A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

EIMSKIP: EBITDA á fyrsta ársfjórðungi undir væntingum

EIMSKIP: EBITDA á fyrsta ársfjórðungi undir væntingum

Samkvæmt drögum að stjórnendauppgjöri fyrir ársfjórðung 2020 lítur út fyrir að EBITDA sé á bilinu 9.0-9.5 milljónir evra samanborið við 13.2 milljónir evra á síðasta ári (5,0-5,5 milljónir evra samanborið við 10,6 milljónir evra án áhrifa IFRS 16). Rekstrarniðurstaða á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var mjög góð og þrátt fyrir að ekki hafi verið búist við sambærilegri niðurstöðu á fyrsta fjórðungi þessa árs, þá er hún samt undir væntingum.

Rekstur fyrsta ársfjórðungs þessa árs var nokkuð sveiflukenndur eins og tilkynnt var fyrr á árinu þegar afkomuspá félagsins var afnumin. Janúar fór ágætlega af stað, febrúar var hins vegar talsvert undir áætlun en mars í takti við væntingar. Magn í siglingakerfum félagsins var 5.0% minna en á sama tímabili síðasta árs. Þrátt fyrir að innflutningsmagn til Íslands hafi verið lægra en síðasta ár var það engu að síður í takti við væntingar. Hins vegar var útflutningsmagn frá Íslandi og Færeyjum töluvert undir væntingum sem skýrist einna helst með minni veiðum og minni útflutningi á ferskum laxi  vegna minna flutningsframboðs í fraktflugi til Kína vegna COVID-19. Að auki var einskiptiskostnaður vegna afhendingar á frystiflutningsskipum í Noregi, sem seld voru í lok síðasta árs,  töluvert hærri en gert var ráð fyrir. Magn í flutningsmiðlun minnkaði um 7% milli fjórðunga. Frystiflutningsmiðlun hélt ágætlega þrátt fyrir áskoranir tengdum búnaði, minnkun á flutningsgetu hjá stóru alþjóðlegu skipafélögunum og vegna stíflu í gámaflæði í Kína vegna COVID-19.

Ráðist hefur verið í ýmsar hagræðingaraðgerðir það sem af er ári

Fyrirtækið hefur stigið mörg skref á vegferð sinni að hagræða og samþætta í rekstri. Helstu aðgerðir sem ráðist hefur verið í á árinu til þessa eru:

  • Fjölda stöðugilda hjá Eimskip samstæðunni hefur fækkað um 170 í öllum lögum fyrirtækisins, þar með talið stjórnendum. Þetta jafngildir 10% fækkum stöðugilda frá upphafi árs.
  • Gámasiglingakerfi félagsins hefur verið tímabundið aðlagað sem gerði félaginu kleift að skila tveimur gámaskipum sem voru í leigu fyrr en áætlað var. Þetta kerfi verður í rekstri þar til Dettifoss kemur í þjónustu og samstarfið við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hefst sem gert er ráð fyrir að verði um miðjan júní. Áætlaður sparnaður á þriggja mánaða tímabili er um 2 milljónir evra.   
  • Ýmsum fjárfestingum hefur verið frestað til að tryggja enn frekar sterka lausafjárstöðu félagsins á þessum óvissu tímum.

Heildaráhrif COVID-19 faraldursins á alþjóðahagkerfið, þar með talið landanna við Norður-Atlantshaf þar sem lykilmarkaður félagsins er, eiga eftir að koma að fullu í ljós.

Fyrirtækið hefur orðið fyrir beinum kostnaðaráhrifum vegna COVID-19 t.d. kostnaði vegna seinkunar á afhendingu á Dettifossi, áskorunum og auknum kostnaði við afhendingu á Goðafossi og Laxfossi til nýs eiganda og auk kostnaðar tengdum ýmsum aðgerðum sem félagið hefur ráðist í til að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna og til að halda flutningakeðjunni gangandi og þjónustu við viðskiptavini.

Eimskip vinnur enn að uppgjöri fyrsta ársfjórðungs og afkoman getur tekið breytingum í uppgjörsferlinu.

Afkoma félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung verður birt þann 19. maí.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á .

EN
30/04/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Results of buybacks of own shares through reverse auction

Eimskip: Results of buybacks of own shares through reverse auction No offers were received in the reverse auction buyback, and therefore the company will initiate standard share buyback in accordance with the buyback program. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000, at a total purchase price which may not exceed ISK 750,000,000. The execution of the buy-back program must comply with the Act on Public Limited Companies, No. 2/1995. In addition, the buy-back program will be implemented in accordance with Regulation (EU) No. 596/2014 on market a...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Niðurstaða endurkaupa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi

Eimskip: Niðurstaða endurkaupa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Engin tilboð bárust í endurkaup með öfugu tilboðsfyrirkomulagi og því mun félagið hefja hefðbundin endurkaup samkvæmt endurkaupaáætlun. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 milljónir króna. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052 sem hefur að geyma tæknilega...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Share buy-back program initiated

Eimskip: Share buy-back program initiated At the Annual General Meeting of Eimskip on 27 March 2025, the shareholders approved to authorize the Board of Directors to buy up to 10% of issued shares in the company. The authorization is valid for a term of 18 months from the Annual General Meeting. The Board of Directors of Eimskip decided today to initiate a new share buy-back program, in accordance with the approval, with the main purpose of reducing the company’s share capital and/or to fulfil the Company’s obligations in accordance with the stock option plan of the company. The number ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Eimskipafélags Íslands hf. þann 27. mars 2025 var samþykkt að veita stjórn endurnýjaða  heimild til að eignast á næstu 18 mánuðum allt að 10% af hlutafé félagsins.Stjórn Eimskips hefur í dag á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum að lækka útgefið hlutafé félagsins og/eða að uppfylla skuldbindingar á grundvelli félagsins. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 mi...

 PRESS RELEASE

Eimskip signs agreement for two new container vessels

Eimskip signs agreement for two new container vessels The Board of Directors of Eimskipafélag Íslands hf. has approved newbuild contracts for two 2,280 TEU container vessels and a ten-year time-charter through ElbFeeder, a German affiliate of Eimskip. The vessels are intended to provide transportation services between Reykjavík, Iceland and Rotterdam, as well as Teesport in the UK, the Company’s current Blue Line. In recent years, customer demand for transportation of fresh cargo has grown significantly, driven by increased exports of fresh seafood and farmed salmon, as well as imports of ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch