SYN SYN

Niðurstaða í samræmi við horfur

Niðurstaða í samræmi við horfur

Í ársbyrjun var meðferð á sýningarrétti sjónvarpsefnis breytt, samanburðartölur 2018 hafa verið uppfærðar í samræmi við breytta meðhöndlun.



Helstu niðurstöður:



• Tekjur á fjórða ársfjórðungi (4F) 2019 námu 4.935 milljónum króna sem er 9% lækkun frá sama tímabili 2018. Tekjur ársins lækkuðu um 943 milljónir króna milli ára, eða um 5%.



• EBITDA nam 1.409 milljónum króna á 4F í samanburði við 1.449 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,6% á 4F 2019 samanborið við 26,7% á 4F 2018. EBITDA leiðrétt fyrir IFRS 16 á 4F er 1.270 milljónir króna. EBITDA ársins 2019 nam 5.509 milljónum króna og lækkaði um 110 milljónir króna miðað við árið 2018.



• Tap á 4F 2019 nam 2.101 milljónum króna samanborið við 193 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Á 4F 2019 var viðskiptavild færð niður um 2.452 milljónir króna sem skýrir tapið á 4F 2019. Afkoma 4F 2019 að frádreginni niðurfærslu viðskiptavildar hefði verið hagnaður að fjárhæð 351 milljón króna.



• Tap ársins nam 1.748 milljónum króna miðað við hagnað upp á 443 milljónir króna árið 2018. Hagnaður ársins að frádreginni niðurfærslu á viðskiptavild var 703 milljónir króna. Einskiptiskostnaður ársins nemur 358 milljónum króna.



• Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.953 milljónum króna samanborið við 1.358 milljónir króna á sama tímabili árið áður, sem er aukning um 44%.



• Heildarfjárfestingar félagsins á árinu námu 4.719 milljónum króna þar af eru fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum (án sýningarrétta) 1.833 milljónir króna og fjárfesting í sýningarréttum 2.789 milljónir króna.



• Fjármögnunarhreyfingar félagsins á árinu voru neikvæðar um 380 milljónir króna á móti jákvæðum hreyfingum upp á 434 milljónum króna á árinu 2018 sem er breyting um 814 milljónir króna.



• Eiginfjárhlutfall Sýn hf. var 27,5% í lok árs 2019.



• Markmið stjórnenda er að ná aukinni framlegð og betra sjóðstreymi úr rekstri félagsins á árinu 2020. Fjárfestingar ársins verða í kringum 1 milljarð.



Heiðar Guðjónsson, forstjóri:



„Uppgjör síðasta árs liggur nú fyrir með tap uppá 1.748 milljónir króna. Það ætti ekki að vera margt þar sem kemur á óvart enda eru sjóðstreymi og EBITDA ársins í takt við horfur. Árið markast af því að verið var að framkvæma miklar breytingar á rekstrinum og færa niður viðskiptavild. Jákvæð breyting er verulega bætt sjóðstreymi en frjálst fjárflæði eykst um yfir milljarð króna.



Á síðasta ári fór fyrirtækið fyrst í sameiginlega stefnumótun. Í framhaldi af því var skipuriti breytt og nýir framkvæmdastjórar eru nú í öllum stöðum, utan tæknisviðs. Tæknisviði var skipt upp og sett að hluta undir rekstrarsvið, sem mun auk skilvirkni og hraða framförum í starfrænni aðlögun. Við innleiddum nýja vörumerkja– og samskiptastefnu og fórum í framhaldi af því í 4DX átaksverkefni. Ánægja viðskiptavina jókst strax umtalsvert í kjölfarið. Nú erum við í stöðu til að sækja fram.



Lykill að betri rekstrarárangri er að umbreyta föstum kostnaði í breytilegan. Þar eru ýmis verkefni í gangi. Við erum að auka útvistun verkefna auk þess sem við erum enn að hagræða með því að efla frekari samvinnu á milli deilda fyrirtækisins. Varðandi framtíð fjarskipta þá skiptir mestu að fjárfestingar séu markvissar með tilliti til öryggis og hagkvæmni. Mikilvægur liður í því var yfirlýsing fjarskiptafyrirtækjanna frá 19. desember síðast liðnum, þó enn sé of snemmt að fullyrða um árangur af því starfi.



Horfur ársins 2020 eru ágætar. Við vitum að í óbreyttum rekstri munum við sýna bata í sjóðstreymi. Ofan á það kemur enn straumlínulagaðri rekstur og hugsanlegt hagræði af samstarfi í uppbyggingu 5G og tengdra verkefna sem gerir það að verkum að erfitt er styðjast við sama form á horfum og áður hefur verið. Eldra form á horfum nær ekki utan um þær breytingar sem við ætlum að gera á rekstrinum.“



Frekari upplýsingar:

✓ Lilja Birgisdóttir samskiptastjóri Sýnar tekur á móti fyrirspurnum í gegnum netfangið eða í síma 779-3002.

Viðhengi

EN
26/02/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 10.07.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 4F og ársuppgjör 2025 og vegna Aðalfundar.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024                                        20. febrúar 2025Aðalfundur                                                                        14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                                                 7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                                       ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastof...

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Mikilvægum  áfanga náð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Málið lýtur að kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu nr. 8/2025 sem varðar flutningsréttarkröfu Símans á áskriftarstöðvum Sýnar. Sýn fagnar því að dómurinn hafi orðið við beiðni um flýtimeðferð enda er um verulega hagsmuni að ræða fyrir viðskiptavini og rekstur félagsins. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Samþykki flýtimeðferðar er mikilvægur áfangi. ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á ...

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á RAN kerfi Sýnar. Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Sendafélagið ehf. (kt. 440515-1850) hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu þess fyrrnefnda á 4G og 5G dreifikerfi Sýnar (e. Radio Access Network eða RAN) til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850). Fyrir dreifikerfi Sýnar greiðir Sendafélagið um 963 m.kr., en samhliða kaupsamningi undirrituðu aðilar lánssamning þar sem Sýn veitir lán til Sendafélagsins í formi greiðslufrests á kaupverðinu. Í dag var einnig gengið frá kaupum Sendafélagsins á 4G og 5G búnaði Nova hf., en lík...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025 Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025. Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreif...

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreifikerfa í sameiginlegt félag, Sendafélagið ehf. Mikilvægum áfanga náð varðandi framtíðarrekstrarfyrirkomulag Sendafélagsins Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Nova hf. (kt. 531205-0810) hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G og 5G dreifikerfa (e. Radio Access Network eða RAN) félaganna til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850), í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri þessara innviða og auka fjárfestingargetu. Með gildistöku samstarfssamningsins fellur niður samkomul...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch