SIMINN Siminn HF

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins skaðleg neytendum – Síminn áfrýjar

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins skaðleg neytendum – Síminn áfrýjar

Samkeppniseftirlitið birti fyrr í dag ákvörðun sína nr. 25/2020. Þar er Síminn talinn hafa brotið ákvarðanir eftirlitsins frá 2015 og skuli Síminn greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500 m.kr.

Síminn telur að félagið hafi ekki gerst brotlegt við umræddar ákvarðanir og mun kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Síminn telur ákvörðunina ekki aðeins mikil vonbrigði heldur einnig skaðlega fyrir samkeppni í landinu.

Að mati Símans skýtur skökku við, nú þegar loks er til staðar hörð samkeppni um sýningar á íþróttaefni hér á landi, að Samkeppniseftirlitið telji rétt að beita Símann háum fjársektum vegna sams konar pakkatilboða og tíðkuðust yfir áratugaskeið af þeim aðila sem hefur verið markaðsráðandi á áskriftarsjónvarpsmarkaði um árabil, 365 (nú Sýn), en þetta mál er einmitt tilkomið vegna kvörtunar Sýnar.

Í ákvörðuninni felst ekki að Síminn hafi brotið gegn samkeppnislögum heldur er Síminn talinn hafa brotið að formi til gegn tilteknum skilyrðum í tilteknum ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins frá fyrri árum. Á meint brot að hafa falist í því að Síminn bauð enska boltann á of góðum kjörum að mati Samkeppniseftirlitsins, inn í pakkatilboðum.

Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað ákveðið að sama háttsemi Sýnar og áður 365 miðla væri ekki athugaverð. Gat Síminn því ekki annað en verið í góðri trú um verðlagningu á umræddri þjónustu félagsins. 

Verð á enska boltanum hefur ekki aðeins lækkað til neytenda eftir að Síminn tók við sýningarréttinum heldur hafa fleiri heimili aðgang að þjónustunni en nokkru sinni fyrr. Annað íþróttaefni sem aðrir bjóða upp á hefur einnig lækkað á sama tíma, væntanlega vegna aukinnar samkeppni frá Símanum, sem hefur verið neytendum til hagsbóta en ekki skaða.

Þegar Síminn hóf undirbúning að sýningum frá ensku úrvalsdeildinni var horft til þess að gera vöruna sem aðgengilegasta öllum á sem besta mögulega verði. Það gekk eftir enda Síminn Sport aðgengileg á öllum dreifikerfum landsins, gömlum sem nýjum og opin öllum áskrifendum óháð því hvar viðkomandi kýs að hafa fjarskiptaþjónustu sína.

Neytendur hér á landi hafa aldrei áður haft jafn greiðan aðgang að enska boltanum, á jafn hagkvæmu verði. Það kann nú að breytast því ákvörðun Samkeppniseftirlitsins virðist við fyrstu skoðun geta leitt til þess að Símanum verði nauðugur einn kostur að hækka verð á sjónvarpsefni.

Þessi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins mun hafa neikvæð áhrif á afkomu Símans þar sem sektin verður gjaldfærð á öðrum ársfjórðungi. Ný EBITDA spá Símans fyrir árið 2020 er 9,9 – 10,3 milljarðar króna að teknu tilliti til ákvörðunarinnar.

Nánari upplýsingar veitir :

Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550-6003 ( )

Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, ()eða GSM 895 1977

EN
28/05/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 51. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 73.400.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti15.12.202510:511.000.00014,6014.600.000139.478.28216.12.202509:421.000.00014,8014.800.000140.478.28217.12.202509:371.000.00014,7014.700.000141.478.28218.12.202513:551.000.00014,7014.700.000142.478.28219.12.202509:471.000.00014,6014.600.000143.478.282  5.000.000 73.400.000143.478.282 Viðskiptin eru samkvæmt ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Kaup á öllu hlutafé í Opnum Kerfum hf. og Öryggismiðstöð...

Síminn hf. - Kaup á öllu hlutafé í Opnum Kerfum hf. og Öryggismiðstöð Íslands hf. Síminn hf. hefur undirritað samninga um kaup á öllu hlutafé í Opnum kerfum hf. (OK) og Öryggismiðstöð Íslands hf. (ÖMÍ). Samanlagt heildarvirði (e. enterprise value) OK og ÖMÍ í viðskiptunum nemur 13.750 milljónum króna að viðbættum leiguskuldbindingum sem eru áætlaðar um 1.000 milljónir króna. Endanlegt kaupverð til greiðslu ræðst þó meðal annars af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs.Kaupin verða fjármögnuð með hlutafé í Símanum, lánsfé frá Arion banka, og handbæru fé...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Viðræður um möguleg kaup á Opnum kerfum

Síminn hf. - Viðræður um möguleg kaup á Opnum kerfum Í tilefni fréttaflutnings á vefnum Innherja vilja stjórnendur Símans hf. greina frá því að viðræður standa yfir við eigendur Opinna kerfa hf. um möguleg kaup á öllu hlutafé í félaginu. Síminn hf. hefur lagt fram óskuldbindandi tilboð sem er með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og bundið frekari skilyrðum.  Í ljósi þess að tilboðið er óskuldbindandi og háð fyrirvörum er málið ekki komið á það stig að unnt sé að leggja mat á hvort líkur séu á að það leiði til endanlegra viðskipta. Síminn hf. mun upplýsa markaðsaðila um framgang...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 50. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 57.300.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti8.12.202514:031.000.00014,2514.250.000135.478.2829.12.202509:471.000.00014,2514.250.000136.478.28210.12.202510:251.000.00014,2014.200.000137.478.28212.12.202515:171.000.00014,6014.600.000138.478.282  4.000.000 57.300.000138.478.282 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphö...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 49. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 70.150.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti1.12.202514:091.000.00014,0514.050.000130.478.2822.12.202510:331.000.00013,9013.900.000131.478.2823.12.202511:031.000.00014,0514.050.000132.478.2824.12.202515:221.000.00014,0514.050.000133.478.2825.12.202509:451.000.00014,1014.100.000134.478.282  5.000.000 70.150.000134.478.282 Viðskiptin eru samkvæmt endur...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch