Eimskip fellir niður einkamál gegn Samkeppniseftirlitinu
Við fyrirtöku í dag í einkamáli því sem höfðað var gegn Samkeppniseftirlitinu í nóvember sl. kom fram að félagið félli frá kröfum sínum í málinu. Mun málinu í framhaldinu ljúka með úrskurði héraðsdóms þess efnis þar sem einnig verður tekin afstaða til málskostnaðar. Þessi ákvörðun var tekin vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í þjóðfélaginu.
Samkvæmt úrskurði Landsréttar frá 30. janúar sl. getur félagið byggt á öllum þeim málsástæðum sem byggt var á í málinu á síðari stigum í því stjórnsýslumáli sem nú er til meðferðar. Áréttar félagið að það hefur ekki fallið frá neinum þeim málsástæðum sem byggt var á, þar á meðal um annmarka á rannsókn Samkeppniseftirlitsins og þann verulega drátt sem orðið hefur á meðferð málsins. Mun félagið byggja á þeim á síðari stigum málsins, komi til þeirra.
Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs-og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða