A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

EIMSKIP: UPPGJÖR FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGS 2020

EIMSKIP: UPPGJÖR FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGS 2020

HELSTU ATRIÐI Í AFKOMU FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGS

  • Tekjur námu 161,7 milljónum evra og lækkuðu um 2,3 milljónir evra eða 1,4% frá sama ársfjórðungi 2019.
    • Tekjur lækkuðu meðal annars um 5,0% vegna lægra flutningsmagns í gámasiglingum og þar sem Herjólfur var í rekstri félagsins út fyrsta ársfjórðung 2019.
    • Magn í flutningsmiðlun minnkaði um 7,4% en hins vegar jukust tekjur vegna hærri markaðsverða.
  • Kostnaður nam 152,3 milljónum evra sem er hækkun um 1,6 milljónir evra milli tímabila, hins vegar lækkaði launakostnaður um 3,0 milljónir evra eða 9,1%.
  • EBITDA nam 9,3 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2020 samanborið við 13,2 milljónir evra  á sama ársfjórðungi síðasta árs sem er lækkun um 29,4%. Það skýrist að mestu af minna magni í siglingakerfi félagsins.
  • Tap ársins nam 4,9 milljónum evra samanborið við 2,5 milljónir evra tap fyrir sama ársfjórðung síðasta árs.
  • Fjárfestingar tímabilsins námu 4,9 milljónum evra samanborið við 8,3 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs en viðhaldsfjárfestingar voru sambærilegar.
    • Þriðjungi af viðhaldsfjárfestingum ársins hefur verið frestað vegna óvissu tengt COVID-19.
  • Handbært fé frá rekstri í lok tímabilsins var 1,2 milljónir evra samanborið við 13,1 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs sem skýrist að mestu af breytingum á veltufé milli fjórðunga.
    • Andvirði sölu skipa og annarra eigna nemur 9,8 milljónum evra.
    • Lausafjárstaða félagsins er góð og innborganir að upphæð 7 milljónum evra hafa verið greiddar inná veltufjármögnunarlínu.
  • Eigið fé nam 217,0 milljónum evra í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfallið nam 41,4% en til samanburðar var eiginfjárhlutfallið 44,0% í árslok 2019.
    • Endurkaupaáætlun sem virkjuð var á síðasta ársfjórðungi 2019 lauk í janúar og nam fjárhæð þessa árs í endurkaupum samtals 1,5 milljónum evra.
  • Skuldsetningarhlutfall var 3,6 í lok fyrsta ársfjórðungs, samanborið við 3,0 í lok árs 2019.
    • Yfir langtíma markmiðum um skuldsetningarhlutfall sem er 2-3x nettó vaxtaberandi skuldir á móti EBITDA.
  • Afkomuspá Eimskips fyrir árið 2020 var dregin til baka í marsmánuði vegna óvissu í tengslum við COVID-19 faraldurinn og ekki er tímabært að gefa út nýja afkomuspá.

VILHELM MÁR ÞORSTEINSSON, FORSTJÓRI

“Fyrsta ársfjórðungs ársins 2020 verður minnst sem tímans sem COVID-19 faraldurinn braust út. Strax í upphafi árs sáum við áhrif faraldursins  á reksturinn okkar í Kína sem síðan breiddist út um starfsemina á alþjóðavísu undir lok fjórðungsins. Neyðarstjórnunarteymi Eimskips var snemma virkjað og gríðarleg vinna hefur verið lögð í að tryggja öryggi og heilsu starfsfólks, að halda flutningakeðjunni gangandi og að viðhalda góðu þjónustustigi gagnvart viðskiptavinum á þessum krefjandi tímum. Við erum mjög meðvituð um hlutverk okkar sem mikilvægs innviðafyrirtækis og við jukum upplýsingaflæði til allra hagsmunaaðila gríðarlega á þessum tíma til að upplýsa og styðja við samfellu í rekstri og þar með draga úr óvissu tengdri flutningakeðjunni.

Magnið í siglingakerfinu okkar minnkaði vegna kólnunar í íslenska hagkerfinu, eins og við gerðum ráð fyrir, minni veiða við Ísland og Færeyjar og áhrifa COVID-19 undir lok fjórðungsins.

Magnið í flutningsmiðlun minnkaði en hins vegar er afkoman af flutningsmiðlun vel viðunandi sérstaklega ef tekið er tillit til áhrifa COVID-19. Flutningar á kældum og frystum vörum, sem er okkar helsta flutningsmiðlunarþjónusta, héldu áfram að vera tiltölulega sterkir.

Í byrjun apríl tilkynntum við um aðlaganir á gámasiglingakerfinu okkar en sú aðgerð var hluti af rekstraraðgerðum sem gripið var til vegna áhrifa faraldursins. Í tengslum við þá breytingu var leiguskipunum Goðafossi og Laxfossi skilað fyrr en áætlað var til að lækka fastan rekstrarkostnað.

Við erum farin að sjá jákvæð fjárhagsleg áhrif af hagræðingaraðgerðum síðasta árs eins og sjá má á launum og stjórnunarkostnaði sem lækkaði um 9% á milli ára. Frá upphafi þessa árs hefur stöðugildum hjá félaginu fækkað um 170 eða sem nemur 10% af heildar starfsmannafjölda. Þessi fækkun hefur náð til allra laga í fyrirtækinu, þar með talið framkvæmdastjórnar. Vegferð hagræðingar og samþættingar undanfarið ár hefur verið krefjandi fyrir okkur í framkvæmdastjórninni þá sérstaklega er snýr að fækkun starfsfólks. Þessar aðgerðir hafa hins vegar verið nauðsynlegar þegar litið er til afkomu félagsins og neikvæðrar þróunar á flutningsmagni í siglingakerfinu síðustu tvö árin. Við höfum fjárfest töluvert í sjálfvirknivæðingu og endurhönnun verkferla síðustu ár sem styður við þessar aðgerðir.

Dettifoss, annað tveggja nýsmíðaverkefna í Kína, var afhentur í apríl. Þetta er mikilvægur áfangi í átt að upphafi samstarfs Eimskips og Royal Arctic Line sem áætlað er að hefjist undir lok annars ársfjórðungs. Með samstarfinu tengist Grænland við alþjóðlegt siglingakerfi Eimskips sem skapar tækifæri og tengingar fyrir Grænlendinga inná alþjóðlega markaði. Gámasiglingakerfi félagsins verður aðlagað þegar Dettifoss hefur þjónustu og samstarfið hefst.

Frá og með fyrsta ársfjórðungi mun Eimskip birta umhverfisuppgjör ársfjórðungslega á heimasíðu sinni. Við erum ánægð að sjá jákvæða þróun í kolefnissporinu okkar eins og það er mælt á flutta gámaeiningu. Ég er einnig ánægður að sjá 15,5% minnkun í prentuðum pappír frá fjórða ársfjórðungi síðasta árs.

Við eigum enn eftir að sjá hver heildaráhrif af COVID-19 heimsfaraldrinum verða á hagkerfi heimsins, þar með talið á löndin við Norður-Atlantshaf sem er okkar heimamarkaður. Við eigum von á neikvæðum áhrifum á eftirspurn eftir flutningaþjónustu út þetta ár. Hins vegar er það mat okkar að áhrifin verði minni á flutninga á kældum og frystum vörum, sem við sérhæfum okkur í á alþjóðavettvangi.

Afkomuspá félagsins var felld úr gildi í mars og ekki er tímabært að gefa út nýja afkomuspá.

Ég er þakklátur og stoltur af starfsfólkinu okkar og því hvernig það hefur tekist á við þessar krefjandi aðstæður, sér í lagi skipverjunum okkar, starfsfólki í hafnarstarfsemi og vöruhúsum ásamt bílstjórum sem gátu ekki unnið að heiman og lögðu mikilvæg lóð á vogarskálarnar til að halda flutningakeðjunni okkar órofinni.”



RAFRÆNN KYNNINGARFUNDUR 20 MAÍ 2020

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. samþykkti ársreikning samstæðu Eimskips fyrir árið 2019 á stjórnarfundi þann 19. maí 2020. Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 20. maí kl 8:30. Fundurinn verður eingöngu rafrænn og verður honum streymt beint á fjárfestasíðu Eimskips . Þar mun Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri kynna uppgjör félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung. Uppgjörsgögn og upptöku af fundinum verður einnig hægt að nálgast á fjárfestasíðunni.



FREKARI UPPLÝSINGAR

  • Egill Örn Petersen, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sími: 525 7202
  • Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs, sími: 825 3399, netfang:



TIL ATHUGUNAR FYRIR FJÁRFESTA

Eimskip vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar tilkynningin er fyrst birt og takmarkast gildi þeirra við sem segir í fyrirvara þessum.

Viðhengi

EN
19/05/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Results of buybacks of own shares through reverse auction

Eimskip: Results of buybacks of own shares through reverse auction No offers were received in the reverse auction buyback, and therefore the company will initiate standard share buyback in accordance with the buyback program. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000, at a total purchase price which may not exceed ISK 750,000,000. The execution of the buy-back program must comply with the Act on Public Limited Companies, No. 2/1995. In addition, the buy-back program will be implemented in accordance with Regulation (EU) No. 596/2014 on market a...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Niðurstaða endurkaupa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi

Eimskip: Niðurstaða endurkaupa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Engin tilboð bárust í endurkaup með öfugu tilboðsfyrirkomulagi og því mun félagið hefja hefðbundin endurkaup samkvæmt endurkaupaáætlun. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 milljónir króna. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052 sem hefur að geyma tæknilega...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Share buy-back program initiated

Eimskip: Share buy-back program initiated At the Annual General Meeting of Eimskip on 27 March 2025, the shareholders approved to authorize the Board of Directors to buy up to 10% of issued shares in the company. The authorization is valid for a term of 18 months from the Annual General Meeting. The Board of Directors of Eimskip decided today to initiate a new share buy-back program, in accordance with the approval, with the main purpose of reducing the company’s share capital and/or to fulfil the Company’s obligations in accordance with the stock option plan of the company. The number ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Eimskipafélags Íslands hf. þann 27. mars 2025 var samþykkt að veita stjórn endurnýjaða  heimild til að eignast á næstu 18 mánuðum allt að 10% af hlutafé félagsins.Stjórn Eimskips hefur í dag á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum að lækka útgefið hlutafé félagsins og/eða að uppfylla skuldbindingar á grundvelli félagsins. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 mi...

 PRESS RELEASE

Eimskip signs agreement for two new container vessels

Eimskip signs agreement for two new container vessels The Board of Directors of Eimskipafélag Íslands hf. has approved newbuild contracts for two 2,280 TEU container vessels and a ten-year time-charter through ElbFeeder, a German affiliate of Eimskip. The vessels are intended to provide transportation services between Reykjavík, Iceland and Rotterdam, as well as Teesport in the UK, the Company’s current Blue Line. In recent years, customer demand for transportation of fresh cargo has grown significantly, driven by increased exports of fresh seafood and farmed salmon, as well as imports of ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch