A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Niðurstöður yfirtökutilboðs Samherja Holding ehf. til hluthafa Eimskipafélags Íslands hf.

Niðurstöður yfirtökutilboðs Samherja Holding ehf. til hluthafa Eimskipafélags Íslands hf.

Þann 10. nóvember 2020 gerði Samherji Holding ehf. hluthöfum Eimskipafélags Íslands hf. yfirtökutilboð, í samræmi við ákvæði X. og XI. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, með þeim skilmálum og skilyrðum sem fram komu í opinberu tilboðsyfirliti dagsettu þann sama dag. Gildistími yfirtökutilboðsins var til kl. 17:00 þann 8. desember 2020. Hluthafar sem áttu samtals 20.175 hluti í Eimskipafélagi Íslands hf. tóku tilboðinu, eða sem nemur 0,011% hlutafjár í félaginu.

Samherji Holding ehf. fór með atkvæðisrétt 56.630.000 hluta í Eimskip eða sem nemur 30,28% atkvæða í félaginu fyrir tilboðið og mun fara með 30,29% atkvæða við uppgjör viðskipta eða 31,32% atkvæða þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum. Beljandi ehf. og Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf. voru umsjónaraðilar yfirtökutilboðsins fyrir hönd Samherja Holding ehf. Greiðsla verður innt af hendi til þeirra tilboðshafa sem samþykktu tilboðið eigi síðar en fimm (5) viðskiptadögum eftir lok gildistíma tilboðsins.

„Þegar Samherji Holding jók hlut sinn í Eimskip í síðasta mánuði vildi félagið ljúka tilboðsskyldu gagnvart öðrum hluthöfum Eimskips sem undanþága fékkst fyrir í mars á þessu ári. Kaupin endurspegla þá tiltrú sem við höfum á rekstri Eimskips og þær væntingar sem við höfum til félagsins. Það er ánægjulegt að mikill meirihluti hluthafa Eimskips deilir þeirri sýn með okkur. Það var og verður áfram afstaða Samherja Holding að Eimskip sé vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og við bindum vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa félagsins,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja Holding ehf.



EN
09/12/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Results of buybacks of own shares through reverse auction

Eimskip: Results of buybacks of own shares through reverse auction No offers were received in the reverse auction buyback, and therefore the company will initiate standard share buyback in accordance with the buyback program. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000, at a total purchase price which may not exceed ISK 750,000,000. The execution of the buy-back program must comply with the Act on Public Limited Companies, No. 2/1995. In addition, the buy-back program will be implemented in accordance with Regulation (EU) No. 596/2014 on market a...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Niðurstaða endurkaupa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi

Eimskip: Niðurstaða endurkaupa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Engin tilboð bárust í endurkaup með öfugu tilboðsfyrirkomulagi og því mun félagið hefja hefðbundin endurkaup samkvæmt endurkaupaáætlun. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 milljónir króna. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052 sem hefur að geyma tæknilega...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Share buy-back program initiated

Eimskip: Share buy-back program initiated At the Annual General Meeting of Eimskip on 27 March 2025, the shareholders approved to authorize the Board of Directors to buy up to 10% of issued shares in the company. The authorization is valid for a term of 18 months from the Annual General Meeting. The Board of Directors of Eimskip decided today to initiate a new share buy-back program, in accordance with the approval, with the main purpose of reducing the company’s share capital and/or to fulfil the Company’s obligations in accordance with the stock option plan of the company. The number ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Eimskipafélags Íslands hf. þann 27. mars 2025 var samþykkt að veita stjórn endurnýjaða  heimild til að eignast á næstu 18 mánuðum allt að 10% af hlutafé félagsins.Stjórn Eimskips hefur í dag á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum að lækka útgefið hlutafé félagsins og/eða að uppfylla skuldbindingar á grundvelli félagsins. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 mi...

 PRESS RELEASE

Eimskip signs agreement for two new container vessels

Eimskip signs agreement for two new container vessels The Board of Directors of Eimskipafélag Íslands hf. has approved newbuild contracts for two 2,280 TEU container vessels and a ten-year time-charter through ElbFeeder, a German affiliate of Eimskip. The vessels are intended to provide transportation services between Reykjavík, Iceland and Rotterdam, as well as Teesport in the UK, the Company’s current Blue Line. In recent years, customer demand for transportation of fresh cargo has grown significantly, driven by increased exports of fresh seafood and farmed salmon, as well as imports of ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch