A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Samherji Holding óskar eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu í Eimskip

Samherji Holding óskar eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu í Eimskip

Eimskip hefur móttekið eftirfarandi tilkynningu frá Samherja Holding ehf.:

Samherji Holding ehf., systurfélag Samherja, hefur sent fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands erindi þar sem félagið óskar eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu eftir að félagið fór yfir mörk 30% eignarhlutar í Eimskip.

Með tilkynningu og flöggun hinn 10. mars síðastliðinn kom fram að Samherji Holding hefði aukið hlut sinn í Eimskip um 3,05% og ætti 30,11% hlut í fyrirtækinu eftir kaupin. Samherji Holding myndi í framhaldinu senda öðrum hluthöfum Eimskips yfirtökutilboð um kaup á hlutabréfum þeirra innan fjögurra vikna eins og áskilið væri í lögum.

Með bréfi til fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands hinn 20. mars óskaði Samherji Holding eftir undanþágu frá yfirtökuskyldunni vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem hefðu skapast á fjármálamarkaði vegna útbreiðslu Covid-19. Í lögum um verðbréfaviðskipti er fjármálaeftirlitinu veitt heimild til að veita slíka undanþágu ef sérstakar ástæður mæla með því.

Í beiðni Samherja Holding kemur fram að uppi séu fordæmalausar aðstæður vegna þeirrar óvissu sem Covid-19 hafi skapað í efnahagsumhverfi Íslands.

„Á örfáum dögum hefur allt efnahagsumhverfið breyst stórlega, langt umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Áhrifin eru afar víðtæk og keðjuverkandi á fjármálamarkaði og á efnahagslífið í heild sinni. Við teljum ekki skynsamlegt að tilboð um yfirtöku fari fram í skugga þess mikla umróts sem nú á sér stað. Við vonum öll að aðstæður verði heppilegri fyrr en síðar. Trú okkar á framtíð Eimskips hefur ekkert breyst,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja Holding.

Málið er nú til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Það getur sett skilyrði fyrir undanþágunni, t.d. varðandi frest til að selja hluti sem eru umfram 30% eignarhlut og meðferð atkvæðisréttar á því tímabili.

EN
20/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025

Eimskip: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025 HELSTU ATRIÐI Í AFKOMU FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGS  Árstíðabundin sveifla í rekstri félagsins einkennir afkomu fyrsta ársfjórðungs sem þó batnar á milli ára. Gott magn var í siglingarkerfinu á fjórðungnum sem óx um 6,6% en meðalflutningsverð voru óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir hækkun á verðum í Trans-Atlantic. Góð afkoma af alþjóðlegri flutningsmiðlun á fjórðungnum, þrátt fyrir minnkun á magni, sem byggðist á hagstæðri samsetningu verkefna.Í annarri flutningatengdri þjónustu lækkaði afkoman á milli ára, meðal annars vegna minni nýtingar í frystigeymslum...

 PRESS RELEASE

Eimskip: First quarter 2025 results

Eimskip: First quarter 2025 results HIGHLIGHTS OF Q1 2025 RESULTS  Seasonal fluctuations in the company's operations characterize the performance of the first quarter, which nevertheless improves year-on-year. Solid volume in the sailing system during the quarter, grew by 6.6%, while average freight rates remained unchanged from the previous year despite higher rates in Trans-Atlantic.The international freight forwarding performed well during the quarter, despite a decrease in volume, which was based on a favorable mix of projects.In other logistics services, activity decreased year-on-y...

 PRESS RELEASE

Publishing of Eimskip's first quarter 2025 results

Publishing of Eimskip's first quarter 2025 results Eimskipafélag Íslands hf. will publish its first quarter 2025 results after market closing on Tuesday 13 May.  Eimskip invites investors and market participants to a meeting where Vilhelm Thorsteinsson, CEO and Rósa Guðmundsdóttir, CFO, will present the results. The meeting will be held on Wednesday 14 May at 8:30 GMT at the Company’s headquarters, Sundabakki 2, second floor. The meeting will also be webcasted live in Icelandic on /investors. Investors can send questions before the meeting to the email  . Documents and a recording of th...

 PRESS RELEASE

Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025

Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025  Eimskipafélag Íslands hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða þriðjudaginn 13. maí  2025.  Kynningarfundur 14. maí 2025 Eimskip býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar þar sem Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 14. maí nk. kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum fjárfestasíðu félagsins /investors. Þar verður ...

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Today Landsréttur Appeal Court confirmed the Reykjavík District Court’s decision to dismiss the case which Samskip initiated against the Company and its CEO last April, claiming recognition of liability for compensation, without an amount, for alleged wrongful and negligent actions in connection with the settlement which Eimskip made with the Icelandic Competition Authority in year 2021.

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch