A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip: Afkoma annars ársfjórðungs 2025

Eimskip: Afkoma annars ársfjórðungs 2025

Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs

Afkoma annars ársfjórðungs var ágæt og einkenndist af auknu magni í gámasiglingakerfinu, miklum umsvifum í annarri flutningstengdri starfsemi en veruleg lækkun á alþjóðlegum flutningsverðum hafði áhrif á afkomu í alþjóðlegri flutningsmiðlun félagsins.

  • Magn í siglingakerfinu óx um 7,9% á fjórðungnum og var magn umtalsvart meira en undanfarna fjórðunga en hins vegar höfðu lægri meðalverð þau áhrif  að tekjuvöxtur var lægri en magnaukning.
  • Í alþjóðlegri flutningsmiðlun félagsins minnkaði magnið lítillega en hins vegar var fjórðungurinn litaður af mikilli lækkun á alþjóðlegum flutningsverðum og óvissu vegna samningaviðræðna um tolla á inn- og útflutning Bandaríkjanna sem hafði áhrif á afkomu þessarar starfsemi félagsins.
  • Afkoma af annarri flutningstengdri starfsemi var góð á tímabilinu. Aukin umsvif skiluðu góðum árangri í landflutningum og á sama tíma var stígandi í vöruhúsastarfsemi en hins vegar var hafnarstarfsemi félagsins ívið minni á fjórðunginum samanborið við fyrra ár, auk þess sem einskiptiskostnaður vegna kjarasamninga féll til á tímabilinu.

Tekjur námu 201,1 milljónum evra og lækkuðu um 6,1 milljónir evra eða 2,9% samanborið við annan ársfjórðung 2024.

Rekstrarkostnaður nam 179,9 milljónum evra og lækkaði um 3,8 milljónir evra eða 2,0% frá fyrra ári.

  • Launakostnaður jókst um 3,8 milljónir evra milli ára sem jafngildir 10,0% hækkun sem kemur að mestu til vegna kjarasamningsbundinna launahækkana. Kostnaður að undanskildum launahækkunum lækkaði um 5,1%.

EBITDA fjórðungsins nam 21,2 milljónum evra samanborið við 23,5 milljónir evra á sama tímabili 2024, sem er lækkun um 9,8%. EBITDA hlutfall var 10,5% samanborið við 11,3% á sama fjórðungi fyrra árs.

Afkoma eftir skatta var 4,5 milljónir evra á fjórðungnum samanborið við 7,9 milljónir evra á sama tímabili í fyrra og skýrist breytingin helst af, auk ofangreindra þátta, lækkun í afkomu hlutdeildarfélaga vegna veikingar bandaríkjadollars á móti evru.

VILHELM MÁR ÞORSTEINSSON, FORSTJÓRI

Við erum nokkuð ánægð með afkomu annars ársfjórðungs þá sérstaklega ef miðað við þá óvissu og sviptingar á alþjóðamörkuðum sem einkenndu fjórðunginn.  EBITDA fjórðungsins nam 21,2 milljónum evra sem er lækkun frá 23,5 milljónum evra á sama fjórðungi í fyrra. Það er ánægjulegt að sjá áframhaldandi stöðugt sjóðstreymi frá rekstri og sterka sjóðstöðu í lok tímabilsins.

 Það var sterkt magn í siglingakerfinu okkar og góður vöxtur á milli tímabila sem skilar bættri afkomu á fjórðunginum í þeim hluta starfseminnar, þó ekki í línu við magnaukninguna þar sem flutningsverð hafa ekki haldið í við aðrar verðlags- og launahækkanir. Eimskip er leiðandi flutningafélag á Norður-Atlantshafi með sterka tengingu við alþjóðlega markaði og félagið varð því ekki undanskilið þeim óvissuáhrifum sem einkenndu alþjóðaviðskipti á tímabilinu en þar vógu þungt viðræður og samningar stjórnvalda í Bandaríkjunum um hækkun tolla sem mörkuðu svo sannarlega fjórðunginn. Áhrifanna gætir einna helst í alþjóðlegri flutningsmiðlunarstarfsemi félagsins þar sem magn minnkaði lítillega en veruleg lækkun á alþjóðlegum flutningsverðum var þó ráðandi þáttur í lækkun tekna og framlegðar þar. Það var jákvætt að sjá áframhaldandi aukin umsvif í annarri flutningstengdri starfsemi með góðum árangri í landflutningum og stígandi umsvifum í vöruhúsum. Hins vegar voru umsvifin í hafnarstarfseminni ívið minni á fjórðunginum samanborið við fyrra ár, auk þess sem einskiptiskostnaður vegna kjarasamningshækkana féll til á tímabilinu.

Nú á þriðja ársfjórðungi var tekin ákvörðun um að selja Lagarfoss og fækka, að minnsta kosti tímabundið, um eitt skip í rekstri og gert er ráð fyrir að afhenda skipið til nýs eigenda upp úr miðjum september. Þetta er liður í að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum, svo sem vegna tímabundinnar lokunar á starfsemi PCC á Bakka, auk þess að draga úr kostnaði við siglingakerfið í heild sinni. Rekstur sérstaks strandflutningaskips hefur reynst krefjandi vegna ýmissa ytri þátta svo sem vegna verulegra hækkana á sköttum og opinberum gjöldum (kolefnisgjöld og ETS) sem hafa aukist úr 43 milljónum á árinu 2023 í áætlaðar 170 milljónir á ári frá og með 2026. Þar að auki hafa hafnar- og vörugjöld hækkað verulega og launakostnaður vaxið umfram grunnhækkun almennra kjarasamninga vegna sértækra liða. Samhliða afhendingu á Lagarfossi munu verða breytingar á sérhæfðum strandsiglingum, að minnsta kosti tímabundið, og umfang sjóflutninga minnka en markmið félagsins mun eftir sem áður vera að þjónusta landsbyggðina með framúrskarandi hætti. Unnið er hefur verið að breyttu fyrirkomulagi og stendur sú vinna enn yfir og félagið hefur haldið viðskiptavinum upplýstum um framvinduna.

Ánægjulegt var að í síðustu viku tilkynntum við að frá og með 1. september verði bætt við vikulegri viðkomu í Rotterdam í Hollandi á gulu siglingarleiðinni. Með breytingunni opnast bein tenging frá Vestmannaeyjum og Þórshöfn í Færeyjum til Rotterdam, auk þess sem Reyðarfjörður tengist í gegnum Færeyjar. Breytingin hefur fengið góð viðbrögð frá viðskiptavinum okkar og eflir nýja tengingin útflutning íslensks og færeysks sjávarfangs, styður ört vaxandi laxeldi og bætir þjónustu við frystar og saltaðar afurðir.

Samfélagsábyrgð er órjúfanlegur hluti af starfsemi Eimskips og við leggjum ríka áherslu á að styðja þau samfélög sem við erum hluti af. Fyrr á þessu ári gerðist Eimskip bakhjarl KSÍ með þriggja ára samningi, til að styðja við alla starfsemi sambandsins, allt frá grasrótarverkefnum og afreksstarfi til landsliðanna. Sérstaklega var það ánægjulegt að styðja og hvetja kvennalandsliðið á EM í sumar og um leið leggja okkar af mörkum til að efla ásýnd og sýnileika kvennaknattspyrnunnar.

Í vor lauk fimmtu leiðtogaþjálfun Eimskips með útskrift 27 starfsmanna. Frá upphafi hafa 157 starfsmenn, frá 14 löndum, tekið þátt og lagt hefur verið upp með jöfnu kynjahlutfalli meðal þátttakenda. Það er einkar ánægjulegt að nú þegar hafa 68 þátttakendur fengið framgang í starfi og af þeim eru 39 konur sem sýnir árangur þess að skapa jöfn tækifæri til leiðtogastarfa innan félagsins.

Heilt yfir erum við nokkuð bjartsýn fyrir komandi mánuðum enda sjáum við venjubundnar árstíðarsveiflur í rekstrinum okkar þar sem annar og þriðji fjórðungur eru að jafnaði þeir umsvifamestu í starfseminni. Við gerum ráð fyrir áframhaldandi sterku magni í siglingakerfinu sem og góðum gangi í annarri flutningsþjónustu en þar að auki eru mestu umsvifin í umboðmennsku í þjónustu við skemmtiferðaskip á þriðja ársfjórðungi. Í alþjóðlegri flutningsmiðlun félagsins er búist við heldur meira magni en á nýliðnum ársfjórðungi en að alþjóðleg flutningsverð verði að meðaltali nokkuð lægri.“

KYNNINGARFUNDUR 27. ÁGÚST 2025

Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 27. ágúst kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig rafrænn og verður honum streymt beint á fjárfestasíðu Eimskips . Þar munu Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung. Uppgjörsgögn og upptöku af fundinum verður einnig hægt að nálgast á fjárfestasíðunni.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, sími: 844 4776, netfang:

Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími 844 4752, netfang:

TIL ATHUGUNAR FYRIR FJÁRFESTA

Eimskip vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar tilkynningin er fyrst birt og takmarkast gildi þeirra við sem segir í fyrirvara þessum.

Viðhengi



EN
26/08/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Second quarter 2025 results

Eimskip: Second quarter 2025 results Highlights of Q2 2025 results Solid results in a quarter characterized by strong volume in container liner services, high activity in Logistics but material decline in global freight rates affected margin in the Forwarding segment. Strong volume in the sailing system during the quarter which grew by 7.9%, considerably more than in the previous quarters. However volume grew more than revenue due to lower average prices.Despite modest volume decrease in international freight forwarding the quarter was marked by high volatility in global freight rates at ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Afkoma annars ársfjórðungs 2025

Eimskip: Afkoma annars ársfjórðungs 2025 Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungsAfkoma annars ársfjórðungs var ágæt og einkenndist af auknu magni í gámasiglingakerfinu, miklum umsvifum í annarri flutningstengdri starfsemi en veruleg lækkun á alþjóðlegum flutningsverðum hafði áhrif á afkomu í alþjóðlegri flutningsmiðlun félagsins. Magn í siglingakerfinu óx um 7,9% á fjórðungnum og var magn umtalsvart meira en undanfarna fjórðunga en hins vegar höfðu lægri meðalverð þau áhrif  að tekjuvöxtur var lægri en magnaukning. Í alþjóðlegri flutningsmiðlun félagsins minnkaði magnið lítillega en hin...

 PRESS RELEASE

Publishing of Eimskip's second quarter 2025 results

Publishing of Eimskip's second quarter 2025 results Eimskipafélag Íslands hf. will publish its second quarter 2025 results after market closing on Tuesday 26 August.  Investor meeting on 27 August 2025 Eimskip invites investors and market participants to a meeting where Vilhelm Thorsteinsson, CEO and Rósa Guðmundsdóttir, CFO, will present the results. The meeting will be held on Wednesday 27 August at 8:30 GMT at the Company’s headquarters, Sundabakki 2, second floor. The meeting will also be webcasted live in Icelandic on /investors. Investors can send questions before the meeting to th...

 PRESS RELEASE

Eimskip birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025

Eimskip birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 Eimskipafélag Íslands hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs eftir lokun markaða þriðjudaginn 26. ágúst 2025.  Kynningarfundur 27. ágúst 2025 Eimskip býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar þar sem Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum fjárfestasíðu félagsins /investors. Þar verður útbúinn sérstakur hlekkur áður en fundur hefs...

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip – sale of the vessel Lagarfoss

Announcement from Eimskip – sale of the vessel Lagarfoss Eimskip has reached an agreement to sell the vessel Lagarfoss. Lagarfoss was built in 2014 in China and was specifically designed for Eimskip’s shipping routes. The vessel has served the Company for over a decade and played a key role in its operations. Since the book value of the vessel exceeds the sale price, Eimskip will record a loss of sale of approximately EUR 3.4 million in the third quarter of 2025. The buyer of Lagarfoss is company Grupo Sousa, which is located in Madeira Portugal. The company is the owner of the shipping co...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch