A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip: Úthlutun kauprétta

Eimskip: Úthlutun kauprétta

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. ákvað í dag að veita tilteknum lykilstarfsmönnum félagsins á alþjóðavísu kauprétti að allt að 1.090.620 hlutum í félaginu, sem samsvarar 0,62% af hlutafé Eimskips þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Þar af var forstjóra og meðlimum framkvæmdastjórnar veittur kaupréttur að samtals 486.180 hlutum í félaginu og voru þeir samningar undirritaðir í dag.

Með kaupréttarkerfi er sett upp langtíma hvatakerfi félagsins sem ætlað að tvinna saman hagsmuni forstjóra, framkvæmdastjóra og annarra lykilstarfsmanna félagsins og hluthafa þess, með kerfi sem leiðréttir fyrir ávöxtunarkröfu og úthlutun af eignum félagsins og gerir þannig kaupréttarhafa og hluthafa jafnsetta. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Eimskips þann 17. mars 2022 og í samræmi við starfskjarastefnu félagsins.

Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:

  • Nýtingarverð kaupréttanna er 353 kr. fyrir hvern hlut, þ.e. meðalgengi hlutabréfa í félaginu síðustu 10 viðskiptadaga eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum fyrir úthlutunardag. Nýtingarverð skal leiðrétt (til lækkunar) fyrir framtíðar arðgreiðslum og samsvarandi úthlutun til hluthafa af eignum félagsins, krónu fyrir krónu. Nýtingarverð skal einnig leiðrétt (til hækkunar) með 3% ársvöxtum ofan á áhættulausa vexti frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil.
  • Ávinnsludagur er þremur (3) árum frá úthlutun.
  • Nýtingartímabil hefst þegar í stað eftir lágmarks ávinnslutíma (3 ár frá úthlutun) og þá er unnt að nýta 33,33% af kaupréttum (tímabil 1), ári eftir það er unnt að nýta 33,33% (tímabil 2) og ári eftir það 33,33% (tímabil 3).
  • Forstjóra, meðlimum framkvæmdastjórnar og öðrum lykilstarfsmönnum félagsins ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, þegar skattar hafa verið dregnir frá, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: forstjóri 12 sinnum mánaðarlaun; aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar og lykilstarfsmenn 6 sinnum mánaðarlaun.
  • Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið.
  • Komi til þess að breyting verður á yfirráðum í félaginu, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur, ávinnast allir útistandandi kaupréttir þegar í stað (flýting ávinnslutíma).
  • Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið.

Í kjölfar úthlutunar kaupréttanna nemur heildarfjöldi útistandandandi kauprétta sem Eimskip hefur veitt lykilstarfsmönnum sínum 2.628.000 eða um 1,5% hlutafjár í félaginu á þeim tíma sem kerfið var samþykkt. Heildarfjöldi kauprétta sem stjórn er heimilt að úthluta eru 2.628.000 hlutir.

Heildarkostnaður félagsins, skv. reiknilíkani Black & Scholes, vegna þeirra kaupréttarsamninga sem hér er tilkynnt um er áætlaður 36,5 milljónir króna á næstu sex árum.

Upplýsingar um kauprétti sem veittir voru aðilum í framkvæmdastjórn Eimskips eru í viðhengi.

Viðhengi



EN
06/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Second quarter 2025 results

Eimskip: Second quarter 2025 results Highlights of Q2 2025 results Solid results in a quarter characterized by strong volume in container liner services, high activity in Logistics but material decline in global freight rates affected margin in the Forwarding segment. Strong volume in the sailing system during the quarter which grew by 7.9%, considerably more than in the previous quarters. However volume grew more than revenue due to lower average prices.Despite modest volume decrease in international freight forwarding the quarter was marked by high volatility in global freight rates at ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Afkoma annars ársfjórðungs 2025

Eimskip: Afkoma annars ársfjórðungs 2025 Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungsAfkoma annars ársfjórðungs var ágæt og einkenndist af auknu magni í gámasiglingakerfinu, miklum umsvifum í annarri flutningstengdri starfsemi en veruleg lækkun á alþjóðlegum flutningsverðum hafði áhrif á afkomu í alþjóðlegri flutningsmiðlun félagsins. Magn í siglingakerfinu óx um 7,9% á fjórðungnum og var magn umtalsvart meira en undanfarna fjórðunga en hins vegar höfðu lægri meðalverð þau áhrif  að tekjuvöxtur var lægri en magnaukning. Í alþjóðlegri flutningsmiðlun félagsins minnkaði magnið lítillega en hin...

 PRESS RELEASE

Publishing of Eimskip's second quarter 2025 results

Publishing of Eimskip's second quarter 2025 results Eimskipafélag Íslands hf. will publish its second quarter 2025 results after market closing on Tuesday 26 August.  Investor meeting on 27 August 2025 Eimskip invites investors and market participants to a meeting where Vilhelm Thorsteinsson, CEO and Rósa Guðmundsdóttir, CFO, will present the results. The meeting will be held on Wednesday 27 August at 8:30 GMT at the Company’s headquarters, Sundabakki 2, second floor. The meeting will also be webcasted live in Icelandic on /investors. Investors can send questions before the meeting to th...

 PRESS RELEASE

Eimskip birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025

Eimskip birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 Eimskipafélag Íslands hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs eftir lokun markaða þriðjudaginn 26. ágúst 2025.  Kynningarfundur 27. ágúst 2025 Eimskip býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar þar sem Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum fjárfestasíðu félagsins /investors. Þar verður útbúinn sérstakur hlekkur áður en fundur hefs...

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip – sale of the vessel Lagarfoss

Announcement from Eimskip – sale of the vessel Lagarfoss Eimskip has reached an agreement to sell the vessel Lagarfoss. Lagarfoss was built in 2014 in China and was specifically designed for Eimskip’s shipping routes. The vessel has served the Company for over a decade and played a key role in its operations. Since the book value of the vessel exceeds the sale price, Eimskip will record a loss of sale of approximately EUR 3.4 million in the third quarter of 2025. The buyer of Lagarfoss is company Grupo Sousa, which is located in Madeira Portugal. The company is the owner of the shipping co...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch