REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Á aðalfundi Reita þann 8. mars 2023 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir félagsins hönd í því skyni að koma á viðskiptavakt og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.

Stjórn Reita hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Reita er 745.638.233 hlutir og eru 6 milljónir hluta eða 0,8% hlutafjár í eigu félagsins við upphaf endurkaupaáætlunarinnar.

Áætlað er að kaupa allt að 6.038.233 hlutum sem jafngildir 0,81% af útgefnu hlutafé, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en samtals 550 milljónir kr. Framkvæmd áætlunarinnar hefst föstudaginn 28. apríl næstkomandi og mun áætlunin vera í gildi þar til öðru hvoru framangreindra viðmiða um magn eða fjárhæð er náð, en þó aldrei lengur en til 30. september 2023.

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 396.248 hlutir sem var fjórðungur meðalveltu marsmánaðar 2023.

Kvika banki hf. mun framkvæma endurkaupaáætlunina fyrir hönd félagsins. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða með tölvupósti á .



EN
26/04/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Uppgjör fyrri árshelmings 2025

REITIR: Uppgjör fyrri árshelmings 2025 Rekstur Reita á fyrri hluta ársins gekk vel og afkoma er í takt við útgefnar horfur. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 5.674 millj. kr. og heildarhagnaður 2.771 millj. kr. á fyrri árshelmingi. Rekstrarhagnaður árshlutans óx um 8,3% samanborið við fyrra ár og leigutekjur jukust um 10,5% miðað við sömu tímabil, eða sem nemur 5,9% umfram verðlag. Lækkun verðbólgu undanfarið hefur haft jákvæð áhrif á fjármagnsgjöld samanborið við fyrra ár. Matshækkun fjárfestingareigna á fyrri hluta ársins nam um 3,6 milljörðum króna, og heildareignir samstæðunnar v...

 PRESS RELEASE

REITIR: Viljayfirlýsing við Þarfaþing ehf. undirrituð um Kringlureit

REITIR: Viljayfirlýsing við Þarfaþing ehf. undirrituð um Kringlureit Reitir fasteignafélag hf., fyrir hönd Reita - þróunar ehf. og Reita atvinnuhúsnæðis ehf., og Þarfaþing ehf. hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að hefja hönnunarvinnu á Kringlureit.  Aðilar lýsa jafnframt yfir sameiginlegum vilja til að ganga til samninga um samstarf vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis með bílageymslu á A - reit Kringlureits á grundvelli þeirra forsendna sem mótast hafa í samningaviðræðum aðila að undanförnu. Heildarumfang samstarfsins gæti numið allt að 10 ma.kr.   Verkið sem um ræðir felur í sér alver...

 PRESS RELEASE

REITIR: Kynningarfundur í streymi vegna birtingar uppgjörs fyrri árshe...

REITIR: Kynningarfundur í streymi vegna birtingar uppgjörs fyrri árshelmings 2025  Reitir munu birta árshlutauppgjör vegna fyrri árshelmings 2025 eftir lokun markaða í dag, fimmtudaginn 21. ágúst 2025.   Af því tilefni er fjárfestum og markaðsaðilum boðið til fundar, þar sem Guðni Aðalsteinsson, forstjóri og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri kynna uppgjörið.   Fundinum verður að þessu sinni eingöngu streymt í gegnum netið og hefst kl. 8:30 föstudaginn 22. ágúst nk. Hægt er nálgast fundinn á slóðinni:    Fjárfestar geta sent spurningar sem óskað er eftir að verði teknar fyrir á fundinum...

 PRESS RELEASE

REITIR: Birting grunnlýsingar

REITIR: Birting grunnlýsingar Reitir fasteignafélag hf., kt. 711208-0700, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík, hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma skuldabréfa. Grunnlýsingin er dagsett 19. ágúst 2025, staðfest af Fjármálaeftirlitinu, gefin út á íslensku og birt á vefsíðu Reita,  Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar og hjá útgefanda á skrifstofu félagsins að Kringlunni 4-12 í Reykjavík. Nánari upplýsingar um Reiti fasteignafélag hf. og útgáfurammann má finna í framangreindri grunnlýsingu. Upplýsingar veitir: Einar Þorsteinsson, fjármála...

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 33 og 34 - Lok endurkaupaá...

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 33 og 34 - Lok endurkaupaáætlunar Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 1. júlí 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 2. júlí 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í 33 viku og 34 viku 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch