SYN SYN

Sýn hf.: Breytingar í framkvæmdastjórn Sýnar hf.

Sýn hf.: Breytingar í framkvæmdastjórn Sýnar hf.

Skipulagsbreytingar og aukin skilvirkni í rekstri

Stjórn Sýnar hf. hefur samþykkt nýtt skipulag félagsins. Skipulagsbreytingarnar miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. Starfsemi móðurfélagsins er skipt í eftirfarandi rekstrareiningar: Stöð 2, Vefmiðla og útvarp, Vodafone og Innviði. Stoðsviðin verða: Fjármál, Lögfræðisvið, Mannauður og Upplýsingatækni - Endor. Þá hefur verið stofnuð ný sameiginleg Markaðs-, og sjálfbærnideild Sýnar. Fréttastofa vinnur eftir sem áður þvert á alla miðla félagsins. 

Við skipulagsbreytinguna koma þrír nýir aðilar í framkvæmdastjórn Sýnar. Eðvald Gíslason framkvæmdastjóri fjármála, Valdís Arnórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri upplýsingatækni og stjórnarformaður Endor sem er dótturfélag Sýnar. Fyrir eru í framkvæmdastjórn Sýnar Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone og Páll Ásgrímsson framkvæmdastjóri lögfræðisviðs.

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar

“Við leggjum ríka áherslu á að einfalda ákvarðanatöku og boðleiðir í rekstrinum og er breytingin á skipulaginu liður í þeirri vegferð. Skýr sjálfbærnivegferð, helgun mannauðs og öflug upplýsingatækni er grundvöllur að framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina Sýnar. Markmið þessara breytinga er aukin verðmætasköpun og að styrkja enn frekar ímynd allra vörumerkja Sýnar sem eru afar verðmæt.”

Nánari upplýsingar um nýja framkvæmdastjóra:

Eðvald Gíslason, framkvæmdastjóri fjármála

Eðvald er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann er með sterkan bakgrunn úr starfi í fjármálastýringu, greiningum, áætlanagerð, líkanagerð, verkefnastýringu og hefur starfað lengi í öguðu vinnuumhverfi með straumlínustjórnun og stafræna framþróun að leiðarljósi. Eðvald starfaði áður hjá Kviku þar sem að hann veitti hagdeild forstöðu. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku.

Valdís Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs

Valdís hefur starfað sem mannauðsstjóri Sýnar síðan í janúar 2024. Valdís hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi í mannauðsmálum. Valdís kom til Sýnar frá Marel þar sem að hún starfaði í 11 ár, þar af lengst sem stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi ásamt því að leiða krísuteymi fyrirtækisins. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heklu. 

Gunnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni

Gunnar er einn af stofnendum Endor og hefur verið framkvæmdastjóri Endor, nú dótturfélag Sýnar, frá stofnun þess árið 2015. Endor er kröftugt sérfræðifyrirtæki sem veitir faglega þjónustu og ráðgjöf tengt áskorunum í rekstri upplýsingatækniumhverfa fyrir fjölbreytilega viðskiptavini hérlendis og erlendis. Gunnar hefur viðamikla reynslu í upplýsingatækni, rekstri og þjónustu. Hann var forstjóri Opinna Kerfa frá árinu 2008 til ársins 2015 og þar áður starfaði hann í mismunandi stjórnunarstörfum innan þess félags frá árinu 2000.

Meðfylgjandi er nýtt skipurit Sýnar

Viðhengi



EN
11/04/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Lækkun hlutafjár

Sýn hf.: Lækkun hlutafjár Á aðalfundi Sýnar hf. þann 11. apríl 2024 var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutfé félagsins. Fundurinn samþykkti að hlutafé félagsins verði lækkað um kr. 33.527.940 að nafnvirði, einvörðungu til lækkunar eigin hluta á grundvelli ákvæða laga um hlutafélög, nr. 2/2995. Hlutafé félagins lækkar þar með úr kr. 2.510.017.540 að nafnvirði í kr. 2.476.489.600 að nafnvirði. Þar sem hver hlutur er að fjárhæð kr. 10,- að nafnverði eða margfeldi þeirrar fjárhæðar, verða útgefnir hlutir í Sýn hf. samtals 247.648.960 eftir lækkunina. Lækkunin nemur öllu hlutaf...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Earnings for the first quarter of 2024

Sýn hf.: Earnings for the first quarter of 2024 Key aspects of financial performance and year-over-year comparison. Sýn hf.’s Consolidated Interim Financial Statement for the first quarter of 2024 was approved by the Board of Directors on May 7th, 2024. The group’s revenues in the first quarter (Q1) of 2024 amounted to ISK 5,934 million, an increase of 1.3% (Q1 2023: ISK 5,860 million). The revenue split is as follows: Media ISK 2,381 million, a 10.0% increase year-over-year (Q1 2023: ISK 2,165 million). Adjusted for increased revenues due to the addition of Já, the year-over-year revenue...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2024

Sýn hf.: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2024 Helstu atriði varðandi afkomu og samanburður milli ára Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2024 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2024.  Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2024 námu 5.934 m.kr. og jukust um 1,3%  (1F 2023: 5.860 m.kr.). Þær skiptast þannig: Fjölmiðlun 2.381 m.kr., hækkun um 10,0% milli ára (1F 2023: 2.165 m.kr.). Leiðrétt fyrir auknum tekjum vegna innkomu Já, er tekjuvöxtur á milli ára 3,6%.Internet 1.147 m.kr., hækkun um 3,4% milli ára (1F 2023: 1.109 m.kr.)F...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkomuviðvörun. Lækkun á EBIT afkomu félagsins frá fyrra ári

Sýn hf.: Afkomuviðvörun. Lækkun á EBIT afkomu félagsins frá fyrra ári Drög að samstæðuuppgjöri Sýnar hf. fyrir 1. ársfjórðung ársins 2024 liggja nú fyrir og verður EBIT afkoma samstæðunnar um það bil 120 m.kr., sem er umtalsverð lækkun samanborið við sama tímabil á fyrra ári (428 m.kr). Það sem veldur einkum lægri afkomu er lækkun á farsímatekjum um 138 m.kr., þá sérstaklega IoT tekjum, ásamt hærri afskriftum sýningarrétta. Eins og fram kom í árs- og árshlutareikningum félagsins fyrir árið 2023, þá var afskrift sýningarrétta lægri árið 2023 vegna endursamninga við birgja. Áhrif þess á 1. á...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breyting á Fjárhagsdagatali 2024

Sýn hf.: Breyting á Fjárhagsdagatali 2024 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á fjárhagsdagatali sem birt var þann 25. janúar 2024. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 1F 2024, sem færist fram um einn dag og verður 7. maí í stað 8. maí. Fjárfestakynningar munu fara fram í tengslum við birtingu á afkomu 2F og afkomu 4F (ársuppgjörs). Afkoma 4F og ársuppgjör 202327. febrúar 2024Aðalfundur11. apríl 2024Afkoma 1F 20247. maí 2024Afkoma 2F 202428. ágúst 2024Afkoma 3F 20246. nóvember 2024Afkoma 4F og ársuppgjör 202419. febrúar 2025Aðalfundur14. mars 2025 Vinsamlegast athu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch