Síminn hf.: Breytingar á skilmálum viðskiptavaka vegna óviðráðanlegra orsaka
Símanum hefur borist tilkynning frá Íslandsbanka sem sinnir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins um að bankinn muni beita heimild í samningi um viðskiptavakt sem heimilar að víkja frá skilyrðum samningsins í óviðráðanlegum aðstæðum, hvað varðar verðbil og fjárhæðir á meðan slíkt ástand varir.
Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri Símans hf., s. 550-6003 ()