Síminn hf. - Kaupréttaráætlun starfsfólks
Á aðalfundi Símans hf. þann 10. mars 2022 var stjórn Símans veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og gera kaupréttarsamninga við starfsfólk félagsins um kaup á hlutum í félaginu.
Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til allra fastráðinna starfsmanna Símans og dótturfélaga og er markmið áætlunarinnar að samtvinna hagsmuni starfsfólks við langtímahagsmuni félagsins. Samkvæmt áætluninni öðlast hver kaupréttarhafi rétt til að kaupa hluti í Símanum hf. fyrir að hámarki kr. 1.500.000 einu sinni á ári í þrjú ár, eftir birtingu hálfsársuppgjörs fyrir árin 2024, 2025 og 2026.
Nú hefur verið gengið frá kaupréttarsamningum við 23 starfsmenn sem hófu störf hjá félaginu á tímabilinu 1. júní 2024 til 31. maí 2025 í samræmi við samþykkta kaupréttaráætlun. Kaupverð í samningunum ákvarðast af vegnu meðalverði í viðskiptum með hlutabréf félagsins síðustu tíu viðskiptadaga fyrir samningsdag:
- Þann 1. september 2025 voru gerðir samningar við tuttugu starfsmenn og var kaupverð kr. 13,29 á hvern hlut sem nemur 2.257.336 hlutum miðað við 100% nýtingu kauprétta.
- Þann 7. nóvember 2025 voru gerðir samningar við þrjá starfsmenn og var kaupverð kr. 13,87 á hvern hlut sem nemur 324.441 hlut miðað við 100% nýtingu kauprétta.
Fyrir eru í gildi kaupréttarsamningar við starfsfólk sem gerðir voru í maí 2023 og september 2024 sem ná til samtals 35.245.310 hluta.
Kaupgengi hlutanna skiptist þannig að gildandi eru kaupréttir að 26.937.618 hlutum á genginu 10,58, 8.307.692 hlutum á genginu 9,75, 2.257.336 hlutum á genginu 13,29 og 324.441 á genginu 13,87. Heildarfjöldi starfsfólks með gilda kaupréttarsamninga eru 267.
Kaupréttaráætlun þessi var staðfest af Skattinum þann 12. maí 2023 og er í samræmi við 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.
Kaupréttaráætlun Símans hf. er meðfylgjandi.
Viðhengi
