AMRQ AMAROQ LTD.

Árangursríkt borunarverkefni í Nalunaq – 1.840 g/t gull yfir 0,5 m í Mountain Block dregur úr áhættu við námuvinnslu og staðfestir framlengingu á meginæðinni

Árangursríkt borunarverkefni í Nalunaq – 1.840 g/t gull yfir 0,5 m í Mountain Block dregur úr áhættu við námuvinnslu og staðfestir framlengingu á meginæðinni

Reykjavík, Dec. 04, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Árangursríkt borunarverkefni í Nalunaq – 1.840 g/t gull yfir 0,5 m í Mountain Block dregur úr áhættu við námuvinnslu og staðfestir framlengingu á meginæðinni 

Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF), tilkynnir með ánægju niðurstöður úr árangursríkum rannsóknarborunum í Nalunaq gullnámunni árið 2025.

James Gilbertson, yfirmaður rannsókna hjá Amaroq:

„Ég er mjög ánægður að kynna niðurstöður rannsóknarvinnu ársins 2025 í Nalunaq. Niðurstöðurnar staðfesta meðal annars ný svæði með háum styrkleika gulls, dýpka skilning okkar á jarðfræði svæðisins og veita okkur það traust sem nauðsynlegt er til að tryggja áframhaldandi stöðuga námuvinnslu. Staðfest framlengingar á meginæðinni er mikilvægt skref í þróun rannsóknarlíkansins okkar og undirstrikar möguleikann á frekari útvíkkun út fyrir áður boruð svæði.

Þessar niðurstöður styðja við skýra stefnu Amaroq um áframhaldandi uppbyggingu gullvinnslu og styrkja trú okkar á langtíma vaxtarmöguleikum í Nalunaq, sem og innan hins skilgreinda gullbeltis í Suður-Grænlandi þar sem Nanoq-verkefnið er einnig staðsett. Niðurstöður úr rannsóknarvinnu ársins 2025 í Nanoq verða birtar fyrir árslok.’’

Helstu niðurstöður rannsókna ársins í Nalunaq

Kjarnaboranir

  • Boraðir voru 2,127 metrar með góðum árangri í Nalunaq, niðurstöður sýna allt að 1.840 g/t Au yfir 0,5 m.
  • 62% borana skáru meginæðina með vegnu meðalgildi upp á 87,6 g/t Au, sem sýnir hærri styrkleika gulls en auðlindalíkanið hafði gert ráð fyrir.
  • Niðurstöðurnar draga verulega úr áhættu er varðar skammtímanámuvinnslu og eykur traust á Mountain Block sem svæðis með háum styrkleika gulls.
  • 4.166,5 metrar af yfirborðsborunum sýna að meginæðin teygir sig um 700 metra niður frá eldra námusvæði, inn á South Deeps-svæðið.
  • Þótt styrkleiki gulls úr fyrstu fjórum könnunarholunum sé lægri en í Mountain Block felast verulegir framtíðarmöguleikar í staðfestri framlengingu á meginæðinni, sem bætist við áður kynnt ~2 milljón únsa rannsóknarmarkmið félagsins.
  • Niðurstöður borana ársins 2025 verða teknar inn í uppfært jarðfræðilíkan fyrir væntanlegt auðlindamat („MRE5“) sem áætlað er að birta á Q1 2026, sem mun eftir atvikum gera félaginu kleift að uppfæra auðlindir úr Inferred flokki yfir í Indicated flokk.

Áframhaldandi rannsóknir

  • Neðanjarðarrannsóknir halda áfram á vesturhluta gangnakerfisins með það að markmiði að meta frekari stækkun Mountain Block.
  • Yfirborðsboranir hafa verið auknar til að fylgja eftir framlengingunni á meginæðinni (sem hallar niður á South Deeps) og tengja svæðið við núverandi auðlindagrunn.

Nálgast má kynningu á niðurstöðunum á heimasíðu félagsins, eða með því að smella hér:

Markmið rannsókna í Nalunaq

Nalunaq er neðanjarðargullnáma þar sem málmur í svokallaðri meginæð finnst á fjórum lykilsvæðum: Mountain-, Target-, South-, og Valley Block. Námuvinnsla fer nú fram í Mountain Block en Amaroq metur nú tækifæri fyrir frekari auðlindavöxt á hinum svæðunum, sem og á nýjum svæðum eins og South Deeps og Welcome Block.

Nalunaq er þekkt fyrir háan styrkleika gulls sem dreifist óreglulega yfir lítil svæði (e. nugget effect). Af þeim sökum hafa yfirborðsboranir jafnan vanmetið gullmagn sem sjálf námuvinnslan leiðir í ljós. Undanfarin ár hefur rannsóknarteymi Amaroq unnið að því að dýpka skilning sinn á jarðfræði svæðisins, meðal annars með þróun Dolerite Dyke-módelsins sem hefur aukið skilvirkni í yfirborðsborunum og dregið úr áhrifum á s.k. nugget effect, með það að markmiði að tryggja jafnari niðurstöður.

Amaroq beitir þriggja þrepa nálgun til að auka traust á málmæðinni í Nalunaq. Í fyrsta lagi er stuðst við niðurstöður yfirborðsborana til að staðsetja meginæðina. Þá eru frekari yfirborðs- og neðanjarðarboranir nýttar til að veita nákvæmari upplýsingar fyrir uppsetningu á námugöngum eftir æðinni, og loks gerir gangnagerðin sjálf félaginu kleift að bera saman niðurstöður borana við það gull sem er raunverulega unnið. Með þessu verklagi hefur félagið byggt upp núverandi auðlindamat upp á 158 þúsund únsur (151.5Kt @ 32.4g/t Au) í Indicated-flokki og 326 þúsund únsur (348Kt @ 29.2g/t Au) í Inferred-flokki, ásamt því að skilgreina frekara rannsóknarmarkmið sem hljóðar upp á milli 600 þúsund og 2 milljónir tonna með um 10–30 g/t Au á svæðum sem eru minna rannsökuð. Amaroq mun áfram stunda markvissar neðanjarðar- og yfirborðsboranir samhliða námuvinnslu til að auka getu á vinnslu hágæða gullsvæða í nágrenni núverandi starfsemi, sem og til að greina frekari vaxtarmöguleika auðlinda innan Nalunaq-svæðisins umfram núverandi ~2 milljón únsa rannsóknarmarkmið.

Borunarverkefni ársins 2025

Rannsóknarboranir í Nalunaq árið 2025 náðu bæði til neðanjarðar- og yfirborðsborana. Neðanjarðarboranir beindust að frekari skilgreiningu auðlinda innan Mountain Block, á meðan yfirborðsboranir beindust að vaxtarmöguleikum á dýpt, einkum með því að kanna framlengingu meginæðarinnar. Þessi borunarverkefni eru hönnuð til að draga markvisst úr áhættu í skammtímanámuvinnslu og jafnframt opna ný svæði fyrir langtímavöxt auðlindarinnar.

Neðanjarðarboranir

Samtals voru boraðir 2.126,9 metrar í 29 neðanjarðarholum í Mountain Block. Borunum var ætlað að auka traust á núverandi námugöngum fyrir skammtímanámuvinnslu, styðja við uppfærslu auðlinda úr Inferred í Indicated flokk og skerpa á skilgreiningu svæða með háum styrkleika gulls.

Þó megináherslan hafi verið á meginæðina voru einnig boraðar nokkrar holur í 75 æðina, sem gerir félaginu kleift að bæta þekkingu á þeirri viðbótarauðlind með tilliti til framtíðarrannsókna.

Niðurstöðurnar staðfesta að austurhluti Mountain Block er áfram sá áreiðanlegasti og hefur að geyma hæstan styrkleika gulls. Rannsóknir ársins benda þó einnig til aukinna möguleika til vesturs, sem gefur til kynna að gullæðin gæti reynst umfangsmeiri en áður var talið.

Allar boranir ársins 2025 ásamt sýnatökum, verða teknar inn í uppfært jarðfræðilíkan fyrir næsta auðlindamat („MRE5“), sem áætlað er að verði kynnt á fyrsta ársfjórðungi 2026.

Yfirborðsboranir

Yfirborðsboranir hófust á botni Nalunaq-dals sumarið 2025 og samanstóðu af sjö könnunarholum sem höfðu það að markmiði að kanna staðsetningu og umfang meginæðarinnar undir jökulþekju. Holurnar voru boraðar um það bil 700 metra niður á við frá sögulegu vinnslusvæði, töluvert fyrir utan áður könnuð svæði.

Niðurstöður úr fyrstu fjórum holunum staðfesta tilvist burðaræðar meginæðarinnar sem sýnir skýr merki um að meginæðin haldi áfram mun lengra niður og undir þekju en fyrri líkön bentu til. Þessi mögulega framlenging kemur til viðbótar við áður kynnt rannsóknarmarkmið félagsins upp á ~2 milljónir únsa og undirstrikar verulega möguleika á frekari vexti Nalunaq-námunnar.

Í kjölfar þessara jákvæðu niðurstaðna hefur yfirborðsborunaráætlunin verið stækkuð um 5.700 metra og færist nú upp hallann í átt að námunni. Markmiðið er að skilgreina samfellu, lögun og mögulegar leiðir til að undirbyggja markvissar auðlindaboranir árið 2026.

Boranirnar skáru einnig grunnmisgengið líkt og spáð var, sem staðfestir staðsetningu þess og styrkir túlkunina um að það sé lykilþáttur í tilfærslu meginæðarinnar. Þessar upplýsingar verða innleiddar í stærri jarðfræðilíkön fyrir svæðið, þar með talið í tengslum við nýlegar niðurstöður frá Napasorsuaq (3,58 g/t Au og 0,54% Cu; tilkynnt 28. október 2025).        

Áframhaldandi rannsóknir

Niðurstöður til og með holum NAL-UG-2027 (neðanjarðar) og NALS-2504 (á yfirborði) eru hluti af þessari tilkynningu. Boranir munu halda áfram í vetur með áherslu á að draga úr áhættu í námuvinnslu, uppfærslu auðlinda og stækkunar auðlindasvæðisins.

Auk borana vinnur Amaroq áfram að vestlægum könnunargöngum (e. exploration drive) í 768 metra h.y.s., sem ætlað er að greina möguleika á breikkun Mountain Block. Þessi samþætta aðferð borana og gangnagerðar er lykilatriði í því að opna fyrir langtímamöguleika Nalunaq-námunnar.

Drilling Details

Table 1: 2025 Underground Drill Location

Hole IDXYZAzimuthDip Total Depth (m)
NAL-UG-2501*50835066916047322155565.7
NAL-UG-2502*50834966916047312405079
NAL-UG-250350835066916037311714850.4
NAL-UG-250450834966916037322506589
NAL-UG-250550829066915537391777349.3
NAL-UG-250650829066915537381764037.5
NAL-UG-25075082366691563764185070.5
NAL-UG-25085082366691563764175-1085.3
NAL-UG-25095082366691563764150-1271.5
NAL-UG-251050823666915637641400137.4
NAL-UG-2511508236669156376416025158.5
NAL-UG-251250823666915637641902050.3
NAL-UG-251350823666915637642153548.5
NAL-UG-251450823666915637641456035.6
NAL-UG-251550823666915637642202069.1
NAL-UG-251650823666915637641904540.6
NAL-UG-2516A508236669156376415031137
NAL-UG-251750823666915637642258045
NAL-UG-2517A50823666915637642001360.7
NAL-UG-25185081976691603788908234
NAL-UG-251950819766916037881607261
NAL-UG-252050819766916037881653020.2
NAL-UG-2521508205669160079013035139
NAL-UG-252250820866916017891102554
NAL-UG-2523508204669160079213050129.5
NAL-UG-252450820266915997881931077.3
NAL-UG-252550819766916037881651562
NAL-UG-252650820266916007881821365
NAL-UG-252750820166915997881997104

Projection: WGS84 UTM zone 23N

* Previously reported as part of the Company’s February 27, 2025 release

Table 2: 2025 Surface Drill Location

Hole IDXYZAzimuthDip Total Depth (m)
NAL-S-25015096446691328243090501
NAL-S-2502509644669132824335070497.5
NAL-S-25035097166691126255090509
NAL-S-2504509716669112625530075518
NAL-S-2505*509716669112625530060500
NAL-S-2506*509748.26691529263.803730090500
NAL-S-2507*509748.26691529263.803730065500
NAL-S-2508*509470.36691391238.1686090218
NAL-S-2509*509470.36691391238.1686052223
NAL-S-2510*509470.36691391238.168633071200

Projection: WGS84 UTM zone 23N

* Results not yet available

Table 2: Significant Underground Intersections

Hole IDFrom (m) To (m)Interval (m)Au (g/t)Method
NAL-UG-250150.6851.170.4949.4Screen Fire Assay
NAL-UG-250151.1751.670.518.85Fire Assay
NAL-UG-250154.454.90.517.15Screen Fire Assay
NAL-UG-250266.3766.90.5333.3Fire Assay
NAL-UG-250266.967.410.5114.05Fire Assay
NAL-UG-250267.4167.910.561Fire Assay
NAL-UG-250267.9168.470.561.11Fire Assay
NAL-UG-250340.5441.040.541.3Fire Assay
NAL-UG-250463.664.130.5398.2Screen Fire Assay
NAL-UG-250469.9770.020.052.15Fire Assay
NAL-UG-250524.825.30.51,840Screen Fire Assay
NAL-UG-250527.427.90.52.18Fire Assay
NAL-UG-250527.928.40.52.25Fire Assay
NAL-UG-250623.5240.58.38Fire Assay
NAL-UG-250624.5250.532.9Fire Assay
NAL-UG-250625.526.220.726.81Fire Assay
NAL-UG-250878.3778.870.51.16Fire Assay
NAL-UG-251039.5840.160.583.87Fire Assay
NAL-UG-25106868.60.6696Aqua Regia
NAL-UG-25113030.50.55.92Fire Assay
NAL-UG-251174.575.40.91.88Screen Fire Assay
NAL-UG-251235.7536.250.542.2Fire Assay
NAL-UG-251236.7537.650.91.34Fire Assay
NAL-UG-2516A26.7627.260.56.86Aqua Regia
NAL-UG-251747.2548.2515.43Aqua Regia
NAL-UG-251749.5500.51.23Aqua Regia
NAL-UG-2517A505111.74Aqua Regia
NAL-UG-2517A5151.50.57.16Aqua Regia
NAL-UG-2517A5252.50.51.35Aqua Regia
NAL-UG-251951.0551.550.592.9Aqua Regia
NAL-UG-252139.6840.220.5475.5Aqua Regia
NAL-UG-252240.2241.120.91.07Aqua Regia
NAL-UG-252340.5541.050.532.8Aqua Regia
NAL-UG-252549.5500.59.4Aqua Regia

# True thickness estimated to be 50-95% of apparent thickness

Table 2: Anomalous Surface Dilling Intersections

Hole IDFrom (m) To (m)Interval (m)Au (g/t)
NAL-S-2501204.52050.50.62
NAL-S-2501205205.60.60.53
NAL-S-2501233.3233.80.50.34
NAL-S-2501426.55427.450.90.35
NAL-S-2502228.12228.80.680.47
NAL-S-2503395.4395.90.50.9
NAL-S-2503468.32468.820.50.39
NAL-S-2503501.15501.650.50.45
NAL-S-2504237.21237.710.50.46

# True thickness estimated to be 50-95% of apparent thickness

Sampling and QAQC Disclosure

Underground Core Drilling

NQ drill core is whole core sampled across selected intervals. Samples were placed into thick polymer bags with a unique numbered sample ticket. All samples were prepared at ALS Geochemistry's containerised preparation laboratory at Nalunaq mine, before being packaged and shipped to ALS Loughrea for analysis. Later samples were also sent for assaying within the newly commissioned on site assaying facility.

Surface Core Drilling

NQ drill core was cut in half using a diamond blade core saw. Core was selectively sampled and cut-lines were consistently drawn 5 degrees below the orientation line (if present), otherwise along the core foliation axis and the right-hand side of the core was sampled. Samples were placed into thick polymer bags with a unique numbered sample ticket. All samples were prepared at ALS Geochemistry's containerised preparation laboratory at Nalunaq mine, before being packaged and shipped to ALS Loughrea for analysis.

Sample preparation scheme PREP-31BY was used on all samples. This involves crushing to 70% under 2 mm, rotary splitting off 1 kg, and pulverizing the split to better than 85% passing 75 microns. Samples were then analysed by 50 g fire assay with method Au-AA26 which has a detection limit of 0.01 ppm Au. Samples containing visible gold were assayed with screen-metallics fire assay technique Au-SCR24 which has a detection limit of 0.05 ppm Au. This involves screening 1 kg of pulverised sample to 106 microns followed by a gravimetric assay of the entire plus fraction and a duplicate 50 g AAS assay of the minus fraction.

As for October 2025, Amaroq has commissioned an onsite Aqua Regia assaying laboratory managed and administered by ALS Geochemistry. The sample preparation of these samples is identical as with the fire or screen fir assaying. Following this, the sample is digested in a mixture of 3 parts hydrochloric acid and 1 part of nitric acid (aqua regia). This acid mixture generates nascent chlorine and nitrosyl chloride, which will dissolve free gold and gold compounds such as calaverite, AuTe2.

Samples must be finely pulverised to ensure that the gold particles are liberated from the gangue and able to react with the acid. 

The dissolved gold is complexed and extracted into an organic solvent. Finally, the gold is determined by flame AAS.

Amaroq's QA/QC programme consists of the systematic insertion of certified reference materials of known gold content, coarse blanks, and prep duplicates (coarse and pulp) at a rate of 1 in 20 or 5% per QA/QC type. In addition, ALS insert blanks and standards into the analytical process. No QAQC issues were noted with the results reported herein.

Enquiries:

Amaroq Ltd. C/O        

Ed Westropp, Head of BD and Corporate Affairs                         

+44 (0)7385 755711

Eddie Wyvill, Corporate Development                         

+44 (0)7713 126727

Panmure Liberum Limited (Nominated Adviser and Corporate Broker)

Scott Mathieson

Freddie Wooding

+44 (0) 20 7886 2500

Canaccord Genuity Limited (Corporate Broker)

James Asensio

Harry Rees

+44 (0) 20 7523 8000

Camarco (Financial PR)

Billy Clegg

Elfie Kent

Fergus Young

+44 (0) 20 3757 4980

Further Information:

About Amaroq

Amaroq’s principal business objectives are the identification, acquisition, exploration, and development of gold and strategic metal properties in South Greenland. The Company’s principal asset is a 100% interest in the Nalunaq Gold mine. The Company has a portfolio of gold and strategic metal assets in Southern Greenland covering the two known gold belts in the region as well as advanced exploration projects at Stendalen and the Sava Copper Belt exploring for Strategic metals such as Copper, Nickel, Rare Earths and other minerals. Amaroq is continued under the Business Corporations Act (Ontario) and wholly owns Nalunaq A/S, incorporated under the Greenland Companies Act.

Neither TSX Venture Exchange nor its Regulation Services Provider (as that term is defined in policies of the TSX Venture Exchange) accepts responsibility for the adequacy or accuracy of this release.

Forward-Looking Information

This press release contains forward-looking information within the meaning of applicable securities legislation, which reflects the Corporation's current expectations regarding future events and the future growth of the Corporation's business. In this press release there is forward-looking information based on a number of assumptions and subject to a number of risks and uncertainties, many of which are beyond the Corporation's control, that could cause actual results and events to differ materially from those that are disclosed in or implied by such forward-looking information. Such risks and uncertainties include but are not limited to the factors discussed under "Risk Factors" in the Final Prospectus available under the Corporation's profile on SEDAR at Any forward-looking information included in this press release is based only on information currently available to the Corporation and speaks only as of the date on which it is made. Except as required by applicable securities laws, the Corporation assumes no obligation to update or revise any forward-looking information to reflect new circumstances or events. No securities regulatory authority has either approved or disapproved of the contents of this press release. Neither TSX Venture Exchange nor its Regulation Services Provider (as that term is defined in policies of the TSX Venture Exchange) accepts responsibility for the adequacy or accuracy of this release.

Inside Information

This announcement contains information for the purposes of Article 7 of the UK version of Regulation (EU) No. 596/2014 on Market Abuse ("UK MAR"), as it forms part of UK domestic law by virtue of the European Union (Withdrawal) Act 2018, and Regulation (EU) No. 596/2014 on Market Abuse ("EU MAR").

Qualified Person Statement

The technical information presented in this press release has been approved by James Gilbertson CGeol, VP Exploration for Amaroq and a Chartered Geologist with the Geological Society of London, and as such a Qualified Person as defined by NI 43-101.

Mr. Gilbertson has reviewed and approved the scientific and technical information contained in this news release. Specifically, Mr Gilbertson has reviewed the sampling and analytical procedures described and considers the data to be reliable for the purpose of this disclosure.



EN
04/12/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on AMAROQ LTD.

 PRESS RELEASE

Nanoq drilling results confirm significant gold copper mineralisation

Nanoq drilling results confirm significant gold copper mineralisation Reykjavík, Dec. 10, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Amaroq Ltd.(“Amaroq” or the “Company”) Nanoq drilling results confirm significant gold coppermineralisation **Consistent grade within multiple stacked zones and identification of identical, parallel structures**–**Intersections up to 187.4 g/t Au over 1.5m1 and up to 1.1% Cu over 0.5m2 at shallow depths**–**Webcast presentation hosted at 14.00GMT, details contained in the release** TORONTO, ONTARIO – 10 December 2025 – Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX...

 PRESS RELEASE

Nanoq borniðurstöður staðfesta verulegt magn gulls og kopar

Nanoq borniðurstöður staðfesta verulegt magn gulls og kopar Reykjavík, Dec. 10, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Nanoq borniðurstöður staðfesta verulegt magn gulls og kopar **Stöðugt magn gulls í stórum samsíða jarðlögum**  **Gull og kopar styrkleiki 187,4 g/t Au yfir 1.5m1 og allt að 1,1% Cu yfir 0.5m2** **Streymt verður frá kynningu á niðurstöðum kl. 14:00, nánari upplýsingar má finna hér fyrir neðan** Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF) tilkynnir með ánægju niðurstöður rannsóknastarfs ársins 2025 á Nanoq-svæðinu í austurhluta Nanortalik gullbeltisins í Suður-Grænla...

 PRESS RELEASE

Total Voting Rights and Notification of Transactions of Persons Discha...

Total Voting Rights and Notification of Transactions of Persons Discharging Managerial Responsibilities (PDMR) Reykjavík, Dec. 04, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Amaroq Ltd.(“Amaroq” or the “Company”) Total Voting Rights and Notification of Transactions of Persons Discharging Managerial Responsibilities (PDMR) TORONTO, ONTARIO – 04 December 2025 – Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF), an independent mine development corporation focused on unlocking Greenland’s mineral potential, announces that, following the issue of 107,078 additional common shares under the Company’s...

 PRESS RELEASE

Successful 2025 Nalunaq gold mine drilling programme - 1,840 g/t of go...

Successful 2025 Nalunaq gold mine drilling programme - 1,840 g/t of gold over 0.5m in Mountain Block derisks near-term production and expansion of the Main Vein at depth Reykjavík, Dec. 04, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Amaroq Ltd.(“Amaroq” or the “Company”) Successful 2025 Nalunaq gold mine drilling programme - 1,840 g/t of gold over 0.5m1 in Mountain Block derisks near-term production and expansion of the Main Vein at depth TORONTO, ONTARIO – 04 December 2025 – Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF), an independent mine development corporation focused on unlocking Gre...

 PRESS RELEASE

Árangursríkt borunarverkefni í Nalunaq – 1.840 g/t gull yfir 0,5 m í M...

Árangursríkt borunarverkefni í Nalunaq – 1.840 g/t gull yfir 0,5 m í Mountain Block dregur úr áhættu við námuvinnslu og staðfestir framlengingu á meginæðinni Reykjavík, Dec. 04, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Árangursríkt borunarverkefni í Nalunaq – 1.840 g/t gull yfir 0,5 m í Mountain Block dregur úr áhættu við námuvinnslu og staðfestir framlengingu á meginæðinni  Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF), tilkynnir með ánægju niðurstöður úr árangursríkum rannsóknarborunum í Nalunaq gullnámunni árið 2025. James Gilbertson, yfirmaður rannsókna hjá Amaroq:„Ég er mjög án...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch