SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Síminn hf. undirritar samkomulag um einkaviðræður um sölu Mílu ehf.

Síminn hf. - Síminn hf. undirritar samkomulag um einkaviðræður um sölu Mílu ehf.

Síminn hf. („Síminn“) hefur í dag skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA („Ardian“), sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. („Mílu“). Í samkomulaginu felst að áreiðanleikakönnun sé nú þegar lokið, samningagerð langt komin og að fyrirhuguð viðskipti séu að fullu fjármögnuð.

Aðilar ætla að vinna við að ljúka samningaviðræðum og skrifa undir skuldbindandi samning eins fljótt og auðið er. Ef af verður mun Ardian bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að kaupunum.

Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Hlutverk Mílu er að selja lausnir sínar í heildsölu til fyrirtækja og stofnana sem stunda fjarskiptastarfsemi. Sérhæfing félagsins felst meðal annars í rekstri og ráðgjöf vegna uppbyggingar fjarskiptakerfa og aðstöðuleigu í tækjarýmum og möstrum. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land.

Ardian er alþjóðlegt sjóðastýringarfyrirtæki með höfuðstöðvar í París, Frakklandi, og skrifstofur víðs vegar um heim. Ardian er langtímafjárfestir með um 114 milljarða bandaríkjadala í stýringu og hjá fyrirtækinu starfa yfir 800 manns. Meðal fjárfesta í Ardian eru ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og stofnanafjárfestar.

Seðlabanki Íslands á í sérstökum tilvikum tvíhliða viðskipti (kaup og sölu) framhjá markaðinum við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði (Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankann). Þá er um að ræða viðskipti af stærðargráðu sem mögulega valda tímabundnum flæðisfrávikum eða óvenjulegum skammtímahreyfingum á gengi krónunnar, ef þeim yrði beint inn á gjaldeyrismarkaðinn. Ef af kaupunum verður munu Síminn og Ardian vinna með Seðlabanka Íslands að framgangi viðskiptanna þegar þar að kemur þannig að sem minnst áhrif verði á gjaldeyrismarkað.

Náist endanlegir samningar milli aðila munu Síminn og Ardian einnig vinna með hinu opinbera að upplýsingagjöf og öryggismálum sem tryggja hagsmuni landsmanna. Hafa undirbúningsviðræður að slíku fyrirkomulagi þegar hafist um að tryggja að rekstur innviða félagsins samrýmist þjóðaröryggishagsmunum hér eftir sem hingað til.

Í samkomulaginu felst engin skuldbinding eða trygging um að af viðskiptunum verði, auk sem þau yrðu háð samþykki eftirlitsstofnana. Nánari grein verður gerð fyrir málinu þegar niðurstaða fæst í viðræðunum.



EN
18/10/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Úthlutun kauprétta

Síminn hf. - Úthlutun kauprétta Þann 7. nóvember 2025 var tveimur framkvæmdastjórum veittir kaupréttir að samtals 13.125.000 hlutum í félaginu, eða sem samsvarar um 0,53% af útgefnu hlutafé Símans. Úthlutunin byggir á samþykkt aðalfundar frá 9. mars 2023. Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar þeirra eru í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem samþykkt var á aðalfundi Símans þann 13. mars 2025. Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi: Veittur er kaupréttur á hlutabréfum á grunnverðinu kr. 13,87 fyrir hvern hl...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Úthlutun kauprétta

Síminn hf. - Úthlutun kauprétta Sjá meðfylgjandi tilkynningu um viðskipti stjórnanda í tengslum við gerð kaupréttarsamnings. Vísað er í tilkynningu Símans frá 11. nóvember 2025 um kaupréttaráætlun starfsfólks. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Kaupréttaráætlun starfsfólks

Síminn hf. - Kaupréttaráætlun starfsfólks Á aðalfundi Símans hf. þann 10. mars 2022 var stjórn Símans veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og gera kaupréttarsamninga við starfsfólk félagsins um kaup á hlutum í félaginu. Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til allra fastráðinna starfsmanna Símans og dótturfélaga og er markmið áætlunarinnar að samtvinna hagsmuni starfsfólks við langtímahagsmuni félagsins. Samkvæmt áætluninni öðlast hver kaupréttarhafi rétt til að kaupa hluti í Símanum hf. fyrir að hámarki kr. 1.500.000 einu sinni á á...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 45. viku 2025 keypti Síminn hf. 2.000.000 eigin hluti að kaupverði 27.350.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti6.11.202510:001.000.00013,6513.650.000114.478.2827.11.202510:511.000.00013,7013.700.000115.478.282  2.000.000 27.350.000115.478.282 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 6. nóvember 2025. Endurkaup núna samkvæmt áætluninni munu að hámarki nema 500 mi...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Síminn hf. - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Símans hf. sem haldinn var þann 13. mars 2025 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 247.500.000 að nafnverði, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnar...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch