REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Stjórnendauppgjör 2024

REITIR: Stjórnendauppgjör 2024

Rekstur Reita gekk mjög vel á árinu 2024. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir matsbreytingu nam 10.974 m.kr. og jókst um 824 m.kr. eða 8,1%. Tekjur ársins 2024 námu 16.442 m.kr. sem er aukning um 8,8% frá fyrra ári. Aukningu tekna milli ára má rekja til verðlagshreyfinga en nýjar eignir skiluðu um 200 m.kr. aukningu.  

Framgangur vaxtarstefnu, sem kynnt var á árinu var vonum framar. Félagið fjárfesti fyrir 18,1 milljarð á árinu 2024, þar af 9,6 milljarða króna í nýjum eignum og rúma 8,5 milljarða í endurbætur á fasteignum félagsins.  

Félagið birtir nú í fyrsta sinn stjórnendauppgjör en í því er að finna lykilupplýsingar um rekstur, efnahag og sjóðstreymi ásamt umfjöllun um það helsta sem gerðist hjá félaginu árið 2024. Stjórnendauppgjörið er ekki endurskoðað af endurskoðendum félagsins og inniheldur ekki ófjárhagslegar upplýsingar en endurskoðaður ársreikningur verður birtur 3. mars næstkomandi.  

Guðni Aðalsteinsson, forstjóri: 

Árið 2024 var Reitum fasteignafélagi mjög gæfuríkt og markaði upphaf nýs vaxtarskeiðs í sögu félagsins. stefna var kynnt á vormánuðum og vegferð næstu ára kortlögð á sama tíma. Stefnan felur í sér aukinn vaxtarhraða með ríkari áherslu á þróunarverkefni, þar sem fjárfesting í fjölbreyttari eignaflokkum og sjálfbærni er í forgrunni. Markmið félagsins er að vera leiðandi afl í uppbyggingu og rekstri innviða. Þar er sérstaklega horft til samfélagslegra innviða og eignaflokka, þar sem þörfin er brýn og framlag Reita gæti verið þjóðfélaginu jafnt og hluthöfum til heilla. 

Lykiltölur ársins 2024 

Lykiltölur rekstrar20242023
   
Leigutekjur16.44215.107
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna4.4354.126
Stjórnunarkostnaður1.033831
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu10.97410.150
Matsbreyting fjárfestingareigna17.83410.750
Rekstrarhagnaður28.80820.900
Hrein fjármagnsgjöld9.21510.850
Heildarhagnaður15.2957.496
Hagnaður á hlut21,7 kr.10,2 kr.



Lykiltölur efnahags31.12.202431.12.2023
   
Fjárfestingareignir226.430189.971
Handbært og bundið fé2.3371.408
Heildareignir231.369193.381
Eigið fé72.42960.273
Vaxtaberandi skuldir128.840108.432
   
Eiginfjárhlutfall31,3%31,2%
Skuldsetningarhlutfall58,6%58,9%



Lykilhlutföll20242023
   
Heildarleigutekjur17.31815.763
Tekjuvegið nýtingarhlutfall (allar eignir)94,9%95,8%
Tekjuvegið nýtingarhlutfall (rekstur)98,3%98,8%
   
Arðsemi eigna5,9%6,0%
Arðsemi eigin fjár23,6%12,8%
   
Rekstrarhagnaðarhlutfall63,4%64,4%
Rekstrarkostnaðarhlutfall25,6%26,2%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall6,0%5,3%



Horfur ársins 

Horfur í rekstri félagsins fyrir árið 2025 eru góðar. Félagið gerir ráð fyrir að rekstrartekjur ársins verði  17.700 - 18.000 m.kr,. sem er aukning um 8-9% og að rekstrarhagnaður ársins nemi 11.750 - 12.050 m.kr. og aukist um 7-10%.  

Gert er ráð fyrir um 4% hækkun verðlags milli ára og að nýtingarhlutfall verði sambærilegt við nýtingu ársins 2024. Gert er ráð fyrir að kostnaðarhlutföll verði sambærileg og á fyrra ári, sem skilar nær óbreyttu rekstrarhagnaðarhlutfalli fyrir árið í heild. 

Ekki er áætlað fyrir tekjum eða hagnaði af nýjum fjárfestingum í horfum ársins en félagið áformar bæði fjárfestingar innan eignasafnsins sem og kaup nýrra tekjuberandi eigna í takti við þá stefnu sem kynnt hefur verið. Munu horfur verða uppfærðar þegar tilefni gefur til. 

Kynningarfundur 

Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á kynningarfund, þar sem Guðni Aðalsteinsson forstjóri og Einar Þorsteinsson fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. 

Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 á morgun, þriðjudaginn 28. janúar 2025, á skrifstofu Reita, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík. Fundinum er jafnframt streymt á slóðinni . 

Fjárfestar sem fylgjast með streymi geta sent spurningar og óskað eftir að þær verði teknar fyrir á fundinum á netfangið . 

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, . 

Um Reiti fasteignafélag 

Reitir er leiðandi fyrirtæki í fasteignaþróun ásamt rekstri og eignarhaldi atvinnuhúsnæðis. Vöxtur Reita byggir á þróun og fjárfestingu í innviðum sem styðja við sjálfbært samfélag.  

Innan eignasafns Reita eru um 475 þúsund fermetrar atvinnuhúsnæðis sem hýsir fjölbreytta atvinnustarfsemi og opinberar stofnanir. Gagnkvæmur ávinningur Reita, samstarfsaðila og samfélags er lykilþáttur í starfsemi Reita.  

Fyrirtækið er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015. Eigendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.  

Nánari upplýsingar 

Upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, forstjóri,  í síma  624 0000 eða netfangið og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri  í síma  699 4416 eða netfangið . 

Viðhengi



EN
27/01/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025 Miðvikudaginn 2. apríl 2025 var aðalfundur Reita fasteignafélags hf. haldinn á Hotel Reykjavík Natura. Fundurinn hófst kl. 15.00. Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins . Niðurstöður fundarins urðu eftirfarandi: 1. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsárAðalfundur samþykkti ársreikning og samstæðureikning félagsins vegna ársins 2024. 2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsáriTillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 2,20 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlu...

 PRESS RELEASE

REITIR: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi...

REITIR: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi 2. apríl 2025 Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. verður haldinn miðvikudaginn 2. apríl 2025 kl. 15.00 í fundarsal 2 á Hotel Reykjavik Natura, Nauthólsvegi 52. Endanleg dagskrá er eftirfarandi: Stjórn skýrir frá rekstri félagsins og hag þess á liðnu ári.  Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram til staðfestingar.  Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsári.  Tillögur stjórnar lagðar fyrir aðalfund:  Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlu...

 PRESS RELEASE

REITIR: Stækkun á skuldabréfaflokkunum REITIR150535 og REITIR150537

REITIR: Stækkun á skuldabréfaflokkunum REITIR150535 og REITIR150537 Reitir fasteignafélag hf. hefur lokið sölu á skuldabréfum í skuldabréfaflokkunum REITIR150535 og REITIR150537. REITIR150535 er verðtryggður skuldabréfaflokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 15. maí 2035 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum fram til lokagjalddaga, þegar allar eftirstöðvar greiðast í einni greiðslu. Greiðslur vaxta og afborgana höfuðstóls fara fram á tveggja mánaða fresti. Seld voru skuldabréf að ...

 PRESS RELEASE

REITIR: Kaup á hóteli við Hlíðasmára í Kópavogi

REITIR: Kaup á hóteli við Hlíðasmára í Kópavogi Reitir og IS FAST-3 hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fm. hótel við Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi. Samhliða kaupunum verður gerður leigusamningur til langs tíma um rekstur hótelsins við Flóra hotels sem rekur einnig Reykjavík Residence, Tower Suites og tvö hótel undir merkjum Oddsson.  Heildarvirði er 1.990 m.kr. og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni eru um 200 m.kr. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 175 m.kr. á...

 PRESS RELEASE

REITIR: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt

REITIR: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt Reitir hafa endurnýjað samning sinn við Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland. Samningurinn kveður á um að Arion skuli hvern viðskiptadag leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar áður en markaðurinn er opnaður. Tilboðin skulu gilda innan dagsins. Verði tilboði Arion tekið eða verði það fellt niður af hálfu Arion skal Arion setja fram nýtt tilboð þar til hámarksfjárhæð viðskipta fyrir hvern dag hefur verið náð. Tilboð skulu endu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch