SYN SYN

Sýn hf.: Sýn hættir frekari skoðun á framtíðareignarhaldi Vefmiðla og útvarps

Sýn hf.: Sýn hættir frekari skoðun á framtíðareignarhaldi Vefmiðla og útvarps

Stjórn Sýnar samþykkti á stjórnarfundi félagsins í dag að hætta frekari skoðun á framtíðareignarhaldi á rekstrareiningunni Vefmiðlar og útvarp. 

Í lok árs 2023 var tilkynnt á uppgjörsfundi félagsins að Sýn hefði skipt fjölmiðlaeiningum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var kynnt að stjórn Sýnar hefði fengið Kviku banka hf. til að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps ásamt því að sjá um miðlun á afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta. 

Vegna nýrra áherslna í rekstri Sýnar með tilkomu nýs forstjóra og nýrrar stjórnar teljum við mikil verðmæti falin í framtíðartækifærum þessarar einingar. Því hefur verið ákveðið að hætta við skoðun á nýju eignarhaldi vefmiðla og útvarps en þess í stað verður lögð aukin áhersla á bættan rekstur félagsins. Í viku hverri nota 95% landsmanna á aldrinum 18-80 ára fjölmiðla Sýnar en þessir þekktu miðlar eru mikilvægur hluti af íslensku samfélagi. Það er stefna Sýnar að styrkja þessa þjónustu enn frekar til framtíðar. 

Stjórn Sýnar hefur einnig falið forstjóra að hefja vinnu við mótun lykilmarkmiða og stefnu Sýnar í rekstri félagsins til framtíðar. Vinnan mun hefjast formlega eftir birtingu uppgjörs 1.ársfjórðungs félagsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur fjárfestum á fjárfestadegi Sýnar síðar á þessu ári. Þar munu stjórnendur kynna stefnu og áherslur félagsins ásamt langtíma markmiðum og lykilmælikvörðum. 

Nánari upplýsingar veitir Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri 





EN
19/04/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkomuviðvörun. Lækkun á EBIT afkomu félagsins frá fyrra ári

Sýn hf.: Afkomuviðvörun. Lækkun á EBIT afkomu félagsins frá fyrra ári Drög að samstæðuuppgjöri Sýnar hf. fyrir 1. ársfjórðung ársins 2024 liggja nú fyrir og verður EBIT afkoma samstæðunnar um það bil 120 m.kr., sem er umtalsverð lækkun samanborið við sama tímabil á fyrra ári (428 m.kr). Það sem veldur einkum lægri afkomu er lækkun á farsímatekjum um 138 m.kr., þá sérstaklega IoT tekjum, ásamt hærri afskriftum sýningarrétta. Eins og fram kom í árs- og árshlutareikningum félagsins fyrir árið 2023, þá var afskrift sýningarrétta lægri árið 2023 vegna endursamninga við birgja. Áhrif þess á 1. á...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breyting á Fjárhagsdagatali 2024

Sýn hf.: Breyting á Fjárhagsdagatali 2024 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á fjárhagsdagatali sem birt var þann 25. janúar 2024. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 1F 2024, sem færist fram um einn dag og verður 7. maí í stað 8. maí. Fjárfestakynningar munu fara fram í tengslum við birtingu á afkomu 2F og afkomu 4F (ársuppgjörs). Afkoma 4F og ársuppgjör 202327. febrúar 2024Aðalfundur11. apríl 2024Afkoma 1F 20247. maí 2024Afkoma 2F 202428. ágúst 2024Afkoma 3F 20246. nóvember 2024Afkoma 4F og ársuppgjör 202419. febrúar 2025Aðalfundur14. mars 2025 Vinsamlegast athu...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hættir frekari skoðun á framtíðareignarhaldi Vefmiðla og ...

Sýn hf.: Sýn hættir frekari skoðun á framtíðareignarhaldi Vefmiðla og útvarps Stjórn Sýnar samþykkti á stjórnarfundi félagsins í dag að hætta frekari skoðun á framtíðareignarhaldi á rekstrareiningunni Vefmiðlar og útvarp.  Í lok árs 2023 var tilkynnt á uppgjörsfundi félagsins að Sýn hefði skipt fjölmiðlaeiningum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var kynnt að stjórn Sýnar hefði fengið Kviku banka hf. til að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps ásamt því að sjá um miðlun á afmörkuðum fjárhagsupplýsin...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2024

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2024 Á aðalfundi Sýnar hf., sem fram fór þann 11. mars 2024, voru eftirfarandi tillögur samþykktar auk þess sem ný stjórn var kjörin. Ítarlegar upplýsingar um tillögurnar og önnur fundargögn má finna á vefsíðu félagsins: I. Tillögur sem samþykktar voru á aðalfundinum: 1. Tillaga um staðfestingu ársreiknings Ársreikningur fyrir liðið starfsár var kynntur og staðfestur. 2.  Tillaga um ráðstöfun afkomu félagsins vegna reikningsársins 2021 Aðalfundur samþykkti að ekki verði greiddur arður vegna rekstrarársins 2023, en vísar að öðru le...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar í framkvæmdastjórn Sýnar hf.

Sýn hf.: Breytingar í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Skipulagsbreytingar og aukin skilvirkni í rekstri Stjórn Sýnar hf. hefur samþykkt nýtt skipulag félagsins. Skipulagsbreytingarnar miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. Starfsemi móðurfélagsins er skipt í eftirfarandi rekstrareiningar: Stöð 2, Vefmiðla og útvarp, Vodafone og Innviði. Stoðsviðin verða: Fjármál, Lögfræðisvið, Mannauður og Upplýsingatækni - Endor. Þá hefur verið stofnuð ný sameiginleg Markaðs-, og sjálfbærnideild Sýnar. Fréttastofa vinnur eftir sem áður þvert á alla miðla félagsins.  Við skipulagsbreyt...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch