SYN SYN

Sýn hf.: Úthlutun kauprétta

Sýn hf.: Úthlutun kauprétta

Á aðalfundi Sýnar hf.  þann 11. apríl 2024 var stjórn veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og gera kaupréttarsamninga við allt fastráðið starfsfólk samstæðunnar um kaup á hlutum í félaginu. Nú hefur verið gengið frá kaupréttarsamningum við starfsfólk í samræmi við samþykkta kaupréttaáætlun. Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til allra fastráðinna starfsmanna Sýnar og félaga í sömu samstæðu og er markmið áætlunarinnar að tengja hagsmuni starfsfólks við afkomu og langtímamarkmið félagsins og hluthafa þess.

Kaupréttur hvers kaupréttarhafa ávinnst í tveimur áföngum á tveimur árum frá gerð kaupréttarsamnings.

Kaupverð hluta er vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins síðustu tíu viðskiptadaga fyrir samningsdag, sem er 22. nóvember 2024, eða kr. 30.62 hver hlutur.

Alls tóku 325 starfsmenn samstæðunnar þátt  sem samsvarar allt að 5.306.989 hlutum á ári, eða 10.613.978  hlutum fyrir bæði árin, miðað við 100% nýtingu kauprétta.

Áætlaður heildarkostnaður (gjaldfærsla) vegna þessara kaupréttarsamninga er að fjárhæð 61.1 m.kr

Kaupréttaráætlun þessi var staðfest af ríkisskattstjóra þann 10. júlí 2024 og er í samræmi við 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.

Kaupréttaráætlunin er meðfylgjandi.

Viðhengi



EN
25/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 17.01.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 2F 2025.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024             20. febrúar 2025Aðalfundur                                             14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                      7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                   25. ágúst 2025Afkoma 3F 2025                                      5. nóvember 2025Afkoma 4F og ársuppgjör 2025             18. febrúar ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025 Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2025. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5.220 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 5.365 m.kr. á sama tímabili 2024 og dragast saman um 2,7%. Jákvæð þróun er hins vegar í kjarnastarfsemi fjarskipta, þar sem bæði tekjur og fjöldi viðskiptavina aukast á milli ársfjórðunga. Þá hafa tekjur af Stöð 2+ einnig aukist og fjöldi áskrifenda hefur aldrei verið meiri. Auglýsingatekjur lækkuðu um 110 m.kr. milli fyrs...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt Sýn hf. hefur sagt upp samningi sínum við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt og tekur uppsögnin gildi 18. apríl 2025. Sýn hf. mun áfram vera með samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt. 

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025 Sjá viðhengi: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Flöggun - SKEL fjárfestingafélag hf.

Sýn hf.: Flöggun - SKEL fjárfestingafélag hf. Sjá viðhengi: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch