REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins

REITIR: Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins

Sterkur rekstur og markviss fjárfesting í takt við stefnu félagsins

Rekstur Reita hefur gengið afar vel á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Tekjur jukust um 8,3% og heildarhagnaður tímabilsins nam rúmum 10 mö.kr. Góður gangur var á vegferð félagsins í átt að vexti byggðum á öflugri þróunarvinnu, markvissum fasteignakaupum og uppbyggingu nýrra samfélagslegra mikilvægra eignaflokka.

Félagið hefur fjárfest fyrir um 17 ma.kr. til dagsins í dag sem er vel umfram 11 ma.kr. markið sem sett var fyrir árið. Fjárfestingarnar eru bæði í uppbyggingu húsnæðis og í fasteignakaupum. Mikill árangur hefur verið í arðsömum fasteignakaupum en félagið hefur fest kaup á nýjum fasteignum fyrir um 9 ma.kr. á tímabilinu. Arðsemi fasteignakaupanna er mjög góð, metin a.m.k. 6,7%. Þá er tekjuaukning vegna þeirra áætluð um 710 m.kr. á ársgrundvelli. Fasteignakaup skila félaginu tekjum og arðsemi frá fyrsta degi.

Endurbótaverkefni innan fyrirliggjandi safns eru arðsöm leið til vaxtar. Reiknað er með að innri vöxtur verði um 7,5 ma.kr. á árinu. Nú m.a. unnið að uppbyggingu nýs Hyatt Centric hótels við Laugaveg 176 og stækkun húsnæðis Klíníkurinnar í Ármúla. Reitir hafa náð gífurlegum árangri með uppbyggingu og endurbótum innan safnsins undanfarin misseri og hafa sýnt og sannað getu til að skapa háa arðsemi með umbreytingu húsnæðis auk þess að auðga nærumhverfi þeirra, dæmi um slíkt eru umbreyting Holtagarða og þriðju hæðar Kringlunnar.

Markmið og ábyrgð í takt við þarfir samfélagsins

Gífurleg vöntun er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og fyrirséð breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á stóraukinn fjölda nýrra hjúkrunarrýma. Reitir hafa alla burði til að bregðast við þessu ákalli á sama tíma og sköpuð er arðsemi fyrir fjárfesta.

Á teikniborðum Reita eru nú um 600 íbúðir í þróun, m.a. um 420 íbúðir á Kringlureit og um 170 íbúðir við Borgarlínuásinn sem ráðgerður er um Suðurlandsbraut.

Miklir þróunarmöguleikar eru á Loftleiðasvæðinu. Reitir eiga nú í samningaviðræðum við FSRE um þróun nútímalegs 87 herbergja hjúkrunarheimilis við Nauthólsveg 50, sem er núverandi skrifstofuhúsnæði Icelandair. Frumhönnun stendur yfir og deiliskipulagstillaga sem heimilar breytta starfsemi hússins hefur verið lögð inn til Reykjavíkurborgar. Þá hafa Reitir og Reykjavíkurborg undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu lífsgæðakjarna á svæðinu en í því felst einnig uppbygging um 120 íbúða, að hluta til þjónustuíbúða, auk þjónustukjarna. Miðlæg staðsetning við Borgarlínuás og nálægð við Landspítala er afar hentug fyrir slíkan kjarna. Uppbygging hjúkrunarheimilis fellur vel að stefnu Reita um að vera leiðandi afl í þróun og uppbyggingu samfélagslegra innviða.

Guðni Aðalsteinsson, forstjóri:

Rekstur Reita hefur gengið afar vel á árinu og sýnir styrk stefnu okkar sem byggir á markvissri uppbyggingu og samfélagsábyrgð. Við leggjum áherslu á að þróa eignir sem bæði skila góðri arðsemi og mæta raunverulegum þörfum samfélagsins. Árangurinn sem við sjáum nú er afrakstur kraftmikillar vinnu starfsfólks og samstarfsaðila okkar, og við erum spennt fyrir áframhaldandi vexti og fjölbreyttum tækifærum sem blasa við.“

Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins

Stjórn Reita hefur samþykkt árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024. Kröftugur tekjuvöxtur skilar góðri rekstrarafkomu á tímabilinu. Tekjuvöxtur nam 8,3% sem er 1,6% umfram verðlag. Horfur eru á áframhaldandi tekjuvexti og að tekjur næsta árs verði tæpir 18 ma.kr. Lykiltölur uppgjörsins eru eftirfarandi:



Lykiltölur Rekstrar9M 20249M 2023
Leigutekjur12.12311.193
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-3.315-3.164
Stjórnunarkostnaður-766-618
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu8.0427.411
Matsbreyting fjárfestingareigna13.2157.271
Rekstrarhagnaður21.25814.682
Hrein fjármagnsgjöld7.9698.594
Heildarhagnaður10.3734.818
Hagnaður á hlut14,7 kr.6,5 kr.
   
Lykiltölur efnahags30.9.202431.12.2023
Fjárfestingareignir212.775189.971
Handbært og bundið fé3.0111.408
Heildareignir217.988193.381
Eigið fé67.50160.273
Vaxtaberandi skuldir122.217108.432
Eiginfjárhlutfall31,0%31,2%
Skuldsetningarhlutfall59,2%58,9%
   
Lykilhlutföll9M 20249M 2023
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)94,9%95,8%
Arðsemi eigna5,7%5,9%
Rekstrarhagnaðarhlutfall*62,9%63,4%
Rekstrarkostnaðarhlutfall*25,9%27,1%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall*6,0%5,3%

*Hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna

Horfur ársins

Búast má við að rekstrarhagnaður ársins 2024 verði við efri mörk á því bili 10.900 - 11.100 m.kr. sem gefið hefur verið út.

Tekjur ársins verða um 16.400 m.kr. og eru aukning frá fyrri áætlun fólgin í nýjum eignum sem koma inn á fjórða ársfjórðungi.

Í þessum horfum er ekki gert ráð fyrir að umtalsverður kostnaður falli á félagið vegna bruna í Kringlu en beðið er endanlegs mats á þeim fjárhæðum.

Nánari upplýsingar og kynningarfundur

Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á kynningarfund þar sem Guðni Aðalsteinsson, forstjóri og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið.

Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 á morgun, þriðjudaginn 12. ágúst, á skrifstofu Reita, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík. Fundinum er jafnframt streymt í gegnum netið á slóðinni .

Fjárfestar sem fylgjast með streymi geta sent spurningar sem óskað er eftir að verði teknar fyrir á fundinum á netfangið .

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita .

Um Reiti fasteignafélag

Reitir er leiðandi fyrirtæki í fasteignaþróun ásamt rekstri og eignarhaldi atvinnuhúsnæðis. Vöxtur Reita byggir á þróun og fjárfestingu í borgarinnviðum sem styðja við sjálfbært samfélag.

Innan eignasafns Reita eru um 460 þúsund fermetrar atvinnuhúsnæðis sem hýsir fjölbreytta atvinnustarfsemi og ríkisstofnanir. Gagnkvæmur ávinningur Reita, samstarfsaðila og samfélags er lykilþáttur í starfsemi Reita.

Fyrirtækið er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015. Eigendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.

Nánari upplýsingar

Upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, forstjóri, í netfanginu eða í síma 575 9000 og 624 0000 eða Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri í netfanginu eða í síma 575 9000 og 699 4416.

Viðhengi



EN
11/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Útboð á skuldabréfum 21. nóvember 2024 í nýjum flokki

REITIR: Útboð á skuldabréfum 21. nóvember 2024 í nýjum flokki Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 21. nóvember næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokki, REITIR150535. Flokkurinn er verðtryggður og veðtryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 15. maí 2035 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með 180 jöfnum afborgunum og munu eftirstöðvar höfuðstóls greiðast í einni greiðslu á lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og afborgana eru á tveggja mánaða fresti, nafnvex...

 PRESS RELEASE

REITIR: Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins

REITIR: Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins Sterkur rekstur og markviss fjárfesting í takt við stefnu félagsins Rekstur Reita hefur gengið afar vel á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Tekjur jukust um 8,3% og heildarhagnaður tímabilsins nam rúmum 10 mö.kr. Góður gangur var á vegferð félagsins í átt að vexti byggðum á öflugri þróunarvinnu, markvissum fasteignakaupum og uppbyggingu nýrra samfélagslegra mikilvægra eignaflokka. Félagið hefur fjárfest fyrir um 17 ma.kr. til dagsins í dag sem er vel umfram 11 ma.kr. markið sem sett var fyrir árið. Fjárfestingarnar eru bæði í uppbyggingu húsnæðis og...

 PRESS RELEASE

REITIR: Gengið hefur verið frá kaupum á iðnaðar- og verslunarhúsnæði á...

REITIR: Gengið hefur verið frá kaupum á iðnaðar- og verslunarhúsnæði á Kársnesi Með vísan til fyrri tilkynningar um kaup Reita á iðnaðar- og verslunarhúsnæði á Kársnesi, sem sjá má , tilkynnist að öllum fyrirvörum vegna kaupanna hefur verið aflétt. Kaupsamningur hefur verið undirritaður og afhending fer fram 1. nóvember nk. Fasteignirnar eru um 5.300 fm. að stærð og hýsa fjölbreyttan rekstur leigutaka. Fasteignirnar eru í útleigu að fullu og eru áætlaðar leigutekjur um 177 m.kr. og áætlaður rekstrarhagnaður á ári um 140 m.kr. Upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, forstjóri, í síma 624 0000...

 PRESS RELEASE

REITIR: Flöggun - Íslandsbanki hf.

REITIR: Flöggun - Íslandsbanki hf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Íslandsbanka hf. fyrir hönd Íslandssjóða, þar sem farið er yfir 5% eignarhlut í Reitum. Viðhengi

 PRESS RELEASE

REITIR: Úthlutun kauprétta

REITIR: Úthlutun kauprétta Stjórn Reita fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að veita stjórnendum og lykilstarfsmönnun félagsins kauprétti allt að 6.550.000 hlutum í félaginu, sem svarar til 0,93% af heildarhlutafé félagsins eins og það var þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Gengið hefur verið frá samningum þess efnis.  Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til stjórnenda og annarra lykilstarfsmanna Reita og er markmið áætlunarinnar að samtvinna fárhagslega hagsmuni stjórnenda og lykilstarfsmanna langtímahagsmunum eigenda félagsins. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch