Sýn hf.: Samningur um viðskiptavakt við Landsbankann hf.
Sýn hf. („Sýn“) hefur gert samning við Landsbankann hf. („Landsbankinn“) um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Sýn.
Tilgangur samninga um viðskiptavaktir er að efla viðskipti með hlutabréf félags á Nasdaq Iceland með það að markmiði að auka seljanleika hlutabréfa, stuðla að virkari verðmyndun og gagnsæi á markaði.
Samningur Sýnar við Landsbankann kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki nema 8 milljónum íslenskra króna að markaðsvirði daglega. Hámarksmagn á hverjum degi skal nema 16 milljónum króna að nettó markaðsvirði, sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum sem gengið er að. Magnbundið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa Sýnar. Ef 10 daga flökt er undir 30% er magnvegið verðbil 2,0% en annars 4,0%. Þá er markmið aðila, en ekki skylda, að kaup- og sölutilboðum sé þrepaskipt þannig að hluti tilboðsbókar sé á þrengra verðbili en magnvegið verðbil gefur til kynna og hluti á víðara verðbili þannig að ofangreindu magnvegnu verðbili sé náð.
Samningurinn tekur gildi í dag 23. október 2025 og er ótímabundinn. Samningsaðilum er heimilt að segja samningnum upp með 14 daga fyrirvara.
Frekari upplýsingar veitir:
Eðvald Ingi Gíslason, fjármálastjóri
Netfang:
