Tilkynning frá Eimskip
Eftir lokun markaða í gær, þann 21. október 2025, birti Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls Grundartanga ehf., tilkynningu þar sem upplýst var um bilun í rafbúnaði verksmiðjunnar á Grundartanga. Í framhaldi af tilkynningunni hefur Eimskip átt í góðum samskiptum við Norðurál þar sem staðfest var að framleiðslugeta félagsins yrði tímabundið um þriðjungur af fullum afköstum verksmiðjunnar.
Norðurál er einn af stærri viðskiptavinum Eimskips og því mun þetta rekstraráfall hafa neikvæð áhrif á flutningsmagn Eimskips. Á þessari stundu er ekki vitað hve langan tíma tekur að koma framleiðslunni í full afköst.
Eimskip mun upplýsa nánar um áhrifin þegar að frekari upplýsingar liggja fyrir.
