SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Tilnefningar til stjórnar Símans hf.

Síminn hf. - Tilnefningar til stjórnar Símans hf.

Síminn hf. setti á laggirnar tilnefningarnefnd í samræmi við ákvörðun hluthafafundar félagsins þann 28. nóvember 2018, sbr. einnig ályktun aðalfundar þann 15. mars 2018. Tilgangur tilnefningarnefndar Símans hf. er að huga að hagsmunum allra hluthafa og tilnefna frambjóðendur í stjórn félagsins. Tilnefningarnefnd fer yfir þekkingu og reynslu stjórnar sem heild og í framhaldi metur frambjóðendur út frá þekkingu og reynslu og hvort þeir geti sinnt skyldum sínum samkvæmt samþykktum félagsins, lögum um hlutafélög nr. 2/1995, auk annarra laga og reglugerða sem gilda um félagið.

Ekki er sjálfgefið að breyta þurfi samsetningu stjórnar á hverjum tíma en slíkt er háð aðstæðum hverju sinni, virkni núverandi stjórnar og vilja núverandi stjórnarmanna til áframhaldandi stjórnarsetu.

Nefndin auglýsir hér með eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar Símans vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður 12. mars næstkomandi.

Nefndin metur frambjóðendur með tilliti til reynslu, þekkingar og viðeigandi hæfni til að starfa sem stjórnarmenn hjá félaginu samkvæmt hæfnisviðmiðum félagsins. Á grundvelli niðurstaðna mun nefndin leggja fram tillögur sínar um framboð til stjórnar fyrir hvern aðalfund.

Óskað er eftir að tilnefningar eða framboð séu send á netfang nefndarinnar, ásamt framboðseyðublaði, stuttu kynningarbréfi og ferilskrá fyrir 27. febrúar 2020. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðanda til þess að skila inn framboðum til stjórnar allt fram að fimm dögum fyrir aðalfund.

Nánari upplýsingar um tilnefningarnefnd er að finna á vef félagsins: 

Viðhengi

EN
06/02/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Kaup á öllu hlutafé í Opnum Kerfum hf. og Öryggismiðstöð...

Síminn hf. - Kaup á öllu hlutafé í Opnum Kerfum hf. og Öryggismiðstöð Íslands hf. Síminn hf. hefur undirritað samninga um kaup á öllu hlutafé í Opnum kerfum hf. (OK) og Öryggismiðstöð Íslands hf. (ÖMÍ). Samanlagt heildarvirði (e. enterprise value) OK og ÖMÍ í viðskiptunum nemur 13.750 milljónum króna að viðbættum leiguskuldbindingum sem eru áætlaðar um 1.000 milljónir króna. Endanlegt kaupverð til greiðslu ræðst þó meðal annars af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs.Kaupin verða fjármögnuð með hlutafé í Símanum, lánsfé frá Arion banka, og handbæru fé...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Viðræður um möguleg kaup á Opnum kerfum

Síminn hf. - Viðræður um möguleg kaup á Opnum kerfum Í tilefni fréttaflutnings á vefnum Innherja vilja stjórnendur Símans hf. greina frá því að viðræður standa yfir við eigendur Opinna kerfa hf. um möguleg kaup á öllu hlutafé í félaginu. Síminn hf. hefur lagt fram óskuldbindandi tilboð sem er með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og bundið frekari skilyrðum.  Í ljósi þess að tilboðið er óskuldbindandi og háð fyrirvörum er málið ekki komið á það stig að unnt sé að leggja mat á hvort líkur séu á að það leiði til endanlegra viðskipta. Síminn hf. mun upplýsa markaðsaðila um framgang...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 50. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 57.300.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti8.12.202514:031.000.00014,2514.250.000135.478.2829.12.202509:471.000.00014,2514.250.000136.478.28210.12.202510:251.000.00014,2014.200.000137.478.28212.12.202515:171.000.00014,6014.600.000138.478.282  4.000.000 57.300.000138.478.282 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphö...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 49. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 70.150.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti1.12.202514:091.000.00014,0514.050.000130.478.2822.12.202510:331.000.00013,9013.900.000131.478.2823.12.202511:031.000.00014,0514.050.000132.478.2824.12.202515:221.000.00014,0514.050.000133.478.2825.12.202509:451.000.00014,1014.100.000134.478.282  5.000.000 70.150.000134.478.282 Viðskiptin eru samkvæmt endur...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 48. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 55.700.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti24.11.202510:341.000.00013,8013.800.000126.478.28226.11.202511:201.000.00013,8013.800.000127.478.28227.11.202511:331.000.00014,0514.050.000128.478.28228.11.202511:211.000.00014,0514.050.000129.478.282  4.000.000 55.700.000129.478.282 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kaup...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch