A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip gerir breytingar á gámasiglingakerfinu

Eimskip gerir breytingar á gámasiglingakerfinu

Eimskip mun í fyrri hluta apríl gera tímabundnar breytingar á gámasiglingakerfi félagsins. Þessar breytingar eru hluti af þeim aðgerðum sem félagið ræðst í vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Nýja siglingakerfið mun veita sambærilega þjónustu og áður frá lykilhöfnum og verða með stysta mögulega flutningstíma frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja.

Í tengslum við þessar breytingar fækkar um tvö skip í rekstri og mun fyrirtækið skila Goðafossi og Laxfossi fyrr en áður var áætlað og þannig lækka fastan rekstrarkostnað.

Nýja siglingakerfið mun formlega taka gildi í byrjun apríl.

Lykilatriði:

  • Tímabundnar breytingar á siglingakerfinu sem bjóða uppá sambærilega þjónustu og verið hefur frá lykilhöfnum
  • Stysti flutningstími frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja
  • Stysti flutningstími frá Íslandi til Bretlands, Skandinavíu og Eystrasaltsríkjanna
  • Stuttur flutningstími í útflutningi á ferskum og frystum sjávarafurðum frá Færeyjum til Bretlands og Rotterdam
  • Stuttur flutningstími frá Íslandi til Rotterdam og Bremerhaven
  • Þjónusta við ströndina á Íslandi verður veitt bæði með sjó- og landflutningum
  • Fækkað verður um tvö gámaskip í flotanum sem fer úr tíu í átta
  • Áhersla á rekstrarhagræðingu til að tryggja fjárhagslegan styrk félagsins

Um er að ræða tímabundið siglingakerfi sem Eimskip mun hafa í rekstri þar til samstarfið við Royal Arctic Line hefst en áætlað er að það verði seint á öðrum ársfjórðungi 2020.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri:

„Við núverandi aðstæður erum við sérstaklega meðvituð um hlutverk Eimskips sem mikilvægs innviðafyrirtækis á okkar lykilmörkuðum í Norður-Atlantshafi og í flutningakeðjum viðskiptavina okkar. Nýja siglingakerfið er tímabundin aðgerð í ljósi aðstæðna og ég er ánægður með að við munum viðhalda sterkri inn- og útflutnings þjónustu til og frá Íslandi og Færeyjum. Við sjáum að ferskar sjávarafurðir eru að færast í frystar og gerum m.a. breytingar á kerfinu til að mæta því. Á sama tíma leggjum við áherslu á hraða þjónustu fyrir ferskvöru til Íslands og Færeyja. Eimskip hefur gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja öryggi starfsmanna og á sama tíma tryggja áreiðanleika og okkar víðtæku þjónustu til viðskiptavina á þessum fordæmalausu tímum.“

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða á .

EN
31/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Eimskipafélag Íslands hf. has again received summons from Alcoa Fjarðaál sf., with reference to the subject matter of the Icelandic Competition Authority’s decision no. 33/2023, which concerned the period 2008-2013. The summons is against Samskip hf., Samskip Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. as well as Eimskipafélag Íslands hf. This time round the companies are being summoned in solidum for recognition of liability for compensation, without an amount. In May 2025 Alcoa decided to suspend its case against Eimskip and pay the litigation cost. This new case relates ...

 PRESS RELEASE

Tilkynning frá Eimskip

Tilkynning frá Eimskip Eimskipafélagi Íslands hf. hefur aftur borist stefna frá Alcoa Fjarðaáli sf., vegna meints tjóns stefnanda af sakarefni ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023, sem laut að árunum 2008-2013, á hendur Samskipum hf., Samskipum Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. auk Eimskipafélags Íslands hf. Í þetta skiptið er stefnt til viðurkenningar á óskiptri bótaskyldu, án fjárhæðar. Alcoa tók ákvörðun í maí síðastliðnum að fella niður skaðabótamál gegn Eimskip og greiða félaginu málskostnað. Hefur félagið nú höfðað mál að nýju vegna þessa, þó þannig að nú er engin fjárkrafa ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 50 2025 Eimskip purchased 175,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 45,570,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price8.12.202510:2735,0002689,380,0009.12.202513:5435,0002639,205,00010.12.202510:0435,0002629,170,00011.12.202510:2635,0002589,030,00012.12.202510:1435,0002518,785,000 The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 50. viku 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 175.000 eigin hluti fyrir ISK 45.570.000 eins og hér segir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverð8.12.202510:2735.0002689.380.0009.12.202513:5435.0002639.205.00010.12.202510:0435.0002629.170.00011.12.202510:2635.0002589.030.00012.12.202510:1435.0002518.785.000 Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó...

 PRESS RELEASE

Eimskip's Financial Calendar 2026

Eimskip's Financial Calendar 2026 Eimskip's Financial Calendar 2026 Management financial results for 2025    28. January 2026Fourth quarter 2025, Financial results for 2025 and sustainability statement 3 March 2026Annual General Meeting 202626 March 2026First quarter 2026                                     5 May 2026Second quarter 2026                                  25 August 2026Third quarter 2026                                   13 November 2026Management financial results for 2026    2 February 2027Fourth quarter 2026, Financial results for 2026 and sustainabili...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch