A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Björn Einarsson nýr framkvæmdastjóri Sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip á Íslandi

Björn Einarsson nýr framkvæmdastjóri Sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip á Íslandi

Skipulagsbreytingar verða gerðar hjá Eimskip í dag þar sem Björn Einarsson verður framkvæmdastjóri á nýju samþættu Sölu og viðskiptastýringarsviði. Sviðinu tilheyra viðskiptaeiningarnar innflutningur og útflutningur sem áður tilheyrðu Sölusviði og flutningsmiðlunin TVG-Zimsen sem er dótturfélag Eimskips.

Markmið breytinganna er að einfalda skipulag og ná fram samþættingu í öflugu þjónustuframboði og vörumerkjum félagsins, áframhaldandi hagræðing ásamt því að efla enn frekar sókn með heildar lausnir fyrir markaðinn.

Í tengslum við þessar skipulagsbreytingar mun fækka um 14 stöðugildi hjá Eimskip og TVG-Zimsen.

Breytingarnar taka gildi nú þegar.

Stjórnendur á nýja sviðinu eru auk Björns, Sara Pálsdóttir sem leiðir Innflutning, Sigurður Orri Jónsson sem leiðir Útflutning og Elísa D. Björnsdóttir sem tekur við sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen af Birni Einarssyni á þessum tímamótum. Þá leiðir Arndís Aradóttir Tollskýrslugerð og farmskrá og Andrés Björnsson mun leiða Viðskiptaþróun og kostnaðareftirlit.

Samhliða þessum breytingum hefur félagið komist að samkomulagi við Matthías Matthíasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Sölusviðs, um að láta af störfum og eru honum færðar þakkir fyrir framlag sitt til félagsins. 

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri:

„Með þessari breytingu erum við að einfalda skipulag og verðum betur í stakk búin til að auka snerpu í samskiptum og þjónustu við viðskiptavini okkar. Við höldum áfram á vegferð hagræðingar og samþættingar á sama tíma og við eflum slagkraftinn í sókninni. Þá verðum við í enn betri stöðu til að veita viðskiptavinum, fyrirtækjum og einstaklingum, góða þjónustu og heildarlausnir sem byggja meðal annars á gámasiglingakerfinu okkar sem er það öflugasta til og frá Íslandi.“

Björn Einarsson, framkvæmdastjóri Sölu og viðskiptastýringarsviðs:

„Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við tækifærin sem felast í samþættingunni á nýju sviði. Með öflugri liðsheild okkar reynslumikla starfsfólks, sterkum vörumerkjum og þeim styrku stoðum sem félagið okkar byggir á munum við viðhalda góðri þjónustu en jafnframt sækja fram af metnaði og bjóða uppá bestu lausnir hverju sinni fyrir viðskiptavini okkar og markaðinn í heild sinni.“

Björn Einarsson hefur starfað hjá Eimskip og dótturfélögum í 14 ár m.a. sem framkvæmdastjóri Eimskips í Evrópu með aðsetur í Hollandi en síðustu árin hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen og hefur því víðtæka þekkingu á starfsemi félagsins á alþjóðavísu og flutningageiranum.

Björn, sem er fimm barna faðir, er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og er giftur Kötlu Guðjónsdóttur.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir,  markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða

Viðhengi

EN
18/02/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Eimskipafélag Íslands hf. has again received summons from Alcoa Fjarðaál sf., with reference to the subject matter of the Icelandic Competition Authority’s decision no. 33/2023, which concerned the period 2008-2013. The summons is against Samskip hf., Samskip Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. as well as Eimskipafélag Íslands hf. This time round the companies are being summoned in solidum for recognition of liability for compensation, without an amount. In May 2025 Alcoa decided to suspend its case against Eimskip and pay the litigation cost. This new case relates ...

 PRESS RELEASE

Tilkynning frá Eimskip

Tilkynning frá Eimskip Eimskipafélagi Íslands hf. hefur aftur borist stefna frá Alcoa Fjarðaáli sf., vegna meints tjóns stefnanda af sakarefni ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023, sem laut að árunum 2008-2013, á hendur Samskipum hf., Samskipum Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. auk Eimskipafélags Íslands hf. Í þetta skiptið er stefnt til viðurkenningar á óskiptri bótaskyldu, án fjárhæðar. Alcoa tók ákvörðun í maí síðastliðnum að fella niður skaðabótamál gegn Eimskip og greiða félaginu málskostnað. Hefur félagið nú höfðað mál að nýju vegna þessa, þó þannig að nú er engin fjárkrafa ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 50 2025 Eimskip purchased 175,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 45,570,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price8.12.202510:2735,0002689,380,0009.12.202513:5435,0002639,205,00010.12.202510:0435,0002629,170,00011.12.202510:2635,0002589,030,00012.12.202510:1435,0002518,785,000 The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 50. viku 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 175.000 eigin hluti fyrir ISK 45.570.000 eins og hér segir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverð8.12.202510:2735.0002689.380.0009.12.202513:5435.0002639.205.00010.12.202510:0435.0002629.170.00011.12.202510:2635.0002589.030.00012.12.202510:1435.0002518.785.000 Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó...

 PRESS RELEASE

Eimskip's Financial Calendar 2026

Eimskip's Financial Calendar 2026 Eimskip's Financial Calendar 2026 Management financial results for 2025    28. January 2026Fourth quarter 2025, Financial results for 2025 and sustainability statement 3 March 2026Annual General Meeting 202626 March 2026First quarter 2026                                     5 May 2026Second quarter 2026                                  25 August 2026Third quarter 2026                                   13 November 2026Management financial results for 2026    2 February 2027Fourth quarter 2026, Financial results for 2026 and sustainabili...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch