REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Úthlutun kauprétta

REITIR: Úthlutun kauprétta

Stjórn Reita fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að veita stjórnendum og lykilstarfsmönnun félagsins kauprétti allt að 6.550.000 hlutum í félaginu, sem svarar til 0,93% af heildarhlutafé félagsins eins og það var þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Gengið hefur verið frá samningum þess efnis. 

Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til stjórnenda og annarra lykilstarfsmanna Reita og er markmið áætlunarinnar að samtvinna fárhagslega hagsmuni stjórnenda og lykilstarfsmanna langtímahagsmunum eigenda félagsins. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttaráætlun, sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins þann 16. október 2024.

Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi:

Nýtingarverð kaupréttanna er 93,90 kr. fyrir hvern hlut, þ.e. vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins tuttugu (20) viðskiptadaga fyrir gerð kaupréttarsamninganna, auk 5,5% vaxta frá gerð kaupréttarsamnings og fram að nýtingardegi.

Ávinnsludagur er þremur (3) árum frá úthlutun.

Nýtingartímabil er á fyrstu tíu (10) bankadögum í kjölfar birtingar árs- eða árshlutauppgjörs félagsins á tólf mánaða tímabili eftir að fullum þremur árum er náð frá gerð kaupréttarsamninganna.

Kaupréttarhöfum ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, þegar skattur hefur verið dreginn frá, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðunum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: sex (6) sinnum mánaðarlaun.

Almennt séð falla kaupréttir niður ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið fyrir lok ávinnslutíma.

Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið.



Í kjölfar úthlutunar kauprétta nemur heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Reitir fasteignafélag hf. hefur veitt stjórnendum og lykilstarfsmönnum sínum samtals 6.550.000 hlutum eða um 0,93% hlutafjár í félaginu.



Nánari upplýsingar um kauprétti sem veittir voru forstjóra og fjármálastjóra má finna í viðhengi.

Viðhengi



EN
21/10/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Fjárhagsdagatal 2025

REITIR: Fjárhagsdagatal 2025 Eftirfarandi er áætlun Reita fasteignafélags hf. um birtingu uppgjöra og aðalfundi félagsins: Birting stjórnendauppgjörs fyrir 202427. janúar 2025Ársuppgjör, ársskýrsla og sjálfbærniupplýsingar 20243. mars 2025Aðalfundur 2025 2. apríl 2025Afkoma 1. ársfjórðungs 202512. maí 2025Afkoma 2. ársfjórðungs 202521. ágúst 2025Afkoma 3. ársfjórðungs 202510. nóvember 2025Birting stjórnendauppgjörs fyrir 202526. janúar 2026Ársuppgjör, ársskýrsla og sjálfbærniupplýsingar 20252. mars 2026Aðalfundur 202625. mars 2026 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun...

 PRESS RELEASE

REITIR: Gengið hefur verið frá kaupum í Hvörfunum Kópavogi

REITIR: Gengið hefur verið frá kaupum í Hvörfunum Kópavogi Með vísan til fyrri tilkynningar um kaup Reita á fasteignum í atvinnuhúsnæði að Tónahvarfi 3 í Kópavogi, sem sjá má , tilkynnist að öllum fyrirvörum vegna kaupanna hefur verið aflétt. Kaupsamningar hafa verið undirritaðir og afhending farið fram. Fasteignirnar eru um 3.750 fm. að stærð og hýsa fjölbreyttan rekstur nokkurra leigutaka. Fasteignirnar eru í útleigu að fullu og eru áætlaðar leigutekjur á ársgrunni um 150 m.kr. og leiða kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 120 m.kr. á ársgrundvelli.  Uppl...

 PRESS RELEASE

REITIR: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 21. nóvember 2024

REITIR: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 21. nóvember 2024 Skuldabréfaútboði Reita fasteignafélags hf. í skuldabréfaflokknum REITIR150535 er lokið. Um er að ræða verðtryggðan skuldabréfaflokk sem er veðtryggður með almenna tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 15. maí 2035 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum fram til lokagjalddaga, þegar allar eftirstöðvar greiðast í einni greiðslu. Greiðslur vaxta og afborgana höfuðstóls fara fram á tveggja mánaða fresti. Alls bárust tilboð að nafnverði 5.598 m.kr. Ákveðið var að taka...

 PRESS RELEASE

REITIR: Útboð á skuldabréfum 21. nóvember 2024 í nýjum flokki

REITIR: Útboð á skuldabréfum 21. nóvember 2024 í nýjum flokki Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 21. nóvember næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokki, REITIR150535. Flokkurinn er verðtryggður og veðtryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 15. maí 2035 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með 180 jöfnum afborgunum og munu eftirstöðvar höfuðstóls greiðast í einni greiðslu á lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og afborgana eru á tveggja mánaða fresti, nafnvex...

 PRESS RELEASE

REITIR: Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins

REITIR: Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins Sterkur rekstur og markviss fjárfesting í takt við stefnu félagsins Rekstur Reita hefur gengið afar vel á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Tekjur jukust um 8,3% og heildarhagnaður tímabilsins nam rúmum 10 mö.kr. Góður gangur var á vegferð félagsins í átt að vexti byggðum á öflugri þróunarvinnu, markvissum fasteignakaupum og uppbyggingu nýrra samfélagslegra mikilvægra eignaflokka. Félagið hefur fjárfest fyrir um 17 ma.kr. til dagsins í dag sem er vel umfram 11 ma.kr. markið sem sett var fyrir árið. Fjárfestingarnar eru bæði í uppbyggingu húsnæðis og...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch