SYN SYN

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu

Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025.

Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90 m.kr. Þá voru bókfærðar tekjur vegna fjölmiðlastyrks, að fjárhæð 124 m.kr. á sama tímabili í fyrra, en engar slíkar tekjur komu á þessu tímabili. Hefði ekki komið til þessara liða hefðu heildartekjur vaxið milli ára. Þá voru tekjur vegna auglýsingasölu og hlutaneti (IoT) undir væntingum.

Rekstrarhagnaður (EBIT) á 3F nam 7 m.kr., samanborið við 199 m.kr. á fyrra ári. Samdrátt milli ára má helst rekja til ofangreindra tekjuáhrifa auk þess sem einskiptis launakostnaður á tímabilinu jókst um 60 m.kr. í tengslum við aukna markaðssókn og endurmörkun félagsins. Þá jókst annar rekstrarkostnaður jafnframt vegna þessa. Félagið gerir ráð fyrir viðsnúningi í rekstrarhagnaði á fjórða ársfjórðungi.

EBITDAaL var stöðugt milli ára og nam 821 m.kr. á 3F, samanborið við 823 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Fjárfestingar í rekstri voru þó nokkuð hærri og námu 999 m.kr. og EBITDAaL að frádregnum fjárfestingum því neikvætt og nam -178 m.kr. á ársfjórðungnum samanborið við -237 m.kr. á sama tímabili í fyrra.

Tap eftir skatta nam 239 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 17 m.kr. hagnað á sama tímabili 2024 en á samanburðartímabili var hagnaður eftir skatta af aflagðri starfsemi Endor samtals 125 m.kr..

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri:

„Þriðji ársfjórðungur var krefjandi, en við sjáum nú merki um viðsnúning. Samningurinn við Nova um framsal 4G- og 5G-dreifikerfa til Sendafélagsins er lykilskref sem lækkar fjárfestingaþörf, bætir nýtingu innviða og styrkir sjóðstreymi.

Tekjur og EBIT hafa dregist saman á þriðja ársfjórðungi en EBITDAaL er í jafnvægi og rekstrargrundvöllurinn að styrkjast. Við höldum áfram að aðlaga okkur að breyttu rekstrarumhverfi með því að einfalda starfsemina, bæta þjónustu, nýta tækifæri og mæta áskorunum sem felast í hraðri tækniþróun og breyttum neysluvenjum. Samhliða er unnið að endurskoðun á rekstrarmódeli fjölmiðla.“

Fjárhagsdagatal:

  • Afkoma 4F og ársuppgjör 2026                                                                       26. febrúar 2026
  • Aðalfundur                                                                                                           26. mars 2026

Frekari upplýsingar 

  • Ekki verður haldin fjárfestafundur til að kynna uppgjör 3. ársfjórðungs. Næsti fjárfestafundur verður haldinn 27. febrúar 2026 í kjölfar birtingar ársuppgjörs 2025.
  • Tekið er á móti fyrirspurnum í gegnum netfangið . 
  • Nánari upplýsingar má nálgast á síðu fjárfestatengsla Sýnar á og í fréttakerfi Nasdaq Iceland. 

Viðhengi



EN
05/11/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 10.07.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 4F og ársuppgjör 2025 og vegna Aðalfundar.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024                                        20. febrúar 2025Aðalfundur                                                                        14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                                                 7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                                       ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastof...

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Mikilvægum  áfanga náð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Málið lýtur að kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu nr. 8/2025 sem varðar flutningsréttarkröfu Símans á áskriftarstöðvum Sýnar. Sýn fagnar því að dómurinn hafi orðið við beiðni um flýtimeðferð enda er um verulega hagsmuni að ræða fyrir viðskiptavini og rekstur félagsins. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Samþykki flýtimeðferðar er mikilvægur áfangi. ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á ...

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á RAN kerfi Sýnar. Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Sendafélagið ehf. (kt. 440515-1850) hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu þess fyrrnefnda á 4G og 5G dreifikerfi Sýnar (e. Radio Access Network eða RAN) til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850). Fyrir dreifikerfi Sýnar greiðir Sendafélagið um 963 m.kr., en samhliða kaupsamningi undirrituðu aðilar lánssamning þar sem Sýn veitir lán til Sendafélagsins í formi greiðslufrests á kaupverðinu. Í dag var einnig gengið frá kaupum Sendafélagsins á 4G og 5G búnaði Nova hf., en lík...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025 Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025. Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreif...

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreifikerfa í sameiginlegt félag, Sendafélagið ehf. Mikilvægum áfanga náð varðandi framtíðarrekstrarfyrirkomulag Sendafélagsins Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Nova hf. (kt. 531205-0810) hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G og 5G dreifikerfa (e. Radio Access Network eða RAN) félaganna til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850), í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri þessara innviða og auka fjárfestingargetu. Með gildistöku samstarfssamningsins fellur niður samkomul...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch