Síminn hf.: Samningur við Íslandsbanka um viðskiptavakt
Síminn hf. hefur gert nýjan samning við Íslandsbanka um viðskiptavakt. Íslandsbanki mun dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins á Nasdaq OMX Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsvirði skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.
Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 2.500.000 bréf að nafnvirði á gengi sem Íslandsbanki ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1,5%. Eigi Íslandsbanki viðskipti með bréf félagsins fyrir 15 m.kr. að nafnvirði eða meira í sjálfvirkri pörun innan dags, sem fer um veltubók Íslandsbanka, falla niður skyldur um hámarksverðbil kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10,0% er Íslandsbanka heimilt að tvöfalda hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða tímabundið þann daginn.
Samningurinn gildir frá og með 29. júní 2020 og er ótímabundinn en samningsaðilum er heimilt að segja honum upp með 14 daga fyrirvara.
Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri, .