SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Afkoma annars ársfjórðungs 2025

Síminn hf. - Afkoma annars ársfjórðungs 2025

Helstu niðurstöður úr rekstri á 2F 2025

  • Tekjur á öðrum ársfjórðungi (2F) 2025 námu 7.196 m.kr. samanborið við 6.871 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 4,7%. Tekjur af farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust um 2,5% milli tímabila. Tekjur af auglýsingamiðlun námu 604 m.kr. samanborið við 535 m.kr. á sama tíma í fyrra, aukning um 12,9%.
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.924 m.kr. á 2F 2025 og hækkaði um 198 m.kr. eða 11,5% frá sama tímabili fyrra árs. EBITDA hlutfallið er 26,7% á 2F 2025 en var 25,1% á sama tímabili 2024. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 931 m.kr. á 2F 2025 samanborið við 636 m.kr. á sama tímabili 2024 og jókst þannig um 46,4%.
  • Hrein fjármagnsgjöld námu 257 m.kr. á 2F 2025 en námu 320 m.kr. á sama tímabili 2024. Fjármagnsgjöld námu 505 m.kr., fjármunatekjur voru 238 m.kr. og gengishagnaður nam 10 m.kr.
  • Hagnaður á 2F 2025 nam 537 m.kr. samanborið við 244 m.kr. hagnað á sama tímabili 2024. Hagnaður á hlut nam 0,22 kr. á fjórðungnum samanborið við 0,09 kr. á sama tímabili fyrra árs.
  • Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 19,1 ma.kr. í lok 2F 2025, en voru 17,2 ma.kr. í árslok 2024. Handbært fé í lok 2F 2025 nam 744 m.kr., en var 835 m.kr. í árslok 2024. Bókfært virði útlánasafns Símans Pay var 4,6 ma.kr. í lok 2F 2025. Hreinar vaxtaberandi skuldir / 12M EBITDA í lok 2F 2025 var 1,78.
  • Eiginfjárhlutfall Símans var 40,3% í lok 2F 2025 og eigið fé 16,9 ma.kr.



María Björk Einarsdóttir, forstjóri:

„Fjórðungurinn einkenndist af traustum rekstri og áframhaldandi framförum í þjónustu og vöruframboði. Mikil sókn í miðlum Símans endurspeglast bæði í tekjuaukningu af Sjónvarpi Símans Premium og hækkandi auglýsingatekjum frá fyrra ári, enda býður Síminn einstakan sýnileika í sjónvarpi og á umhverfismiðlum. Samhliða markverðum vexti í heildartekjum höfum við haft góða stjórn á rekstrarkostnaði, sem leiðir til þess að afkoman jókst umtalsvert frá sama tímabili í fyrra. Við höfum haldið áfram að skila virði til hluthafa í gegnum markviss endurkaup á fjórðungnum.

Í sumar undirritaði Síminn samninga um aðgang að efnisveitum HBO Max og Hayu. Þar með fá áskrifendur Sjónvarps Símans Premium aðgang að stærstu sjónvarpsþáttaröðum heims auk þúsunda klukkustunda af raunveruleikaefni. Samstarf af þessu tagi er í takt við alþjóðlega þróun þar sem markmiðið er að auka þægindi og virði fyrir viðskiptavini, en spilanir í Sjónvarpi Símans Premium jukust um 20% milli júní og júlí eftir innkomu Hayu.

Í takt við áherslur um aðgengi og þægindi neytenda, afhenti Síminn útsendingar enska boltans á dreifikerfi Sýnar þegar félagið hélt á sýningarréttinum undanfarin ár. Sýn er nú með réttinn, en á dögunum birti Fjarskiptastofa bráðabirgðaákvörðun þar sem staðfest er að Sýn beri að afhenda línulegar útsendingar sínar á kerfi Símans, en geti ekki einangrað þær við eigin forrit og myndlykla. Síminn mun því áfram selja og dreifa íþróttaefni Sýnar og opnu rásinni Sýn á kerfum sínum.

Fjártæknistarfsemi Símans óx áfram fiskur um hrygg á fjórðungnum, en notendum fyrirtækjakorts Símans Pay fjölgaði umtalsvert samhliða áframhaldandi vöruþróun. Virkir notendur Noona voru 84 þúsund í lok júní, um 26% fleiri en á sama tíma í fyrra, auk þess sem söluaðilum heldur áfram að fjölga. Vaxtatekjur útlána aukast mikið milli ára, en Síminn Pay tók yfir lánasafn Valitor í lok febrúar sl.

Horfur í rekstrinum eru almennt bjartar og þriðji ársfjórðungur fer vel af stað. Grunnreksturinn er sterkur og við höldum áfram að byggja nýja tekjustrauma með fjölbreyttri vöruþróun og nýsköpun á sviðum fjarskipta, miðlunar og fjártækni. Þá lítum við sem fyrr til ytri vaxtar, enda rík tækifæri fólgin í að nýta öfluga innviði Símans til sóknar á fleiri sviðum.

Að lokum má nefna að þetta uppgjör er það síðasta undir handleiðslu Óskars Haukssonar. Hann óskaði eftir að láta af störfum á dögunum eftir að hafa starfað hjá félaginu frá árinu 2005, þar af sem fjármálastjóri frá 2011. Fjármál Símans hafa þannig verið í traustum höndum Óskars í rúmlega fjórtán ár, en eins og fjárfestar þekkja hefur sá tími einkennst af ábyrgð og vel ígrunduðum ákvörðunum í rekstrinum samhliða vel heppnaðri umbreytingu félagsins. Ég vil þakka Óskari fyrir sitt framlag til félagsins og frábært samstarf síðustu misseri. Það verður missir af honum hjá Símanum, en við óskum honum öll góðs gengis á nýjum vettvangi.“



Kynningarfundur 20. ágúst 2025



Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst 2025 kl. 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Hluthafar, fjárfestar og markaðsaðilar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Símans .

Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi á vefslóðinni: .

Þeir sem vilja bera upp spurningar geta sent þær á og verður þeim svarað í lok fundarins.



Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:



María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans ( )

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans ( )

Viðhengi



EN
19/08/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Afkoma annars ársfjórðungs 2025

Síminn hf. - Afkoma annars ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr rekstri á 2F 2025 Tekjur á öðrum ársfjórðungi (2F) 2025 námu 7.196 m.kr. samanborið við 6.871 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 4,7%. Tekjur af farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust um 2,5% milli tímabila. Tekjur af auglýsingamiðlun námu 604 m.kr. samanborið við 535 m.kr. á sama tíma í fyrra, aukning um 12,9%.Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.924 m.kr. á 2F 2025 og hækkaði um 198 m.kr. eða 11,5% frá sama tímabili fyrra árs. EBITDA hlutfallið er 26,7% á 2F 2025 en var 25,1%...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025 Financial highlights Q2 2025 Revenues in Q2 2025 amounted to ISK 7,196 million, up from ISK 6,871 million Q2 2024, an increase of 4.7%. Revenue from mobile, data transmission, and television services grew by 2.5% year-on-year. Advertising revenues amounted to ISK 604 million compared with ISK 535 million in the same period last year, an increase of 12.9%.EBITDA amounted to ISK 1,924 million in Q2 2025, up by ISK 198 million or 11.5% from Q2 2024. EBITDA margin improved to 26.7% from 25.1% in the prior year. EBIT rose to ISK 931 million, a...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um 6. júní sl. er nú lokið. Í 33. viku 2025 keypti Síminn hf. 1.638.059 eigin hluti að kaupverði 21.949.991 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti11.8.202509:521.000.00013,4013.400.00096.342.46212.8.202510:27638.05913,408.549.99196.980.521  1.638.059 21.949.99196.980.521 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 6. júní...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun mark...

Síminn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaðar 19. ágúst Síminn hf. mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung 2025 þriðjudaginn 19. ágúst næstkomandi. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og eru fjárfestar og markaðsaðilar sérstaklega boðnir velkomnir. Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Kynningarefni fundarins verður aðgengilegt á  og...

 PRESS RELEASE

Óskar Hauksson lætur af störfum hjá Símanum

Óskar Hauksson lætur af störfum hjá Símanum Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Óskar hefur starfað hjá Símanum frá árinu 2005, en sem fjármálastjóri frá 2011. Hann mun láta af störfum þann 1. október næstkomandi og verður forstjóra innan handar þar til ráðið hefur verið í starfið. María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans: “Fjármál Símans hafa verið í traustum höndum Óskars í rúmlega fjórtán ár. Eins og fjárfestar þekkja hefur sá tími einkennst af stöðugleika, ábyrgð og vel ígrunduðum ákvörðunum í rekstrinum.  Ég vil þakka Óskari fyrir...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch