EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar

Eik fasteignafélag hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samþykkt endurkaupaáætlun í samræmi við stefnu félagsins um arðgreiðslu og endurkaup.

Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar byggir á heimild sem stjórn var veitt á hluthafafundi 12. desember 2018 til að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. 

Samkvæmt endurkaupaáætluninni mun félagið kaupa allt að 75.000.000 hluti, sem jafngildir um 2,16% af útgefnu hlutafé. Ekki verða keyptir hlutir fyrir meira en kr. 500.000.000. Heimild til endurkaupa gildir til 12. júní 2020.

Endurkaupin verða framkvæmd af Kviku banka hf. sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. Framkvæmd endurkaupaáætlunar hefst 12. mars 2020 verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir.

Félagið á nú 42.617.000 hluti í sjálfu sér en áður hafði verið tilkynnt um að eigin hlutir væru 42.683.000, leiðréttist það hér með.

Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 820-8980 og í netfangi: .

EN
10/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár Lækkun hlutafjár Eikar fasteignafélags hf. um 21.663.435 kr. að nafnverði hefur verið skráð í fyrirtækjaskrá. Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins úr 3.423.868.435 kr. að nafnverði í 3.402.200.000 kr. að nafnverði. Lækkunin tekur eingöngu til eigin hluta félagsins sem það eignaðist á árinu 2024 með kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun á grundvelli heimildar aðalfundar sem var samþykkt á aðalfundi 11. apríl 2024. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir e...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the ...

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the first three months 2025 Condensed Interim Financial Statement of Eik fasteignafélag hf. the period 1. January to 31. March 2025 was approved by the Board of Directors and the CEO on 8th of May 2025 The main results from the Condensed Interim Financial Statements are as follows: Income from operations amounted to ISK 2,964 million Thereof, rental income amounted to ISK 2,589 million and has increased 9.5% between years. Operating profit before changes in fair value, sales gain and depreciation and amortization amount...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársin...

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025 Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 8. maí 2025. Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru: Rekstrartekjur námu 2.964 m.kr. Þar af námu leigutekjur 2.589 m.kr. og aukast um 9,5% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 1.817 m.kr.Heildarhagnaður nam 1.366 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.038 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 147.606 m.kr. Bókfært virði e...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025 Eik fasteignafélag hf. mun birta árshlutauppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 8. maí nk. Kynningarfundur verður haldinn á Vox Club á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 9. maí nk. klukkan 8:30. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:00. Fundinum verður einnig streymt á netinu og verður tengill vegna þess sendur út samhli...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Leiðrétting - niðurstöður aðalfundar 2025

Eik fasteignafélag hf.: Leiðrétting - niðurstöður aðalfundar 2025 Meðfylgjandi eru niðurstöður aðalfundar félagsins árið 2025 þar sem skýrt hefur verið undir lið 2. hver arður á hlut er. Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch