SYN SYN

Sýn hf.: Afkomuviðvörun

Sýn hf.: Afkomuviðvörun

Sýn hf. („félagið“) tilkynnir að gert er ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) félagsins fyrir árið 2024 verði í kringum 700 m.kr. sem er undir áður útgefnu spámarki félagsins, sem og rauntölum úr rekstri miðað við afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023. Uppfærð spá gerði ráð fyrir að EBIT lægi nær neðri mörkum bilsins 900–1100 m.kr. Helstu ástæður fráviksins eru eftirfarandi:

  • Auglýsingatekjur: Sala auglýsinga reyndist talsvert undir upphaflegum áætlunum, eða 258 m.kr. á síðustu tveimur fjórðungum ársins, þar af 157 m.kr. á 4F og leiddi það til endurmats á þeim rekstrarhluta.
  • Áskriftartekjur af sjónvarpsmiðlum: Tekjur af áskriftum voru um 106 m.kr. undir þeim markmiðum sem sett höfðu verið.
  • Eignfærslur launakostnaðar: Félagið hefur sett sér eignfærslustefnu og á grundvelli hennar tekið ákvörðun um að eignfæra minna en áætlað hafði verið og nemur mismunurinn 112 m.kr.
  • Brunatjón: Um mánuði eftir útgáfu spárinnar varð félagið fyrir verulegu tjóni vegna eldsvoða sem nú hefur verið metið á um 600 m.kr. Samþykkt bótaupphæð nemur 207 m.kr. en bruninn hefur haft í för með sér aukinn kostnað og kallar á auknar fjárfestingar til endurnýjunar á skemmdum búnaði.

Rekstur fjarskipta var á áætlun á árinu og þrátt fyrir ofangreindar áskoranir hefur rekstrarkostnaður einnig þróast í samræmi við áætlanir og er í takt við markmið félagsins um aukna skilvirkni.

Félagið mun þurfa að endurskoða áður útgefin viðmið um EBIT fyrir árið 2025 til lækkunar til að bregðast við ofangreindum frávikum. Horfur félagsins fyrir 2025 verða birtar samhliða endanlegu ársuppgjöri þann 20. febrúar nk.

Ársuppgjör félagsins er enn í vinnslu og getur tekið breytingum fram að birtingu.

Nánari upplýsingar á



EN
07/02/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025 Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2025. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5.220 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 5.365 m.kr. á sama tímabili 2024 og dragast saman um 2,7%. Jákvæð þróun er hins vegar í kjarnastarfsemi fjarskipta, þar sem bæði tekjur og fjöldi viðskiptavina aukast á milli ársfjórðunga. Þá hafa tekjur af Stöð 2+ einnig aukist og fjöldi áskrifenda hefur aldrei verið meiri. Auglýsingatekjur lækkuðu um 110 m.kr. milli fyrs...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt Sýn hf. hefur sagt upp samningi sínum við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt og tekur uppsögnin gildi 18. apríl 2025. Sýn hf. mun áfram vera með samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt. 

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025 Sjá viðhengi: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Flöggun - SKEL fjárfestingafélag hf.

Sýn hf.: Flöggun - SKEL fjárfestingafélag hf. Sjá viðhengi: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Flöggun - Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Sýn hf.: Flöggun - Lífeyrissjóður verzlunarmanna Sjá meðfylgjandi: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch