Síminn hf. – Framboð til stjórnar og í tilnefninganefnd
Aðalfundur Símans hf. verður haldinn fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 16:00 að Nauthól við Nauthólsvík, 101 Reykjavík.
Framboðsfrestur til stjórnar og í tilnefningarnefnd í Símanum hf. rann út þann 7. mars síðastliðinn kl. 16:00.
Framboð til stjórnar
Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins. Er það mat stjórnar að framboðin séu gild sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga.
- Bjarni Þorvarðarson
- Helga Valfells
- Jón Sigurðsson
- Kolbeinn Árnason
- Sylvía Kristín Ólafsdóttir
Samkvæmt samþykktum félagsins eru fimm í stjórn og er því sjálfkjörið í stjórn félagsins.
Framboð í tilnefningarnefndar
Í samræmi við núgildandi starfsreglur tilnefningarnefndar Símans hf. skulu tveir nefndarmenn kjörnir af aðalfundi á hverju ári. Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í tilnefningarnefnd fram að næsta aðalfundi:
- Jensína Kristín Böðvarsdóttir
- Steinunn Kristín Þórðardóttir
Í samræmi við tillögu stjórnar um breytingu á skipun í tilnefningarnefnd félagsins hyggst stjórn Símans tilnefna óháðan aðila til setu í tilnefningarnefnd Símans hf. sem kosið verður um á fundinum í stað þess að stjórn tilnefni einn aðila úr stjórn í nefndina.
Viðhengi