A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip gerir breytingar á gámasiglingakerfinu

Eimskip gerir breytingar á gámasiglingakerfinu

Eimskip mun í fyrri hluta apríl gera tímabundnar breytingar á gámasiglingakerfi félagsins. Þessar breytingar eru hluti af þeim aðgerðum sem félagið ræðst í vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Nýja siglingakerfið mun veita sambærilega þjónustu og áður frá lykilhöfnum og verða með stysta mögulega flutningstíma frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja.

Í tengslum við þessar breytingar fækkar um tvö skip í rekstri og mun fyrirtækið skila Goðafossi og Laxfossi fyrr en áður var áætlað og þannig lækka fastan rekstrarkostnað.

Nýja siglingakerfið mun formlega taka gildi í byrjun apríl.

Lykilatriði:

  • Tímabundnar breytingar á siglingakerfinu sem bjóða uppá sambærilega þjónustu og verið hefur frá lykilhöfnum
  • Stysti flutningstími frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja
  • Stysti flutningstími frá Íslandi til Bretlands, Skandinavíu og Eystrasaltsríkjanna
  • Stuttur flutningstími í útflutningi á ferskum og frystum sjávarafurðum frá Færeyjum til Bretlands og Rotterdam
  • Stuttur flutningstími frá Íslandi til Rotterdam og Bremerhaven
  • Þjónusta við ströndina á Íslandi verður veitt bæði með sjó- og landflutningum
  • Fækkað verður um tvö gámaskip í flotanum sem fer úr tíu í átta
  • Áhersla á rekstrarhagræðingu til að tryggja fjárhagslegan styrk félagsins

Um er að ræða tímabundið siglingakerfi sem Eimskip mun hafa í rekstri þar til samstarfið við Royal Arctic Line hefst en áætlað er að það verði seint á öðrum ársfjórðungi 2020.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri:

„Við núverandi aðstæður erum við sérstaklega meðvituð um hlutverk Eimskips sem mikilvægs innviðafyrirtækis á okkar lykilmörkuðum í Norður-Atlantshafi og í flutningakeðjum viðskiptavina okkar. Nýja siglingakerfið er tímabundin aðgerð í ljósi aðstæðna og ég er ánægður með að við munum viðhalda sterkri inn- og útflutnings þjónustu til og frá Íslandi og Færeyjum. Við sjáum að ferskar sjávarafurðir eru að færast í frystar og gerum m.a. breytingar á kerfinu til að mæta því. Á sama tíma leggjum við áherslu á hraða þjónustu fyrir ferskvöru til Íslands og Færeyja. Eimskip hefur gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja öryggi starfsmanna og á sama tíma tryggja áreiðanleika og okkar víðtæku þjónustu til viðskiptavina á þessum fordæmalausu tímum.“

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða á .

EN
31/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Results of Eimskip's 2025 Annual General Meeting

Results of Eimskip's 2025 Annual General Meeting Enclosed are the results of the Annual General Meeting of Eimskipafélag Íslands hf. held today, Thursday 27 March 2025, and updated Articles of Association of the Company. Shareholders presenting 84.5% of the company's voting share participated in the meeting. Attachments

 PRESS RELEASE

Niðurstöður aðalfundar Eimskips 2025

Niðurstöður aðalfundar Eimskips 2025 Meðfylgjandi eru niðurstöður aðalfundar Eimskipafélags Íslands hf. sem haldinn var í dag, fimmtudaginn 27. mars 2025, ásamt uppfærðum samþykktum félagsins. Hluthafar sem ráða yfir 84,5% af virku hlutafé tóku þátt í fundinum.  Viðhengi

Eimskipafelag Islands Ehf: 2 directors

Two Directors at Eimskipafelag Islands Ehf sold 304,000 shares at 418.000ISK. The significance rating of the trade was 83/100. Is that information sufficient for you to make an investment decision? This report gives details of those trades and adds context and analysis to them such that you can judge whether these trading decisions are ones worth following. Included in the report is a detailed share price chart which plots discretionary trades by all the company's directors over the last two y...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction by a person closely associated with a PDMR

Eimskip: Transaction by a person closely associated with a PDMR Please find attached notifications regarding transactions by two persons closely associated with two PDMRs of Eimskipafélag Íslands hf., cf. Art. 19 of MAR regulation. Further information can be found in the attached notifications.  Attachments

 PRESS RELEASE

Eimskip: Viðskipti aðila sem er nákominn stjórnanda

Eimskip: Viðskipti aðila sem er nákominn stjórnanda Meðfylgjandi eru tilkynningar vegna viðskipta tveggja aðila sem eru nákomnir tveimur stjórnendum hjá Eimskipafélagi Íslands hf., sbr. 19. gr. MAR reglugerðarinnar. Sjá nánar í hjálögðum tilkynningum. Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch