Síminn hf. – Bráðabirgðaniðurstaða ársins 2025 og kynning fyrir hluthafafund 28. janúar 2026
Hluthafafundur Símans hf. verður haldinn miðvikudaginn 28. janúar nk., sbr. meðfylgjandi fundarboðun sem birt var þann 7. janúar sl. Á fundinum verður borin upp tillaga um heimild til hækkunar hlutafjár félagsins í tengslum við kaup á Opnum Kerfum hf. og Öryggismiðstöð Íslands hf.
Á fundinum verður jafnframt farið yfir meðfylgjandi kynningu forstjóra um kaup á öllu hlutafé í Opnum Kerfum hf., Öryggismiðstöð Íslands hf. og Greiðslumiðlun Íslands ehf. og sýn á nýja samstæðu samhliða ytri vexti. Viðskiptin sem fjallað er um eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Samhliða birtir Síminn bráðabirgðaniðurstöðu ársins 2025 sem byggir á þegar birtum tölum fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins og stjórnendauppgjöri síðasta ársfjórðungs.
Gera stjórnendur ráð fyrir tekjur verði um 28,8 ma.kr., EBITDA verði um 6,9 ma.kr., EBIT verði um 3,3 ma.kr.* og fjárfestingar verði um 2,9 ma.kr.
Ítrekað er að um er að ræða óendurskoðaðar tölur og uppgjörsferli samstæðunnar stendur enn yfir, en ársuppgjör verður birt þann 17. febrúar nk.
Til samanburðar gerði uppfærð afkomuspá fyrir 2025, sem birt var þann 26. febrúar 2025, ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu 6,6 til 7,0 ma.kr., EBIT yrði á bilinu 3,2 til 3,6 ma.kr.* og fjárfestingar yrðu á bilinu 2,8 til 3,1 ma.kr.
Nánari upplýsingar veitir María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans, á netfanginu .
* Án áhrifa afskrifta á óefnislegum eignum vegna kaupa á félögum
Viðhengi
