Eik fasteignafélag hf.: Arðgreiðsla fyrir árið 2024 – seinni hluti
Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl 2025 var samþykkt að skipta arðgreiðslu félagsins fyrir árið 2024 í tvo hluta. Fyrri hluti var greiddur út 23. apríl sl.
Fjárhæð seinni hluta arðgreiðslu verður u.þ.b. 1.696,7 m.kr., sem nemur 0,5000 kr. á hlut, í samræmi við samþykkt aðalfundar, enda hafa engar breytingar orðið á útgefnu hlutafé félagsins frá fundinum.
Arðleysisdagur er 26. september 2025, þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með hlutabréf án réttar til arðs vegna viðkomandi hluta. Viðmiðunardagur vegna seinni greiðslunnar verður 29. september 2025. Skráðir hluthafar félagsins í lok viðmiðunardags eiga rétt til arðs.
Greitt verður í íslenskum krónum. Útborgunardagur vegna seinni greiðslunnar verður 8. október 2025. Eigin hlutir félagsins njóta ekki arðsréttar.
Frekari upplýsingar veitir:
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s. 820-8980
