EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Hreiðar Már Hermannsson ráðinn í starf forstjóra Eikar fasteignafélags

Eik fasteignafélag hf.: Hreiðar Már Hermannsson ráðinn í starf forstjóra Eikar fasteignafélags

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. Hreiðar Már tekur við starfinu í framhaldi af aðalfundi félagsins þann 10. apríl næstkomandi af Garðari Hannesi Friðjónssyni sem leitt hefur félagið og byggt upp undanfarin 22 ár.

Hreiðar Már er með B.A. gráðu í fjármálum frá London South Bank University Business School og M.Sc. gráðu í fjármálum, fjárfestingum og bankastarfsemi frá sama skóla.

Hreiðar Már hefur víðtæka reynslu af fjárfestinga- og fjármálastarfsemi. Hann kemur til Eikar frá Arion banka þar sem hann gegndi stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar á fyrirtækja og fjárfestingabankasviði.  Áður hafði Hreiðar Már starfað við útlánastarfsemi til fyrirtækja, eignastýringu og ráðgjöf í 20 ár.

Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnarformaður Eikar fasteignafélags: 

„Við erum afar ánægð með að fá Hreiðar Má til liðs við okkar öfluga félag og hlökkum til samstarfsins. Við teljum að reynsla hans og framtíðarsýn muni styrkja stöðu félagsins á markaði og styðja við áframhaldandi arðbæran vöxt og þróun þess.  Framundan eru fjölmörg tækifæri.“

Hreiðar Már Hermannsson:

„Eik er spennandi fyrirtæki, sem starfar á markaði sem mun vaxa og taka breytingum á komandi misserum. Efnahagur félagsins er fyrna sterkur auk þess sem það atvinnuhúsnæði og þeir þróunarmöguleikar sem eru nú þegar á efnahagsreikningnum eru mjög áhugaverðir. Samfélagið okkar er að breytast, þarfir atvinnulífsins eru að breytast og Eik fasteignafélag er í kjör aðstöðu til að láta þar að sér kveða. Ég þakka stjórn Eikar traustið og hlakka til að vinna með starfsmönnum og viðskiptavinum að tækifærum sem blasa við félaginu.“



EN
21/03/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Hreiðar Már Hermannsson ráðinn í starf forstjó...

Eik fasteignafélag hf.: Hreiðar Már Hermannsson ráðinn í starf forstjóra Eikar fasteignafélags Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. Hreiðar Már tekur við starfinu í framhaldi af aðalfundi félagsins þann 10. apríl næstkomandi af Garðari Hannesi Friðjónssyni sem leitt hefur félagið og byggt upp undanfarin 22 ár. Hreiðar Már er með B.A. gráðu í fjármálum frá London South Bank University Business School og M.Sc. gráðu í fjármálum, fjárfestingum og bankastarfsemi frá sama skóla. Hreiðar Már hefur víðtæka reynslu...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Auglýst eftir tilnefningum eða framboðum til t...

Eik fasteignafélag hf.: Auglýst eftir tilnefningum eða framboðum til tilnefningarnefndar félagsins Stjórn Eikar fasteignafélags hf. auglýsir hér með eftir framboðum og tillögum hluthafa að frambjóðendum til tveggja nefndarsæta í tilnefningarnefnd félagsins vegna aðalfundar þess sem stendur til að halda fimmtudaginn 10. apríl 2025. Tveir af núverandi nefndarmönnum hyggjast ekki bjóða sig fram í tilnefningarnefnd félagsins. Nefndina skipa þrír einstaklingar og tilnefnir stjórn félagsins einn þeirra. Skulu nefndarmenn vera óháðir félaginu og daglegum stjórnendum þess, sbr. grein í starfsreg...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Boðun aðalfundar árið 2025

Eik fasteignafélag hf.: Boðun aðalfundar árið 2025 Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn kl. 14:00 fimmtudaginn 10. apríl 2025 að Sjálandi, Ránargrund 4, 210 Garðabæ. Meðfylgjandi er fundarboð með dagskrá aðalfundar félagsins auk tillagna stjórnar og annarra skjala sem varða aðalfundinn. Vakin er sérstök athygli á upplýsingum í fundarboði um fyrirhugað fyrirkomulag rafrænnar þátttöku í fundinum og tillögum um breytingar á starfskjarastefnu, samþykktum félagsins og starfsreglum tilnefningarnefndar. , sem inniheldur ársreikning 2024, hefur þegar verið birt og er aðgengileg á...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Flöggun – Festa lífeyrissjóður

Eik fasteignafélag hf.: Flöggun – Festa lífeyrissjóður Flöggunartilkynning er í viðhengi. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstök...

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstökum skilyrðum EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 141233 og EIK 050734 PricewaterhouseCoopers ehf. („PwC“) hefur staðfest að skuldabréfaflokkarnir EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 141233 og EIK 050734 standast öll fjárhagsleg- og tryggingarleg skilyrði skuldabréfaflokkanna miðað við dagsetninguna 31.12.2024. Sem eftirlitsaðili skuldabréfaflokkanna hefur PwC m.a. það hlutverk að kanna og staðfesta sjálfstæða útreikninga útgefenda á sérstökum ski...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch