SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025

Síminn hf. - Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025

Helstu niðurstöður úr rekstri á 1F 2025

  • Tekjur á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2025 námu 7.173 m.kr. samanborið við 6.575 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 9,1%. Tekjur af farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust um 2,3% á milli tímabila.
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.272 m.kr. á 1F 2025 og lækkar um 163 m.kr. eða 11,4% frá sama tímabili fyrra árs. EBITDA hlutfallið er 17,7% á 1F 2025 en var 21,8% á sama tímabili 2024. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 189 m.kr. á 1F 2025 samanborið við 431 m.kr. á sama tímabili 2024. Leiðrétt fyrir 460 m.kr. gjaldfærslu vegna dómsmála nam EBITDA fjórðungsins 1.732 m.kr. (24,1%) og EBIT 649 m.kr. (9,0%).
  • Hrein fjármagnsgjöld námu 321 m.kr. á 1F 2025 en námu 195 m.kr. á sama tímabili 2024. Fjármagnsgjöld námu 517 m.kr., þar af dráttarvextir af greiðslum vegna lagadeilna 35 m.kr., fjármunatekjur voru 192 m.kr. og gengishagnaður nam 4 m.kr.
  • Tap var á 1F 2025 sem nam 188 m.kr. samanborið við 171 m.kr. hagnað á sama tímabili 2024. Leiðrétt fyrir 495 m.kr. gjaldfærslu vegna dómsmála nam hagnaður fjórðungsins 307 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 18,9 ma.kr. í lok 1F 2025, en voru 17,2 ma.kr. í árslok 2024. Handbært fé í lok 1F 2025 nam 0,4 ma.kr., en var 0,8 ma.kr. í árslok 2024. Staða útlána hjá Símanum Pay var 4,7 ma.kr. í lok 1F 2025. Hreinar vaxtaberandi skuldir / 12M EBITDA  í lok 1F 2025 var 1,82.
  • Eiginfjárhlutfall Símans var 40,1% í lok 1F 2025 og eigið fé 16,9 ma.kr.



María Björk Einarsdóttir, forstjóri:



„Fjórðungurinn einkenndist af traustum grunnrekstri, talsverðum tekjuauka af auglýsingamiðlun og áframhaldandi uppbyggingu fjártæknirekstrar þar sem viðskiptavinum fjölgar hratt, ekki síst á fyrirtækjamarkaði. Þá sótti Sjónvarp Símans Premium áfram í sig veðrið og eru áskrifendur nú 10% fleiri en í lok fyrsta ársfjórðungs 2024, eða um 50 þúsund talsins. Framleiðsla vandaðs innlends sjónvarpsefnis fyrir viðskiptavini Símans hefur aldrei verið metnaðarfyllri en um þessar mundir.

Óvænt niðurstaða Hæstaréttar litar þó myndina, þar sem dómum Héraðsdóms og Landsréttar í „enska bolta málinu“ svokallaða var snúið við af klofnum Hæstarétti, og Síminn dæmdur til greiðslu 400 m.kr. sektar. Niðurstöður þriggja lagadeilna til viðbótar kölluðu á gjaldfærslu upp á um 60 m.kr. Þessu til viðbótar voru um 35 m.kr. gjaldfærðar í dráttarvexti af greiðslum vegna dómsmála undir fjármagnsgjöldum. Lagaleg óvissa hefur minnkað til muna með lokum þessara mála.

Auglýsingamiðlun er orðin traust tekjustoð í rekstri Símans. Auglýsingaskilti eru nú 41 talsins og strætóskýli í rekstri félagsins hafa 620 skjái og fer fjölgandi.  Sterkir umhverfis- og sjónvarpsmiðlar Símans skapa einstakt virði fyrir viðskiptavini með miklum sýnileika, auk þess sem umhverfismiðlarnir skila samfélagslegum ávinningi til samstarfsaðila í íþrótta- og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Við höldum áfram að þróa og byggja upp fjártæknilausnir í fremstu röð, en 118 rekstraraðilar nota nú fyrirtækjakort Símans Pay sem kynnt var til sögunnar í fyrra, þar af mörg stærstu fyrirtækja landsins. Tæplega 150 þúsund skráðir notendur eru á Noona-appinu, sem varð hluti af samstæðu Símans í fyrra, og bóka þeir yfir 200 þúsund tíma í fjölbreytta þjónustu á mánuði. Tugmilljarða velta fer í gegnum kerfi Noona Iceland á ári.

Tólf nýjar leiknar íslenskar þáttaraðir eru nú búnar í tökum eða á leið í tökur fyrir Sjónvarp Símans Premium. Yfir 52.000 einstaklingar horfðu á fyrsta þátt Reykjavík 112, sem frumsýndur var um páskana, fyrstu vikuna í sýningu. Framleiðsla á íslensku barnaefni heldur áfram af krafti með áherslu á að efla íslenska tungu. Stórir samningar við HBO, Paramount, ShowTime, MGM og ITV tryggja viðskiptavinum Símans sjónvarpsefni í fremstu röð allt árið um kring, sem endurspeglast í sívaxandi vinsældum veitunnar.

Innleiðing nýrrar stefnu hefur verið ríkjandi áhersla í rekstrinum síðustu mánuði. Þrátt fyrir að við séum á fyrstu metrunum í því verkefni er árangurinn strax byrjaður að sýna sig og markverð fylgni er milli sívaxandi starfsánægju og vaxandi ánægju viðskiptavina, en báðir mælikvarðar eru mældir með formföstum og reglubundnum hætti innan Símans. Ég vil nota tækifærið og þakka samstarfsfólki mínu hjá Símanum fyrir þann metnað sem lagður hefur verið í stefnuvinnuna af öllum einingum fyrirtækisins. Það er ekki sjálfsagt að finna svona mikinn meðbyr í slíkri vegferð, á sama tíma og starfsfólk sinnir daglegum rekstri af elju og ávallt með hagsmuni viðskiptavina í fyrirrúmi.“



Kynningarfundur 30. apríl 2025



Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2025 kl. 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Hluthafar, fjárfestar og markaðsaðilar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Símans

Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í netstreymi á vefslóðinni:

Þeir sem vilja bera upp spurningar geta sent þær á og verður þeim svarað í lok fundarins.



Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans ( )

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans ( )

Viðhengi



EN
29/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025

Síminn hf. - Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr rekstri á 1F 2025 Tekjur á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2025 námu 7.173 m.kr. samanborið við 6.575 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 9,1%. Tekjur af farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust um 2,3% á milli tímabila.Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.272 m.kr. á 1F 2025 og lækkar um 163 m.kr. eða 11,4% frá sama tímabili fyrra árs. EBITDA hlutfallið er 17,7% á 1F 2025 en var 21,8% á sama tímabili 2024. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 189 m.kr. á 1F 2025 samanborið við 431 m.kr. á sama t...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Results for the first quarter of 2025

Síminn hf. - Results for the first quarter of 2025 Financial highlights of Q1 2025Revenue in the first quarter (Q1) of 2025 amounted to ISK 7,173 million compared to ISK 6,575 million in the same period 2024 and increased by 9.1%. Revenue from Síminn's main telecommunications services, mobile, data and TV services increases by 2.3% from Q1 2024.EBITDA amounted to ISK 1,272 million in Q1 2025, down by ISK 163 million or 11.4% compared to the same period 2024. The EBITDA ratio was 17.7% in Q1 2025, compared to 21.8% in the same period of 2024. Operating profit EBIT amounted to ISK 189 million...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 17. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 40.600.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti22.4.202510:101.000.00013,5013.500.00042.172.46223.4.202514:381.000.00013,5513.550.00043.172.46225.4.202510:271.000.00013,5513.550.00044.172.462  3.000.000 40.600.00044.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 17. mars 2025. Endurkaup núna samkv...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun mark...

Síminn hf. - Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaðar 29. apríl Síminn hf. mun birta uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung 2025 þann 29. apríl næstkomandi. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og eru fjárfestar og markaðsaðilar sérstaklega boðnir velkomnir. Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður aðgengilegt á ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 16. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 40.550.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti14.4.202510:301.000.00013,4513.450.00039.172.46215.4.202512:031.000.00013,5013.500.00040.172.46216.4.202513:501.000.00013,6013.600.00041.172.462  3.000.000 40.550.00041.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 17. mars 2025. Endurkaup núna samkv...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch