Síminn hf. - Samningur við Arion banka um viðskiptavakt
Síminn hf. hefur gert nýjan samning við Arion banka um viðskiptavakt. Arion Banki mun dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að stuðla að því að seljanleiki hlutabréfa útgefanda aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með sem skilvirkustum og gagnsæjustum hætti.
Arion banki skal leggja fram kaup- og sölutilboð sem varða að lágmarki 1.500.000 hluti í útgefanda, á gengi sem Arion banki ákveður. Tilboðin skulu vera í tveimur hlutum þannig að verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 1.350.000 hluti skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,45%. Verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 150.000 hluti skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði ekki hærra en 1,50%. Þó skal Arion banka vera heimilt að setja fram kaup- og sölutilboð í bæði A og B hluta með lægra verðbili en að framan greinir, t.d. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.
Eigi Arion banki innan sama viðskiptadags viðskipti með hluti útgefanda, sem fram í gegnum veltubók Arion banka (markaðsvakt bankans), sem nema 100.000.000 kr. að markaðsvirði eða meira, falla niður framangreindar skyldur Arion banka um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting á hlutabréfum útgefanda innan viðskiptadags er umfram 5% er Arion banka heimilt að tvöfalda framangreind verðbil og ef verðbreyting á hlutabréfum er umfram 10% er Arion banka heimilt að þrefalda þau.
Samningurinn gildir frá og með 14. apríl 2025 og er ótímabundinn en samningsaðilum er heimilt að segja honum upp með 14 daga fyrirvara.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Hauksson fjármálastjóri Símans, .
