SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Símanum í óhag

Síminn hf. - Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Símanum í óhag

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Símanum í óhag í skaðabótamálum Tölvunar, Snerpu og Hringiðjunnar. Símanum er samkvæmt dóminum gert að greiða kr. 111 milljónir í skaðbætur til félaganna þriggja auk kostnaðar. Upphaflegar kröfur félaganna voru að Síminn ætti að greiða þeim um 3 milljarða króna en stefnufjárhæðin í málunum nam tæpum milljarði króna.

Niðurstaðan mun ekki hafa áhrif á birtar horfur né það sem kom fram á fjárfestakynningu félagsins í morgun en niðurstaða Héraðsdóms lá fyrir eftir að kynningarfundi lauk.

Málið lýtur að atvikum frá árunum 2005-2007 og þar af leiðandi komið vel til ára sinna. Málsaðilar hafa byggt á því Síminn hefði valdið þeim tjóni á markaði vegna internetþjónustu.

Niðurstaðan er Símanum mikil vonbrigði enda taldi félagið að ekki hefði verið sýnt fram á að háttsemi þess hafi farið gegn lögum. Síminn mun meta forsendur héraðsdóms og hvort áfrýjað verði til Landsréttar.

Ofangreint mál er eitt af þeim sem að félagið stendur í málarekstri vegna, eins og fram kemur í skýringu 15 með árshlutareikningi samstæðu Símans hf. fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2020.

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550 6003 ( ).

EN
28/10/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Viðskipti stjórnenda

Síminn hf. - Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi viðhengi í tengslum við kaupréttarsamninga. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Breyting á fjölda eigin hluta félagsins

Síminn hf. - Breyting á fjölda eigin hluta félagsins Á aðalfundi Símans hf. þann 10. mars 2022 var stjórn Símans veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og gera kaupréttarsamninga við starfsfólk félagsins um kaup á hlutum í félaginu. Í kjölfar nýtingar kaupréttar samkvæmt kaupréttaráætluninni voru þann 31. október 2025 afhentir 2.126.655 hlutir á genginu 10,58 til 15 starfsmanna. Síminn á eftir afhendingu framangreindra hluta samtals 113.478.282 eigin hluti eða sem nemur 4,58% af útgefnu hlutafé.

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um 21. ágúst sl. er nú lokið. Í 44. viku 2025 keypti Síminn hf. 2.585.714 eigin hluti að kaupverði 35.999.996 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti27.10.202510:251.000.00013,9013.900.000114.019.22329.10.202510:441.000.00013,9013.900.000115.019.22330.10.202509:48585.71414,008.199.996115.604.937  2.585.714 35.999.996115.604.937 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Síman...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 43. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 55.000.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti20.10.202509:481.000.00013,6013.600.000110.019.22322.10.202509:481.000.00013,7513.750.000111.019.22323.10.202511:051.000.00013,7013.700.000112.019.22324.10.202510:091.000.00013,9513.950.000113.019.223  4.000.000 55.000.000113.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kaup...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Síminn kaupir Greiðslumiðlun Íslands

Síminn hf. - Síminn kaupir Greiðslumiðlun Íslands Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. („GMÍ“). Með kaupunum styrkir Síminn starfsemi sína enn frekar á sviði fjártækni, sem er ört vaxandi stoð í rekstrinum. Heildarvirði (enterprise value) GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna. Kaupin verða fjármögnuð með handbæru fé en endanlegt kaupverð til greiðslu tekur meðal annars mið af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Viðskiptin eru háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ver...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch