A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip: Uppgjör annars ársfjórðungs 2022

Eimskip: Uppgjör annars ársfjórðungs 2022

HELSTU ATRIÐI Í AFKOMU ANNARS ÁRSFJÓRÐUNGS 

  • Mjög góð afkoma í gámasiglingakerfinu á fjórðungnum þrátt fyrir verulegar kostnaðarhækkanir.
    • Góð nýting í siglingakerfinu og gott magn, sérstaklega í innflutningi til Íslands og í Trans-Atlantic flutningum.
    • Magn í útflutningi frá Íslandi minna en í fyrra m.a. vegna stríðsins í Úkraínu, botnfiskmagns og minni framleiðslu í laxeldi.
    • Afkoma af Trans-Atlantic flutningum umtalsvert betri en á síðasta ári þar sem verð og magn endurspegla mikla eftirspurn eftir flutningum, sérstaklega frá Evrópu til Norður-Ameríku.
  • Alþjóðlega flutningsmiðlunin skilar góðum árangri þrátt fyrir minna magn.
    • Draga fór úr skorti á búnaði og afkastageta jókst hjá stóru skipafélögunum á fjórðungnum en áfram var flöskuháls í afkastagetu flutningabíla.
  • Góð afkoma af starfsemi Eimskips á Íslandi sem var drifin áfram af miklum umsvifum í íslensku efnahagslífi heilt yfir þrátt fyrir minnkun í fiskflutningum samanborið fyrir sama tímabil síðasta árs.
  • Tekjur í fjórðungnum námu 283,1 milljón evra sem er aukning um 72,0 milljónir eða 34,1% samanborið við Q2 2021.
  • Magn í áætlunarsiglingum almennt gott, sérstaklega í innflutningi til Íslands, Trans-Atlantic flutningum og í Noregi.
  • Góður tekjuvöxtur í flutningsmiðluninni þrátt fyrir minna magn.
  • Verðhækkanir hjá flutningsbirgjum og hærra olíuverð hefur áhrif á tekjuvöxt.
  • Kostnaður nam 238,4 milljónum evra sem er hækkun um 31,4% frá aðlöguðum kostnaði síðasta árs og skýrist að mestu af verulegri aukningu í kostnaði vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja og hærra olíuverði en einnig vegna aukins kostnaðar við áætlunarsiglingar og launakostnaðar.
  • Góður vöxtur var í EBITDA sem nam 44,8 milljónum evra á fjórðungnum samanborið við aðlagaða EBITDA að fjárhæð 29,7 milljónir evra fyrir sama tímabil 2021. Áfram er heilbrigð EBITDA framlegð af rekstrinum eða 15,8% samanborið við aðlagað EBITDA hlutfall upp á 14,1% fyrir sama tímabil síðasta árs.
  • Gott framlag frá hlutdeildarfélögum eða 3,7 milljónir evra samanborið við 1,0 milljón evra á sama ársfjórðungi síðasta árs sem skýrist að mestu af hagstæðum markaðsaðstæðum fyrir ElbFeeder sem er í rekstri gámaskipa.
  • Hagnaður tímabilsins nam 24,9 milljónum evra samanborið við aðlagaðan hagnað upp á 13,3 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs.
  • Sterkt sjóðstreymi var frá rekstri eða að fjárhæð 31,3 milljónir evra sem er aukning um 19,0 milljónir evra samanborið við sama tímabil síðasta árs.
    • Handbært fé í lok tímabilsins nam 36,9 milljónum evra samanborið við 15,4 milljónir evra í lok sama ársfjórðungs 2021.
    • Skuldsetningahlutfall var 1,48x sem er undir langtímamarkmiði um 2-3x.

HELSTU ATRIÐI Í AFKOMU FYRSTU SEX MÁNAÐA ÁRSINS 2022 

  • Tekjur námu 522,8 milljónum evra og hækkuðu um 131,4 milljónir evra eða 33,6% samanborið við sama tímabil 2021.
  • Kostnaður nam 447,7 milljónum evra sem er hækkun um 102,3 milljónir evra samanborið við aðlagaðan kostnað fyrir sama tímabil síðasta árs.
  • EBITDA nam 75,1 milljón evra samanborið við aðlagaða EBITDA að fjárhæð 46,0 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs sem er aukning um 29,1 milljón evra.  EBIT nam 44,9 milljónum evra samanborið við aðlagað EBIT að fjárhæð 22,0 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs.
  • Hagnaður tímabilsins nam 35,4 milljónum evra samanborið við 16,2 milljónir evra fyrir sama tímabil 2021.
  • Fjárfestingar tímabilsins námu 9,5 milljónum evra samanborið við 5,5 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs.

VILHELM MÁR ÞORSTEINSSON, FORSTJÓRI

„Ég er ánægður með afkomu annars ársfjórðungs þar sem við vorum með góða afkomu hjá helstu viðskiptaeiningum félagsins. Rekstrarumhverfið hefur lengi verið mjög krefjandi og síbreytilegt, sérstaklega frá upphafi Covid. Það hefur ítrekað reynt á aðlögunarhæfni okkar og getu til að bregðast við nýjum aðstæðum. Ég er stoltur af okkar reynslumikla og hæfa hópi starfsfólks um allan heim sem hefur aftur og aftur sýnt fram á þrautseigju og útsjónarsemi í rekstri sem og þjónustu við viðskiptavini okkar.

Bæði tekjur og gjöld hækka umtalsvert á fjórðungnum, aðallega vegna aukins kostnaðar hjá flutningsbirgjum, hækkunar olíuverðs og mikilla umsvifa. Hlutfall tekna sem eiga uppruna sinn utan Íslands heldur áfram að aukast og er nú um 60% af heildartekjum félagsins. Áætlunarsiglingar halda áfram að skila góðri afkomu þar sem okkar öfluga siglingakerfi spilar lykilhlutverk. Innflutningsmagn til Íslands var mjög hátt á fjórðungnum á meðan útflutningsmagn fá Íslandi minnkaði miðað við síðasta ár meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og minni framleiðslu í laxeldi. Trans-Atlantic þjónustan okkar heldur áfram að styrkjast og er orðin mikilvæg stoð í áætlunarsiglingunum. EBITDA á fjórðungnum nam 44,8 milljónum evra sem er aukning um 51% frá sama ársfjórðungi síðasta árs en rekja má stóran hluta þess til bættrar afkomu af áætlunarsiglingum. Hagnaður nam 24,9 milljónum evra og það er gott að sjá að reksturinn skilar góðu sjóðstreymi frá rekstri  sem nam 31,3 milljónum evra á fjórðungnum.

Flutningsverð á heimsmarkaði hafa farið lækkandi undanfarið en leiguverð skipa í þeim flokki sem Eimskip hefur í sínum rekstri er enn hátt. Horft fram á veginn eru enn þættir sem valda ójafnvægi og stíflum á alþjóðlegum flutningamörkuðum t.d. afkastageta hjá flutningabílum og aukin verðbólga í hagkerfum heimsins sem geta haft áhrif á alþjóðaviðskipti og eftirspurn.

Innflutningsmagn til Íslands er enn mikið og við gerum ráð fyrir að útflutningsmagnið frá Íslandi taki við sér með haustinu. Þá er áframhaldandi gott útlit í Trans-Atlantic flutningum þar sem flutningsgeta er takmarkandi þáttur. Horfur eru því almennt jákvæðar fyrir þriðja ársfjórðung og það sem eftir lifir árs.“

KYNNINGARFUNDUR 19. ÁGÚST 2022

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. samþykkti samandreginn árshlutareikning samstæðu Eimskips fyrir fyrri árshelming 2022 á stjórnarfundi þann 18. ágúst 2022. Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður haldinn föstudaginn 19. ágúst kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig rafrænn og verður honum streymt beint á fjárfestasíðu Eimskips . Þar munu Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri og María Björk Einarsdóttir fjármálastjóri kynna árshlutauppgjör félagsins. Uppgjörsgögn og upptöku af fundinum verður einnig hægt að nálgast á fjárfestasíðunni.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs, sími: 825 3399, netfang: .

TIL ATHUGUNAR FYRIR FJÁRFESTA

Eimskip vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar tilkynningin er fyrst birt og takmarkast gildi þeirra við sem segir í fyrirvara þessum.

Viðhengi



EN
18/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025

Eimskip: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025 HELSTU ATRIÐI Í AFKOMU FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGS  Árstíðabundin sveifla í rekstri félagsins einkennir afkomu fyrsta ársfjórðungs sem þó batnar á milli ára. Gott magn var í siglingarkerfinu á fjórðungnum sem óx um 6,6% en meðalflutningsverð voru óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir hækkun á verðum í Trans-Atlantic. Góð afkoma af alþjóðlegri flutningsmiðlun á fjórðungnum, þrátt fyrir minnkun á magni, sem byggðist á hagstæðri samsetningu verkefna.Í annarri flutningatengdri þjónustu lækkaði afkoman á milli ára, meðal annars vegna minni nýtingar í frystigeymslum...

 PRESS RELEASE

Eimskip: First quarter 2025 results

Eimskip: First quarter 2025 results HIGHLIGHTS OF Q1 2025 RESULTS  Seasonal fluctuations in the company's operations characterize the performance of the first quarter, which nevertheless improves year-on-year. Solid volume in the sailing system during the quarter, grew by 6.6%, while average freight rates remained unchanged from the previous year despite higher rates in Trans-Atlantic.The international freight forwarding performed well during the quarter, despite a decrease in volume, which was based on a favorable mix of projects.In other logistics services, activity decreased year-on-y...

 PRESS RELEASE

Publishing of Eimskip's first quarter 2025 results

Publishing of Eimskip's first quarter 2025 results Eimskipafélag Íslands hf. will publish its first quarter 2025 results after market closing on Tuesday 13 May.  Eimskip invites investors and market participants to a meeting where Vilhelm Thorsteinsson, CEO and Rósa Guðmundsdóttir, CFO, will present the results. The meeting will be held on Wednesday 14 May at 8:30 GMT at the Company’s headquarters, Sundabakki 2, second floor. The meeting will also be webcasted live in Icelandic on /investors. Investors can send questions before the meeting to the email  . Documents and a recording of th...

 PRESS RELEASE

Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025

Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025  Eimskipafélag Íslands hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða þriðjudaginn 13. maí  2025.  Kynningarfundur 14. maí 2025 Eimskip býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar þar sem Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 14. maí nk. kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum fjárfestasíðu félagsins /investors. Þar verður ...

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Today Landsréttur Appeal Court confirmed the Reykjavík District Court’s decision to dismiss the case which Samskip initiated against the Company and its CEO last April, claiming recognition of liability for compensation, without an amount, for alleged wrongful and negligent actions in connection with the settlement which Eimskip made with the Icelandic Competition Authority in year 2021.

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch