SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Afkoma þriðja ársfjórðungs 2025

Síminn hf. - Afkoma þriðja ársfjórðungs 2025

Helstu niðurstöður úr rekstri á 3F 2025



  • Tekjur á þriðja ársfjórðungi (3F) 2025 námu 7.062 m.kr. samanborið við 6.955 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 1,5%. Tekjur af fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu lækkuðu samtals um 1,1% milli tímabila. Tekjur af auglýsingamiðlun námu 609 m.kr. samanborið við 540 m.kr. á sama tíma í fyrra sem samsvarar aukningu um 12,8%.



  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.848 m.kr. á 3F 2025 og lækkaði um 67 m.kr. eða 3,5% frá sama tímabili fyrra árs. EBITDA hlutfallið er 26,2% á 3F 2025 en var 27,5% á sama tímabili 2024. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 1.025 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 864 m.kr. á sama tímabili 2024 og jókst þannig um 18,6%.



  • Hrein fjármagnsgjöld námu 245 m.kr. á 3F 2025 en námu 292 m.kr. á sama tímabili 2024. Fjármagnsgjöld námu 486 m.kr., fjármunatekjur voru 240 m.kr. og gengishagnaður nam 1 m.kr.



  • Hagnaður á 3F 2025 nam 622 m.kr. samanborið við 449 m.kr. hagnað á sama tímabili 2024. Hagnaður á hlut nam 0,26 kr. á fjórðungnum samanborið við 0,18 kr. á sama tímabili fyrra árs.



  • Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 19,0 ma.kr. í lok 3F 2025, en voru 17,2 ma.kr. í árslok 2024. Handbært fé í lok 3F 2025 nam 1.116 m.kr., en var 835 m.kr. í árslok 2024. Bókfært virði útlánasafns Símans Pay var 4,6 ma.kr. í lok 3F 2025. Hreinar vaxtaberandi skuldir / 12M EBITDA í lok 3F 2025 var 1,75.



  • Eiginfjárhlutfall Símans var 40,3% í lok 3F 2025 og eigið fé 17,1 ma.kr.



María Björk Einarsdóttir, forstjóri:



„Fjórðungurinn einkenndist af traustum rekstri, vexti í afkomu og sókn nýrra tekjustoða. Rekstrarhagnaður eykst umtalsvert frá fyrra ári og sjóðstreymi af rekstrinum er sterkt. Vel heppnuð endurfjármögnun til viðbótar við sterkan efnahagsreikning Símans mynda traustan grunn undir áframhaldandi sókn samstæðunnar á komandi misserum.

Tekjur aukast í farsíma og auglýsingasölu frá fyrra ári auk þess sem fjártækni drífur áframhaldandi vöxt annarra tekjuþátta. Auglýsingatekjur í umhverfis- og sjónvarpsmiðlum jukust um tæplega 13% á milli ára. Þá hefur Síminn samið um sölu og þjónustu á Starlink gervihnattalausnum til fyrirtækja í gegnum dótturfélagið Radíómiðun í takt við áherslu á öfluga vöruþróun á fyrirtækjamarkaði, en lausnirnar hafa hlotið góðar viðtökur.

Tekjur af sjónvarpsþjónustu dragast saman um 5% milli ára, en um helming má rekja til þess að samkeppnisaðili hætti að endurselja Sjónvarp Símans Premium. Samdrátturinn er í takt við það sem gert var ráð fyrir við brotthvarf enska boltans en kostnaður hefur þó lækkað umfram tekjuáhrifin eins og spár okkar gerðu ráð fyrir.

Síminn hefur gætt réttar síns af festu í þessum efnum undanfarna mánuði og jákvætt er að niðurstöður stjórnvalda hingað til gefa til kynna að jafnt verði látið yfir alla ganga þegar kemur að flutningsrétti línulegs efnis.

Raunveruleikaefni úr smiðju Hayu hefur náð milljón spilunum á sjónvarpskerfi Símans frá innleiðingu síðsumars og á annan tug þúsunda viðskiptavina hafa virkjað áskrift að HBO Max veitunni sem nú er innifalin í Sjónvarpi Símans Premium. Framboð vandaðs innlends sjónvarpsefnis hefur aldrei verið meira og enn á eftir að frumsýna tvær íslenskar þáttaraðir á árinu. Niðurstöður nýlegrar könnunar Maskínu eru afdráttarlausar um að Sjónvarp Símans Premium sé talin besta innlenda sjónvarpsveitan og markmiðið að sækja enn frekar fram á komandi misserum.

Síminn lauk nýlega endurfjármögnun á bankalánum sínum, en samningurinn er til fjögurra ára og tryggir hagstæðari kjör og aukið aðgengi að fjármagni.

Í takt við áherslu á áframhaldandi vöxt verður nú hafist handa við undirbúning að breyttu skipulagi samstæðunnar. Þannig verður fjarskipta- og miðlarekstur félagsins færður í nýtt dótturfélag, en hlutverk móðurfélagsins verður að styðja við vöxt og þróun samstæðunnar og veita rekstrarfélögum stoðþjónustu. Breytingarnar auka yfirsýn yfir stærð og afkomu rekstrareininga, auka gagnsæi gagnvart fjárfestum og greiða fyrir nýjum vaxtartækifærum.

Markmiðið til lengri tíma er að skapa öfluga samstæðu félaga í stafrænni þjónustu, sem getur sinnt fjölbreyttum þörfum fólks og fyrirtækja á enn breiðara sviði.“



Kynningarfundur 22. október 2025

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 22. október 2025 kl. 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Hluthafar, fjárfestar og markaðsaðilar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Hjörtur Þór Steindórsson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Símans .

Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi á vefslóðinni: .

Þeir sem vilja bera upp spurningar geta sent þær á og verður þeim svarað í lok fundarins.



Fjárhagsdagatal 2025

Ársuppgjör 2025             17. febrúar 2026

Aðalfundur 2026            12. mars 2026



Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans ( )

Hjörtur Þór Steindórsson, fjármálastjóri Símans ( )





Viðhengi



EN
21/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Correction: Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025

Correction: Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025 In the English version of the announcement titled ‘Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025’, the title should have read ‘Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025’. The content of the announcement remains unchanged. Financial highlights Q3 2025 Revenue in the third quarter (Q3) of 2025 amounted to ISK 7,062 million, compared with ISK 6,955 million in the same period of 2024, an increase of 1.5%. Revenue from telco and TV services decreased by 1.1% year-on-year. Advertising revenue amounted to ISK 609 milli...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Afkoma þriðja ársfjórðungs 2025

Síminn hf. - Afkoma þriðja ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr rekstri á 3F 2025 Tekjur á þriðja ársfjórðungi (3F) 2025 námu 7.062 m.kr. samanborið við 6.955 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 1,5%. Tekjur af fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu lækkuðu samtals um 1,1% milli tímabila. Tekjur af auglýsingamiðlun námu 609 m.kr. samanborið við 540 m.kr. á sama tíma í fyrra sem samsvarar aukningu um 12,8%.Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.848 m.kr. á 3F 2025 og lækkaði um 67 m.kr. eða 3,5% frá sama tímabili fyrra árs. EBITDA hlutfallið er 26,2% á 3F 2025 ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025 Financial highlights Q3 2025 Revenue in the third quarter (Q3) of 2025 amounted to ISK 7,062 million, compared with ISK 6,955 million in the same period of 2024, an increase of 1.5%. Revenue from telco and TV services decreased by 1.1% year-on-year. Advertising revenue amounted to ISK 609 million compared with ISK 540 million in the same period last year, an increase of 12.8%.EBITDA for Q3 2025 amounted to ISK 1,848 million, a decrease of ISK 67 million or 3.5% compared with the same period in 2024. The EBITDA margin was 26.2% in Q3 2025,...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 42. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 53.700.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti13.10.202513:531.000.00013,0513.050.000106.019.22314.10.202514:491.000.00013,4013.400.000107.019.22315.10.202511:111.000.00013,5513.550.000108.019.22317.10.202511:561.000.00013,7013.700.000109.019.223  4.000.000 53.700.000109.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kaup...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Uppgjör 3. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun mark...

Síminn hf. - Uppgjör 3. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaðar 21. október Síminn hf. mun birta uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung 2025 þriðjudaginn 21. október næstkomandi.Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 22. október í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og eru fjárfestar og markaðsaðilar sérstaklega boðnir velkomnir.Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Hjörtur Þór Steindórsson fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Kynningarefni fundarins verður aðge...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch