SIMINN Siminn HF

Síminn hf.: Samningur við Íslandsbanka um viðskiptavakt

Síminn hf.: Samningur við Íslandsbanka um viðskiptavakt

Síminn hf. hefur gert nýjan samning við Íslandsbanka um viðskiptavakt. Íslandsbanki mun dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins á Nasdaq OMX Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsvirði skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 2.500.000 bréf að nafnvirði á gengi sem Íslandsbanki ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1,5%. Eigi Íslandsbanki viðskipti með bréf félagsins fyrir 15 m.kr. að nafnvirði eða meira í sjálfvirkri pörun innan dags, sem fer um veltubók Íslandsbanka, falla niður skyldur um hámarksverðbil kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10,0% er Íslandsbanka heimilt að tvöfalda hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða tímabundið þann daginn.

Samningurinn gildir frá og með 29. júní 2020 og er ótímabundinn en samningsaðilum er heimilt að segja honum upp með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri, .

EN
26/06/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um 17. mars sl. er nú lokið. Í 21. viku 2025 keypti Síminn hf. 2.170.000 eigin hluti að kaupverði 30.180.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti19.5.202509:381.000.00013,9013.900.00058.172.46220.5.202509:341.000.00013,9013.900.00059.172.46221.5.202509:44170.00014,002.380.00059.342.462  2.170.000 30.180.00059.342.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem ti...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Útboð á víxlum 28. maí 2025

Síminn hf. - Útboð á víxlum 28. maí 2025 Síminn hf. efnir til útboðs á víxlum miðvikudaginn 28. maí 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki SIMINN251203. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðs...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 20. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 68.450.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti12.5.202510:061.000.00013,6013.600.00053.172.46213.5.202509:341.000.00013,6013.600.00054.172.46214.5.202509:581.000.00013,6013.600.00055.172.46215.5.202509:591.000.00013,7513.750.00056.172.46216.5.202509:541.000.00013,9013.900.00057.172.462  5.000.000 68.450.00057.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáæt...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 19. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 68.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti5.5.202509:541.000.00013,7513.750.00048.172.4626.5.202511:261.000.00013,7013.700.00049.172.4627.5.202509:561.000.00013,5513.550.00050.172.4628.5.202512:291.000.00013,6013.600.00051.172.4629.5.202510:411.000.00013,6013.600.00052.172.462  5.000.000 68.200.00052.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 18. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 41.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti28.4.202509:431.000.00013,6013.600.00045.172.46230.4.202509:381.000.00013,8013.800.00046.172.4622.5.202510:481.000.00013,8013.800.00047.172.462  3.000.000 41.200.00047.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 17. mars 2025. Endurkaup núna samkvæ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch