SYN SYN

Sýn hf.: Sala og endurleiga farsímainnviða

Sýn hf.: Sala og endurleiga farsímainnviða

Sýn hf. hefur í dag náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu og endurleigu (e. sale and leaseback) á óvirkum farsímainnviðum félagsins.

Miðað við þá skilmála sem nú liggja fyrir myndu viðskiptin styrka efnahagsreikning félagsins og gæti væntur söluhagnaður Sýnar numið yfir sex milljörðum króna, gangi viðskiptin eftir. Ráðgert er að gerður verði langtímaleigusamningur til 20 ára, sem tryggja mun áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar. Fjárhæðir og reikningshaldslega meðferð viðskiptanna mun ráðast af endanlegum samningum.

Í samkomulaginu felst engin skuldbinding eða trygging um að af viðskiptunum verði, en þau eru m.a. háð áreiðanleikakönnun og eftir atvikum aðkomu eftirlitsstofnana. Er því enn allmikil óvissa um hvort og hvenær viðskiptin komist á. Frekari upplýsingar verða gefnar í tengslum við uppgjör félagsins þann 4. nóvember nk.

Nánari upplýsingar veitir fjárfestatengill:  

EN
23/10/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025 Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025. Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreif...

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreifikerfa í sameiginlegt félag, Sendafélagið ehf. Mikilvægum áfanga náð varðandi framtíðarrekstrarfyrirkomulag Sendafélagsins Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Nova hf. (kt. 531205-0810) hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G og 5G dreifikerfa (e. Radio Access Network eða RAN) félaganna til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850), í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri þessara innviða og auka fjárfestingargetu. Með gildistöku samstarfssamningsins fellur niður samkomul...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Samningur um viðskiptavakt við Landsbankann hf.

Sýn hf.: Samningur um viðskiptavakt við Landsbankann hf. Sýn hf. („Sýn“) hefur gert samning við Landsbankann hf. („Landsbankinn“) um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Sýn. Tilgangur samninga um viðskiptavaktir er að efla viðskipti með hlutabréf félags á Nasdaq Iceland með það að markmiði að auka seljanleika hlutabréfa, stuðla að virkari verðmyndun og gagnsæi á markaði. Samningur Sýnar við Landsbankann kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki nema 8 milljónum íslenskra króna að markaðsvirði daglega. Hámarksmagn á hverjum degi skal nema 16 milljónum króna að nettó markaðsvi...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkomuviðvörun – Breyttar horfur fyrir rekstrarárið 2025 – br...

Sýn hf.: Afkomuviðvörun – Breyttar horfur fyrir rekstrarárið 2025 – breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Á haustmánuðum fór fram yfirfærsla viðskiptavina félagsins í nýtt og einfaldara vöruframboð. Yfirfærslan gekk almennt vel en félagið ákvað að gjaldfæra einskiptis 90 m.kr. kostnað til að einfalda reikningagerð í þágu viðskiptavina. Í áætlunargerð vegna ársins 2025 var lagt til grundvallar að fjölgun viðskiptavina í stökum sjónvarpsáskriftum væri meiri en þeirra sem velja heildræn viðskipti. Aukning heildrænna viðskipta seinkar tekjum á milli ársfjórðunga. Ef forsendur um samsetnin...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Viðskipti stjórnenda

Sýn hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch