Eimskip: Breytt framkvæmd aðalfundar
Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 25. mars kl. 16:00.
Fundurinn verður ekki haldinn á Grand Hótel eins og áður hafði verið kynnt, heldur sendur út gegnum fjárfestasíðu félagsins með sama hætti og Aðalfundurinn 2020. Þar verður útbúinn sérstakur hlekkur áður en fundur hefst. Upptaka verður einnig aðgengileg á fjárfestasíðunni að aðalfundi loknum.
Þessi breyting er ákveðin í ljósi þess að Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Fundir þar sem fleiri en 10 manns koma saman eru bannaðir. Eimskip er mikilvægt fyrirtæki i flutningaþjónustu og þarf á þessum fordæmalausum tímum að tryggja virkni flutningakeðjunnar og þjónustu við viðskiptavini og landsmenn alla. Vegna þessa biður stjórn félagsins hluthafa um að mæta ekki á fundinn heldur kjósa fyrirfram og skriflega um tillögur fundarins og veita fundarstjóra umboð til að kjósa á fundinum fyrir sína hönd.
Skrifleg fyrirfram kosning
Atkvæðaseðill með umboði er hjálagt og aðgengilegur á heimasíðu félagsins:
Frestur hluthafa til að kjósa skriflega hefur verið lengdur. Atkvæðaseðlar, undirritaðir, dagsettir og með undirritun tveggja vitundarvotta skal skanna og senda félaginu gegnum eigi síðar en kl. 14:00 þann 25. mars 2021.
Allar nánari upplýsingar veita:
Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á
Davíð Ingi Jónsson, regluvörður í síma 825-7210 eða
Viðhengi