Eimskip: Tilkynning vegna viðskiptavaktar
Þann 12. mars sl. birti félagið tilkynningu frá Íslandsbanka hf. sem sinnir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins um beitingu heimildar til að víkja frá skilyrðum samnings um viðskiptavakt í óviðráðanlegum aðstæðum.
Íslandsbanki hefur nú tilkynnt félaginu að ekki sé lengur fyrir hendi þörf á að beita framangreindri heimild og gilda því ákvæði samnings um verðbil og fjárhæðir nú að nýju.
Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á .