SYN SYN

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2024

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2024

Á aðalfundi Sýnar hf., sem fram fór þann 11. mars 2024, voru eftirfarandi tillögur samþykktar auk þess sem ný stjórn var kjörin. Ítarlegar upplýsingar um tillögurnar og önnur fundargögn má finna á vefsíðu félagsins:

I. Tillögur sem samþykktar voru á aðalfundinum:

1. Tillaga um staðfestingu ársreiknings

Ársreikningur fyrir liðið starfsár var kynntur og staðfestur.

2.  Tillaga um ráðstöfun afkomu félagsins vegna reikningsársins 2021

Aðalfundur samþykkti að ekki verði greiddur arður vegna rekstrarársins 2023, en vísar að öðru leyti til ársreiknings hvað varðar ráðstöfun á hagnaði ársins og breytingu á eigin fé.

3. Tillaga um stefnu um arðgreiðslur og/eða endurkaup eigin hluta

Fyrirliggjandi tillaga um arðgreiðslustefnu var samþykkt.

4. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar Sýnar hf. að uppfærðri starfskjarastefna.

5. Kaupréttaráætlun fyrir starfsmenn samstæðunnar

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar Sýnar hf. um að fyrirliggjandi tillaga að kaupréttaráætlun fyrir alla starfsmenn í föstu starfi innan samstæðunnar yrði samþykkt. Kaupréttaráætlunin byggir á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og heimilar félaginu að gera kaupréttarsamninga við starfsmenn í föstu starfi innan samstæðu félagsins, þ.e. hjá Sýn hf. og dótturfélögum.

6. Kaupréttaráætlun fyrir lykilstjórnendur samstæðunnar

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar Sýnar hf. að kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn. Kaupréttaráætlunin heimilar stjórn félagsins, eftir tillögu starfskjaranefndar, að gera kaupréttarsamninga við forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins og annarra félaga innan samstæðunnar. Heildarfjöldi hluta sem heimilt er að veita kauprétt að, á grundvelli kaupréttaráætlunar fyrir forstjóra og lykilstarfsmenn, sem liggur fyrir fundinum, er 10.000.000 hlutir. 

Að öðru leyti vísast til frekari upplýsinga á heimasíðu félagsins:

7. Breytingar á samþykktum

Aðalfundur Sýnar hf., haldinn 11. apríl 2024, samþykkti að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út nýtt hlutafé í félaginu allt að kr. 18.000.000 hluta. Heimild stjórnar skal aðeins nýtt til þess að efna skuldbindingar félagsins skv. kaupréttarsamningum við starfsmenn og lykilstjórnendur samstæðunnar í samræmi við samþykktar kaupréttaráætlanir. Forgangsréttur hluthafa samkvæmt 1. mgr. 5. gr. samþykkta félagsins gildir ekki um hið nýja hlutafé og falla hluthafar því frá áskriftarrétti sínum að hlutafjáraukningunni í samræmi við ákvæði 3. mgr. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Nýútgefnir hlutir skulu vera í sama flokki og með sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu. Nýútgefnir hlutir veita réttindi frá skráningardegi hlutafjárhækkunar. Heimildin er veitt til 30. júní 2029. Stjórn félagsins skal vera heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í tengslum við nýtingu heimildarinnar. Heimild þessi skal felld úr samþykktum þegar hún hefur verið nýtt.

8. Tillaga um lækkun hlutafjár með innlausn (ógildingu) eigin hluta félagsins vegna kaupa á eigin hlutum og samsvarandi breyting á samþykktum félagsins

Aðalfundur samþykkti að hlutafé félagsins verði lækkað um kr. 33.527.940 að nafnvirði, einvörðungu með innlausn (ógildingu) viðkomandi eigin hluta félagsins (samtals 3.352.794  hluta sem eru samtals kr. 33.527.940 að nafnverði) á grundvelli ákvæða 54. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög. Hlutafé félagins lækkar þar með úr kr. 2.510.017.540 að nafnvirði í kr. 2.476.489.600 að nafnvirði.

9. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum (sem getið verður í viðauka við samþykktir félagsins):

Aðalfundur Sýnar hf. haldinn 11. apríl 2024 samþykkyi að veita stjórn félagsins heimild, á grundvelli 55. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, til að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé þess. Heimild þessi skal nýtt í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu, setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup félagsins á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Tilgangur félagsins með endurkaupum er að lækka hlutafé félagsins og/eða að gera félaginu kleift að standa við skuldbindingar sínar skv. kaupréttarsamningum við starfsmenn. Við endurkaup skal hæsta leyfilega endurgjald fyrir hvern hlut ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra. Viðskipti félagsins með eigin hluti skulu tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir. Heimild þessi gildir í 18 mánuði frá samþykkt hennar. Aðrar eldri heimildir til kaupa á eigin hlutum falla úr gildi við samþykkt heimildar þessarar

10. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir komandi starfsár

Stjórn lagði til við aðalfund að stjórnarlaun komandi starfsárs yrðu sem hér segir og var tillagan samþykkt:

    1. Stjórnarformaður fái kr. 625.000 á mánuði.
    2. Varaformaður fái kr. 470.000 á mánuði
    3. Aðrir stjórnarmenn fái kr. 310.000 á mánuði.
    4. Varastjórnarmenn fái kr. 125.000 fyrir hvern setinn fund.
    5. Formenn undirnefnda fái kr. 125.000 á mánuði.
    6. Aðrir nefndarmenn undirnefnda fái kr. 65.000. á mánuði, sbr. þó g. liður.
    7. Utanaðkomandi ráðgjafar undirnefnda og tilnefningarnefndar, fái greitt á grundvelli samþykkts tilboðs. Greiðslur til endurskoðenda skulu jafnframt vera samkvæmt samþykktu tilboði.“

11.  Kosning endurskoðunarfélags Sýnar hf.

Svofelld tillaga var samþykkt:

„Lagt er til að KPMG ehf. verði endurskoðunarfirma félagsins.“

II. Stjórn félagsins

Aðalstjórn félagsins skipa:

  • Hákon Stefánsson
  • Páll Gíslason
  • Petrea Ingileif Guðmundsóttir
  • Ragnar Páll Dyer
  • Rannveig Eir Einarsdóttir

Að aðalfundi loknum kom stjórn saman og skipti með sér verkum. Formaður stjórnar er Hákon Stefánsson og varaformaður stjórnar er Rannveig Eir Einarsdóttir.

Varastjórn félagsins skipa :

  • Daði Kristjánsson
  • Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir

Þeir tveir af þremur nefndarmönnum tilnefningarnefndar, sem sjálfkjörnir voru á aðalfundinum, eru:

  • Guðríður Sigurðardóttir
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson


EN
11/04/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Lækkun hlutafjár

Sýn hf.: Lækkun hlutafjár Á aðalfundi Sýnar hf. þann 11. apríl 2024 var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutfé félagsins. Fundurinn samþykkti að hlutafé félagsins verði lækkað um kr. 33.527.940 að nafnvirði, einvörðungu til lækkunar eigin hluta á grundvelli ákvæða laga um hlutafélög, nr. 2/2995. Hlutafé félagins lækkar þar með úr kr. 2.510.017.540 að nafnvirði í kr. 2.476.489.600 að nafnvirði. Þar sem hver hlutur er að fjárhæð kr. 10,- að nafnverði eða margfeldi þeirrar fjárhæðar, verða útgefnir hlutir í Sýn hf. samtals 247.648.960 eftir lækkunina. Lækkunin nemur öllu hlutaf...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Earnings for the first quarter of 2024

Sýn hf.: Earnings for the first quarter of 2024 Key aspects of financial performance and year-over-year comparison. Sýn hf.’s Consolidated Interim Financial Statement for the first quarter of 2024 was approved by the Board of Directors on May 7th, 2024. The group’s revenues in the first quarter (Q1) of 2024 amounted to ISK 5,934 million, an increase of 1.3% (Q1 2023: ISK 5,860 million). The revenue split is as follows: Media ISK 2,381 million, a 10.0% increase year-over-year (Q1 2023: ISK 2,165 million). Adjusted for increased revenues due to the addition of Já, the year-over-year revenue...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2024

Sýn hf.: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2024 Helstu atriði varðandi afkomu og samanburður milli ára Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2024 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2024.  Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2024 námu 5.934 m.kr. og jukust um 1,3%  (1F 2023: 5.860 m.kr.). Þær skiptast þannig: Fjölmiðlun 2.381 m.kr., hækkun um 10,0% milli ára (1F 2023: 2.165 m.kr.). Leiðrétt fyrir auknum tekjum vegna innkomu Já, er tekjuvöxtur á milli ára 3,6%.Internet 1.147 m.kr., hækkun um 3,4% milli ára (1F 2023: 1.109 m.kr.)F...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkomuviðvörun. Lækkun á EBIT afkomu félagsins frá fyrra ári

Sýn hf.: Afkomuviðvörun. Lækkun á EBIT afkomu félagsins frá fyrra ári Drög að samstæðuuppgjöri Sýnar hf. fyrir 1. ársfjórðung ársins 2024 liggja nú fyrir og verður EBIT afkoma samstæðunnar um það bil 120 m.kr., sem er umtalsverð lækkun samanborið við sama tímabil á fyrra ári (428 m.kr). Það sem veldur einkum lægri afkomu er lækkun á farsímatekjum um 138 m.kr., þá sérstaklega IoT tekjum, ásamt hærri afskriftum sýningarrétta. Eins og fram kom í árs- og árshlutareikningum félagsins fyrir árið 2023, þá var afskrift sýningarrétta lægri árið 2023 vegna endursamninga við birgja. Áhrif þess á 1. á...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breyting á Fjárhagsdagatali 2024

Sýn hf.: Breyting á Fjárhagsdagatali 2024 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á fjárhagsdagatali sem birt var þann 25. janúar 2024. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 1F 2024, sem færist fram um einn dag og verður 7. maí í stað 8. maí. Fjárfestakynningar munu fara fram í tengslum við birtingu á afkomu 2F og afkomu 4F (ársuppgjörs). Afkoma 4F og ársuppgjör 202327. febrúar 2024Aðalfundur11. apríl 2024Afkoma 1F 20247. maí 2024Afkoma 2F 202428. ágúst 2024Afkoma 3F 20246. nóvember 2024Afkoma 4F og ársuppgjör 202419. febrúar 2025Aðalfundur14. mars 2025 Vinsamlegast athu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch