Alvotech birtir fjárhagsdagatal fyrir árið 2025
Stefnt er að því að birting árshluta- og ársuppgjörs Alvotech og aðalfundur félagsins fari fram sem hér segir á árinu 2025:
Árshlutauppgjör fjórða ársfjórðungs 2024 og ársuppgjör 2024 | 26. febrúar |
Árshlutauppgjör eftir fyrsta ársfjórðung | 7. maí |
Aðalfundur | 28. maí |
Árshlutauppgjör eftir annan ársfjórðung | 13. ágúst |
Árshlutauppgjör eftir þriðja ársfjórðung | 12. nóvember |
Birting er eftir lokun markaða í Bandaríkjunum. Uppgjörsfundir verða haldnir næsta dag eftir birtingu árshluta og ársuppgjörs.
Vinsamlega athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar. Fjárhagsdagatalið er einnig aðgengilegt á Alvotech.
Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður