A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip hefur borist síðara andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu

Eimskip hefur borist síðara andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu

Eimskip barst fyrr í dag andmælaskjal II frá Samkeppniseftirlitinu sem er liður í málsmeðferð rannsóknarinnar sem staðið hefur í tæpan áratug. Hefur félagið fyrst nú fengið í hendur með tæmandi hætti þær ásakanir sem á félagið eru bornar. Skjalið felur í sér frummat Samkeppniseftirlitsins, en ekki bindandi stjórnvaldsákvörðun. Það er ritað í því skyni að stuðla að því að málið verði að fullu upplýst áður en ákvörðun er tekin og til þess að auðvelda félaginu að nýta sér andmælarétt sinn skv. stjórnsýslulögum.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulega sektarfjárhæð, komi til hennar.

Um er að ræða ásakanir sem virðast vera vegna efnislega sömu ætluðu brota og lýst var í fyrra andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins, utan þess að ætlað brotatímabil er að frummati talið standa til ársins 2013, þó verulega hafið dregið úr ætluðu samráði á því ári að mati Samkeppniseftirlitsins.

Í andmælaskjali II er komist að þeirri frumniðurstöðu að Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð á rannsóknartímabili málsins 2008 til 2013 og brotið þannig gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES samningsins. Einnig að upplýsingagjöf félagsins hafi verið ófullnægjandi og í ósamræmi við 19. gr. samkeppnislaga.

Reifun ætlaðra brota er að finna í hjálögðu fylgiskjali sem er yfirlit Samkeppniseftirlitsins um ætluð brot, klippt úr andmælaskjali II. Persónuupplýsingar hafa verið afmáðar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Athygli er vakin á því að það yfirlit felur einungis í sér frummat Samkeppniseftirlitsins sem getur breyst í kjölfar þess að félagið leggur fram gögn og setur fram sínar athugasemdir.

Ætluð brot eru að frummati Samkeppniseftirlitsins sögð mjög alvarleg og sagt að verulega íþyngjandi viðurlög komi til álita nema andmæli félagsins breyti því frummati. Þá komi til álita að kæra ætlaða ranga upplýsingagjöf einstaklinga til lögreglu.   

Eimskip hafnar þessu frummati og hefur verulegar athugasemdir við rannsóknina og telur hana hafa brotið gróflega gegn réttindum félagsins. Mun félagið leggja fram ítarlegar athugasemdir og gögn sem sýna fram á að þær ásakanir sem fram komi í frummatinu eigi ekki við rök að styðjast. Vísast í því samhengi til þess að nú eru rekin fyrir héraðsdómi mál um kröfu bæði félagsins og fyrrverandi forstjóra þess um að rannsókn á hendur þeim sé ólögmæt og verði hætt.

Eimskip upplýsti í fréttatilkynningu 29. mars sl. að félagið myndi ekki skila athugasemdum við andmælaskjal I fyrr en andmælaskjal II hefði verið afhent. Samkeppniseftirlitið hefur veitt félaginu frest til 1. febrúar 2020 til að setja fram athugasemdir við andmælaskjal I. Eimskip fékk gögn málsins ekki afhent samhliða andmælaskjali II, en frestur til að setja fram athugasemdir við andmælaskjal II var veittur til 1. apríl 2020. Mun félagið óska eftir aðgangi að gögnunum og í framhaldi setja fram andmæli sín og athugasemdir.

Viðhengi

EN
13/12/2019

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 51 and 52 2025 Eimskip purchased 105,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 27,510,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price17.12.202509:3635,0002599,065,00018.12.202511:2335,0002558,925,00023.12.202510:5935,0002729,520,000      The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000, at a total purchase price which may not exceed ISK...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 51 og 52 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 105.000 eigin hluti fyrir ISK 27.510.000 eins og hér segir:  DagsetningTímiMagnVerðKaupverð17.12.202509:3635.0002599.065.00018.12.202511:2335.0002558.925.000 23.12.202510:5935.0002729.520.000       Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri e...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 50 2025 Eimskip purchased 175,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 45,570,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price8.12.202510:2735,0002689,380,0009.12.202513:5435,0002639,205,00010.12.202510:0435,0002629,170,00011.12.202510:2635,0002589,030,00012.12.202510:1435,0002518,785,000      The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,25...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 50. viku 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 175.000 eigin hluti fyrir ISK 45.570.000 eins og hér segir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverð8.12.202510:2735.0002689.380.0009.12.202513:5435.0002639.205.00010.12.202510:0435.0002629.170.00011.12.202510:2635.0002589.030.00012.12.202510:1435.0002518.785.000 Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þ...

 PRESS RELEASE

Tilkynning frá Eimskip

Tilkynning frá Eimskip Eimskipafélagi Íslands hf. hefur aftur borist stefna frá Alcoa Fjarðaáli sf., vegna meints tjóns stefnanda af sakarefni ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023, sem laut að árunum 2008-2013, á hendur Samskipum hf., Samskipum Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. auk Eimskipafélags Íslands hf. Í þetta skiptið er stefnt til viðurkenningar á óskiptri bótaskyldu, án fjárhæðar. Alcoa tók ákvörðun í maí síðastliðnum að fella niður skaðabótamál gegn Eimskip og greiða félaginu málskostnað. Hefur félagið nú höfðað mál að nýju vegna þessa, þó þannig að nú er engin fjárkrafa ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch