directors over the last two y...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch