A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Hagræðingar og skipulagsbreytingar hjá Eimskip

Hagræðingar og skipulagsbreytingar hjá Eimskip

Hagræðingaraðgerðir verða gerðar hjá Eimskip í dag. Á undanförnum fimmtán mánuðum hefur félagið verið á þeirri vegferð að einfalda og straumlínulaga rekstur félagsins með margvíslegum aðgerðum og tengist hluti þeirra aðgerða sem gripið er til í dag þeirri vegferð. Að auki hefur óvissan varðandi þróun mála í íslenska hagkerfinu og á erlendum mörkuðum félagsins vegna COVID-19 áhrif á umfang þessara aðgerða. 

Hagræðingaraðgerðirnar fela meðal annars í sér að stöðugildum hjá félaginu á alþjóðavísu fækkar um 73, þar af eru 47 á Íslandi. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi.  

Fækkun stöðugilda nær til flestra starfshópa fyrirtækisins þar með talið til stjórnenda. 

Sú breyting verður á framkvæmdastjórn félagsins að Edda Rut Björnsdóttir, sem verið hefur markaðs- og samskiptastjóri Eimskips í rúmt ár, mun taka við samþættu sviði Mannauðs-, markaðs- og samskiptamála. Edda sem er menntaður viðskiptafræðingur hefur yfir 20 ára fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, þar af starfaði hún í 12 ár hjá Íslandsbanka. Við þessa breytingu mun Elín Hjálmsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, láta af störfum og eru henni færðar bestu þakkir fyrir framlag sitt til félagsins. 

Þá er gerð sú breyting að innflutningsdeild á Íslandi verður skipt upp með þeim hætti að sérstök áhersla verður annars vegar á stærri fyrirtæki og hins vegar á lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklinga. Með þessu er skerpt á þjónustu í innflutningi við þessa mismunandi viðskiptavinahópa sem gerir félagið betur í stakk búið til að veita þeim góða þjónustu og heildarlausnir. 

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri: 

„Sú vegferð hagræðingar og samþættingar sem félagið hefur verið á hefur ekki verið auðveld og þá sérstaklega er varðar fækkun starfsfólks. Hún hefur hins vegar verið nauðsynleg þegar litið er til afkomu félagsins síðustu misseri og þá veldur COVID-19 mikilli óvissu sem ekki er hægt að líta framhjá. Með þessum aðgerðum styrkjum við fjárhagslegar stoðir félagsins sem og reksturinn til framtíðar. Þá má ekki gleyma að félagið hefur fjárfest töluvert í sjálfvirknivæðingu og umbótum á ferlum og vinnulagi sem styður við þessar aðgerðir.  Við sjáum ekki fyrir okkur frekari aðgerðir af þessari stærðargráðu í nánustu framtíð.  

Á sama tíma og við ráðumst í þessar sársaukafullu aðgerðir hef ég óskað eftir því við stjórn félagsins að lækka laun mín um 10% og þannig sýna í verki að þessar hagræðingaraðgerðir nái til allra laga í fyrirtækinu.  

Þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður er heildarflutningakeðjan hjá Eimskip að virka, skipin okkar eru að sigla, flutningabílarnir að keyra og viðkomuhafnir okkar eru opnar. Við erum mjög meðvituð um hlutverk Eimskips sem mikilvægs innviðafyrirtækis í flutningaþjónustu á vörum til og frá landinu og í dreifingu innanlands og við munum halda uppi okkar góða þjónustustigi áfram.“ 

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða   

Viðhengi

EN
28/04/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip – sale of the vessel Lagarfoss

Announcement from Eimskip – sale of the vessel Lagarfoss Eimskip has reached an agreement to sell the vessel Lagarfoss. Lagarfoss was built in 2014 in China and was specifically designed for Eimskip’s shipping routes. The vessel has served the Company for over a decade and played a key role in its operations. Since the book value of the vessel exceeds the sale price, Eimskip will record a loss of sale of approximately EUR 3.4 million in the third quarter of 2025. The buyer of Lagarfoss is company Grupo Sousa, which is located in Madeira Portugal. The company is the owner of the shipping co...

 PRESS RELEASE

Tilkynning frá Eimskip - Lagarfoss seldur

Tilkynning frá Eimskip - Lagarfoss seldur Eimskip hefur samið um sölu á skipinu Lagarfoss. Lagarfoss var smíðaður árið 2014 í Kína og hannaður sérstaklega fyrir flutningsleiðir Eimskips. Lagarfoss hefur þjónað félaginu í rúman áratug og gengt mikilvægu hlutverki í rekstri þess. Þar sem bókfært verð skipsins er hærra en sem nemur söluverði mun Eimskip færa sölutap að fjárhæð 3,4 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi 2025. Kaupandi Lagarfoss er portúgalska flutninga- og hafnarrekstrarfyrirtækið Grupo Sousa, sem er með aðsetur á Madeira. Grupo Sousa rekur skipafélagið GS Lines sem sinnir reglu...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Updated Financial Calendar

Eimskip: Updated Financial Calendar Eimskip's Financial Calendar has been altered and the publication of Q3 results moved to 11 November 2025.  Other dates remain the same.  Second quarter 202526 August 2025Third quarter 202511 November 2025Management Financial Report Q4/FY 2025           3 February 2026Fourth quarter 2025, Consolidated Financial Statements & sustainability report3 March 2026Annual General Meeting 202626 March 2026 Financial results will be disclosed and published after market closing. Please note that dates are subject to change. For further information please c...

 PRESS RELEASE

Eimskip - Breytt fjárhagsdagatal

Eimskip - Breytt fjárhagsdagatal Fjárhagsdagatali Eimskips hefur verið breytt og uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 fært til 11. nóvember.  Aðrar dagsetningar haldast óbreyttar. Annar ársfjórðungur 202526. ágúst 2025Þriðji ársfjórðungur 202511. nóvember 2025Birting stjórnendauppgjörs fyrir árið 2025           3. febrúar 2026Fjórði ársfjórðungur 2025, ársuppgjör & sjálfbærniupplýsingar3. mars 2026Aðalfundur 202626. mars 2026 Fjárhagsupplýsingar verða birtar eftir lokun markaða. Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Birna Björnsdót...

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Today Eimskip received a notification from Alcoa Fjarðaál sf. informing that Alcoa intends to suspend the case against Eimskip next Tuesday 27 May before Reykjavík District Court. The summons claim was ISK 3,086,000,000, together with penal interests from 24 May 2024, against Eimskipafélag Ísland hf., Eimskip Ísland ehf., Samskip hf. og Samskip Holding B.V. in solidum, for Alcoa’s alleged loss, with reference to the subject matter of the Icelandic Competition Authority’s decision no. 33/2023, which concerned the period 2008-2013.  The financial claim of Alcoa wa...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch