AMRQ AMAROQ MINERALS LTD.

Amaroq verður stærsti leyfishafinn á Grænlandi

Amaroq verður stærsti leyfishafinn á Grænlandi

TORONTO, ONTARIO, Oct. 31, 2023 (GLOBE NEWSWIRE) -- („Amaroq“ eða „fyrirtækið“ eða „félagið“)

Amaroq verður stærsti leyfishafinn á Grænlandi

Tvö ný leyfi veitt til námurannsókna á Suður-Grænlandi

Með þessu nemur heildarleitarsvæðið nú 9.785,56 km2

TORONTO, ONTARIO – 31. október 2023 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSXV, NASDAQ First North: AMRQ), auðlindafélag með víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Suður-Grænlandi, hefur nú verulega auknar heimildir til námurannsókna, þökk sé tveimur nýjum námurannsóknaleyfum frá ríkisstjórn Grænlands.

Helstu atriði

  • Tvö ný leyfi til námurannsókna á alls 1.916,81 km2 svæði, með áherslu á að framlengja fyrirliggjandi rannsóknarsvæði Amaroq Minerals.
  • Með nýju heimildunum er fyrirtækið handhafi leyfa sem ná til alls 9.785,56 km2 og er stærsti leyfihafinn á Grænlandi
  • Með nýja leitarsvæðinu stækkar heildarrannsóknasvæði félagsins og nær það yfir meirihluta kopar-/IOCG-málmgrýtisbeltisins sem félagið er búið að sýna fram á að geti verið á Suður-Grænlandi.



Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, sagði:

„Þessi tvö nýju, spennandi og vænlegu námurannsóknaleyfi eru enn eitt merkið um framtíðarsýn okkar og trú okkar á Grænlandi sem uppsprettu dýrmætra jarðefna. Það er mér sönn ánægja að tilkynna stöðu Amaroq sem stærsta leyfishafa á Grænlandi, en nú erum við með sérleyfi sem nær til meirihluta kopar-/IOCG-málmgrýtisbeltisins

Þessi þróun er í samræmi við stefnuna um að tryggja okkur heimildir til jarðefnaleitar í beltum með gulli og öðrum dýrmætum jarðefnum á Suður-Grænlandi, til viðbótar við leyfin sem við höfum þegar á hendi. Við hyggjumst nota leyfin til að leita að kopar og öðrum verðmætum jarðefnum(Rear earth elements) ásamt samstarfsaðila okkar, GCAM.“

Ný leyfi Amaroq

Amaroq Minerals hefur tryggt sér tvö ný leyfi til jarðefnaleitar á Suður-Grænlandi sem nema 1.916,81 km2 að heildarstærð. Þar með er fyrirtækið orðið stærsti einstaki handhafi rannsóknar- og vinnsluheimilda á Grænlandi, með alls 9.785,56 km2 svæði. Nýju leyfin tvö taka til:

  • Nunarsuit – sem tengir saman mögulega koparvinnslu í Sava við fyrirliggjandi Josva-koparnámuna í Kobbermineburgt til vesturs, auk þess að taka til Nunarsuit, ókannaðs svæðis í Görðum, þar sem vitað er að sjaldgæf jarðefni og aðrir dýrmætir málmar (Rear earth elements) kunni að finnast, og
  • Paatusoq West – sem er vestur af Paatusaq í Görðum og þar sem möguleiki er á sjaldgæfum jarðefnum og öðrum dýrmætum málmum (Rear earth elements).

Nú er fyrirtækið handhafi mikils meirihluti vinnsluleyfa á nýlega skilgreinda koparvinnslusvæðinu frá Kobberminebugt í vestri til Norður-Sava í austri. Á svæðinu kann að finnast kopar og mikilvægar jarðefnamyndanir á heimsmælikvarða, í formi skarns, IOCG- og porphry jarðlíkana módela. Þessi leyfi taka jafnframt til svæða á Gardaq-steinefnabeltinu með umtalsverðum möguleikum á vinnslu verðmætra málma (Rear earth elements), svo sem Kvanefjeld og Tanbreez. Á næstu árum hyggst Amaroq halda rannsóknarverkefnum sínum áfram með tilstilli þessara og annarra leyfa í samstarfsverkefni sínu með GCAM.

Fyrirspurnir:

Amaroq Minerals Ltd.

Eldur Ólafsson, forstjóri

Eddie Wyvill, viðskiptaþróun

+44 (0)7713 126727

Stifel Nicolaus Europe Limited (tilnefnt sem ráðgjafarfyrirtæki og verðbréfamiðlari)

Callum Stewart

Varun Talwar

Simon Mensley

Ashton Clanfield

+44 (0) 20 7710 7600

Panmure Gordon (UK) Limited (sameiginlegur verðbréfamiðlari)

John Prior

Hugh Rich

Dougie Mcleod

+44 (0) 20 7886 2500

Camarco (fjármálaupplýsingagjöf)

Billy Clegg

Elfie Kent

Charlie Dingwall

+44 (0) 20 3757 4980

Fyrir fréttir af fyrirtækinu:

Fylgist með @Amaroq_Minerals á X (áður Twitter)

Fylgist með Amaroq Minerals Ltd. á LinkedIn

Frekari upplýsingar:

Um Amaroq Minerals

Helstu viðskiptamarkmið Amaroq Minerals eru að finna, rannsaka og þróa námur með gulli og öðrum verðmætum málmum á Grænlandi. Helsta eign fyrirtækisins er 100% eignarhlutur í Nalunaq-verkefninu, námugreftri á rannsóknarstigi sem er vel á veg kominn og með vinnsluleyfi sem tekur meðal annars til Nalunaq-gullnámunnar þar sem gröftur var stundaður áður. Fyrirtækið er með leyfi til að vinna gull og aðra verðmæta málma úr jörðu á Suður-Grænlandi, meðal annars úr gullbeltunum tveimur sem vitað er um á svæðinu. Amaroq Minerals er stofnsett samkvæmt kanadískum fyrirtækjalögum og er eini eigandi Nalunaq A/S, sem er stofnsett samkvæmt grænlenskum lögum um hlutafélög.

Hvorki TSX Venture Exchange né eftirlitsaðili kauphallarinnar (samkvæmt skilgreiningu í reglum TSX Venture Exchange) ábyrgist að upplýsingarnar í þessari tilkynningu séu fullnægjandi eða réttar.

Innherjaupplýsingar

Í þessari tilkynningu eru engar innherjaupplýsingar.

Yfirlýsing hæfs aðila

Tæknilegu upplýsingarnar í þessari fréttatilkynningu voru samþykktar af James Gilbertson CGeol, sem er framkvæmdastjóri rannsókna hjá Amaroq Minerals og jarðfræðingur við Geological Society of London, og telst sem slíkur vera hæfur aðili í skilningi NI 43-101.



EN
31/10/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on AMAROQ MINERALS LTD.

 PRESS RELEASE

Holding(s) in Company

Holding(s) in Company Reykjavík, July 08, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- TR-1: Standard form for notification of major holdings NOTIFICATION OF MAJOR HOLDINGS 1a. Identity of the issuer or the underlying issuer of existing shares to which voting rights are attached:Amaroq Minerals Ltd.1b. Please indicate if the issuer is a non-UK issuer (please mark with an “X” if appropriate)Non-UK issuerX2. Reason for the notification (please mark the appropriate box or boxes with an “X”)An acquisition or disposal of voting rightsXAn acquisition or disposal of financial instruments An event changing the break...

 PRESS RELEASE

Company name change to Amaroq Ltd.

Company name change to Amaroq Ltd. Reykjavík, July 08, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- (“Amaroq” or the “Corporation” or the “Company”) Company name change to Amaroq Ltd. TORONTO, ONTARIO - 08 July, 2025 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSXV, NASDAQ Iceland: AMRQ), an independent mine development corporation focused on unlocking Greenland’s mineral potential, announces that, following shareholder approval of a special resolution at Amaroq’s annual general and special meeting held on June 13, 2025 to change the name of the Company, it plans to file Articles of Amendment to change its name to Amaroq...

 PRESS RELEASE

Commencement of Trading on OTCQX in the U.S.

Commencement of Trading on OTCQX in the U.S. Reykjavík, July 01, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Amaroq Minerals Ltd. (“Amaroq” or the “Company”) Commencement of Trading on OTCQX in the U.S. TORONTO, ONTARIO – 1 July 2025 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ), an independent mine development corporation focused on unlocking Greenland’s mineral potential, is pleased to announce that it has been approved to trade on the OTCQX ® Best Market ("OTCQX") in the United States of America ("United States" or "U.S."). Trading on OTCQX will commence at the market open today under the ...

 PRESS RELEASE

Holding(s) in Company

Holding(s) in Company Reykjavík, June 30, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- TR-1: Standard form for notification of major holdings 1a. Identity of the issuer or the underlying issuer of existing shares to which voting rights are attached:Amaroq Minerals Ltd.1b. Please indicate if the issuer is a non-UK issuer (please mark with an “X” if appropriate)Non-UK issuerX2. Reason for the notification (please mark the appropriate box or boxes with an “X”)An acquisition or disposal of voting rights An acquisition or disposal of financial instruments An event changing the breakdown of voting rightsXOther (pl...

 PRESS RELEASE

Closing of Fundraising and Admission

Closing of Fundraising and Admission Reykjavík, June 30, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Amaroq Minerals Ltd. (“Amaroq” or the “Company”) Closing of Fundraising and Admission TORONTO, ONTARIO – 30 June 2025 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ), an independent mine development corporation focused on unlocking Greenland’s mineral potential, today announces further to its announcements on 11 and 12 June 2025, the closing of its fundraising pursuant to which it raised gross proceeds of approximately £45.0 million (C$83.2 million, ISK 7.6 billion) through a placing of 52,986,0...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch