SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Tilkynning frá tilnefningarnefnd

Síminn hf. - Tilkynning frá tilnefningarnefnd

Tilnefningarnefnd Símans gegnir ráðgefandi hlutverki þegar kemur að kjöri til stjórnar félagsins. Tilgangur nefndarinnar er að huga að hagsmunum allra hluthafa og tilnefna frambjóðendur í stjórn félagsins. Tilnefningarnefnd fer yfir þekkingu og reynslu stjórnar sem heild og í framhaldi metur frambjóðendur út frá þekkingu og reynslu og hvort þeir geti sinnt skyldum sínum samkvæmt samþykktum félagsins, lögum um hlutafélög nr. 2/1995, auk annarra laga og reglugerða sem gilda um félagið. Á grundvelli niðurstaðna mun nefndin leggja fram tillögur sínar um framboð til stjórnar fyrir hvern aðalfund.

Tilnefningarnefnd Símans auglýsir hér með eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar Símans vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður 9. mars næstkomandi.

Ekki er sjálfgefið að breyta þurfi samsetningu stjórnar á hverjum tíma en slíkt er háð aðstæðum hverju sinni, virkni núverandi stjórnar og vilja núverandi stjórnarmanna til áframhaldandi stjórnarsetu. Þess skal getið að allir núverandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Símans.

Óskað er eftir að tilnefningar eða framboð séu send á netfang nefndarinnar, ásamt framboðseyðublaði, stuttu kynningarbréfi og ferilskrá fyrir 25. janúar 2023. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðanda til þess að skila inn framboðum til stjórnar allt fram að fimm dögum fyrir aðalfund.

Nánari upplýsingar um tilnefningarnefnd er að finna á vef félagsins: .





EN
11/01/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 41. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 64.650.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti6.10.202511:501.000.00013,0013.000.000101.019.2237.10.202512:341.000.00012,9012.900.000102.019.2238.10.202510:151.000.00012,9012.900.000103.019.2239.10.202510:271.000.00012,8012.800.000104.019.22310.10.202510:331.000.00013,0513.050.000105.019.223  5.000.000 64.650.000105.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endu...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Niðurstaða víxlaútboðs 8. október

Síminn hf. - Niðurstaða víxlaútboðs 8. október Síminn hf. lauk í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki SIMINN260422. Heildartilboð í flokkinn námu samtals 1.300 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 7,90-8,09%. Tilboðum að fjárhæð 1.220 m.kr. að nafnvirði var tekið á 8,05% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 15. október 2025. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland í kjölfarið. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar veita:Ásgrímur Gunnarsson, markaðsviðs...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali Síminn hf. tilkynnir um breytingu á fjárhagsdagatali fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025. Áætlaðar dagsetningar eru eftirfarandi:Uppgjör 3F 2025    21. október 2025 (var 22. október 2025)Ársuppgjör 2025    17. febrúar 2026Aðalfundur 2026    12. mars 2026Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 40. viku 2025 keypti Síminn hf. 1.000.000 eigin hluti að kaupverði 13.050.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti2.10.202514:041.000.00013,0513.050.000100.019.223  1.000.000 13.050.000100.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 21. ágúst 2025. Endurkaup núna samkvæmt áætluninni munu að hámarki nema 500 milljónum króna. Endurkaupaáætlunin er í gildi í 18 m...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Útboð á víxlum 8. október 2025

Síminn hf. - Útboð á víxlum 8. október 2025 Síminn hf. efnir til útboðs á víxlum miðvikudaginn 8. október 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki SIMINN260422. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch