A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line að hefjast

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line að hefjast

Samstarf Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line (RAL) mun hefjast þann 12. júní n.k. þegar Tukuma Arctica nýja skip RAL siglir frá Danmörku til Íslands. Nýtt skip Eimskips, Dettifoss, var afhent í lok apríl í Kína og er nú á heimsiglingu. Dettifoss kemur inn í samstarfið í byrjun júlí þegar hann siglir frá Árósum til Íslands í fyrsta sinn. Áætlað er að seinni nýsmíði Eimskips, Brúarfoss, verði kominn í þjónustu félagsins undir lok október.  Frá og með þeim tíma verður samstarfið við RAL komið í fulla virkni með þremur gámaskipum og vikulegum siglingum til fleiri hafna eins og upphaflega var áætlað.

Þegar samstarfið við RAL hefst um miðjan júní mun Eimskip aftur hefja siglingar á rauðu leiðinni en Dettifoss og Tukuma Arctica munu sinna þjónustu við Ísland og Grænland með viðkomum í Álaborg og Árósum í Danmörku og Helsingborg í Svíþjóð.

Núverandi siglingakerfi verður að öðru leiti óbreytt með sínar sterku tengingar við lykilhafnir í Skandinavíu og Evrópu en með samstarfinu við RAL og nýju skipunum eykst áreiðanleiki og afkastageta til og frá Skandinavíu.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri:

„Þetta eru merk tímamót í sögu félagsins, ekki eingöngu erum við að taka á móti nýju og glæsilegu skipi sem er það stærsta sem hefur nokkru sinni verið í þjónustu félagsins heldur erum við á sama tíma að hefja samstarf við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line. Með samstarfinu tengist Royal Arctic Line alþjóðlegu siglingakerfi Eimskips sem opnar möguleika fyrir grænlenska markaðinn sem og að vikulegar siglingar verða nú á milli Íslands og Grænlands. Þegar fram í sækir mun það skapa tækifæri á auknum viðskiptum á milli landanna tveggja.

Við erum einnig afar stolt af því að fá Dettifoss í þjónustu félagsins en aðalvél skipsins er sérstaklega útbúin til að minnka losun köfnunarefnis í andrúmsloftið og er sparneytnari þannig að kolefnisfótspor á flutta gámaeiningu er umtalsvert minna en á eldri skipum. Að auki eru skipið útbúið vothreinsibúnaði sem minnkar enn frekar losun brennisteins í andrúmsloftið. Með þessu tryggjum við enn frekar að við séum að bjóða umhverfisvænustu flutningana til og frá landinu þegar horft er á flutta einingu sem skiptir viðskiptavini okkar sífellt meira máli.“

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á .       

EN
29/05/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 50 2025 Eimskip purchased 175,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 45,570,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price8.12.202510:2735,0002689,380,0009.12.202513:5435,0002639,205,00010.12.202510:0435,0002629,170,00011.12.202510:2635,0002589,030,00012.12.202510:1435,0002518,785,000      The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,25...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 50. viku 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 175.000 eigin hluti fyrir ISK 45.570.000 eins og hér segir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverð8.12.202510:2735.0002689.380.0009.12.202513:5435.0002639.205.00010.12.202510:0435.0002629.170.00011.12.202510:2635.0002589.030.00012.12.202510:1435.0002518.785.000 Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þ...

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Eimskipafélag Íslands hf. has again received summons from Alcoa Fjarðaál sf., with reference to the subject matter of the Icelandic Competition Authority’s decision no. 33/2023, which concerned the period 2008-2013. The summons is against Samskip hf., Samskip Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. as well as Eimskipafélag Íslands hf. This time round the companies are being summoned in solidum for recognition of liability for compensation, without an amount. In May 2025 Alcoa decided to suspend its case against Eimskip and pay the litigation cost. This new case relates ...

 PRESS RELEASE

Tilkynning frá Eimskip

Tilkynning frá Eimskip Eimskipafélagi Íslands hf. hefur aftur borist stefna frá Alcoa Fjarðaáli sf., vegna meints tjóns stefnanda af sakarefni ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023, sem laut að árunum 2008-2013, á hendur Samskipum hf., Samskipum Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. auk Eimskipafélags Íslands hf. Í þetta skiptið er stefnt til viðurkenningar á óskiptri bótaskyldu, án fjárhæðar. Alcoa tók ákvörðun í maí síðastliðnum að fella niður skaðabótamál gegn Eimskip og greiða félaginu málskostnað. Hefur félagið nú höfðað mál að nýju vegna þessa, þó þannig að nú er engin fjárkrafa ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 50 2025 Eimskip purchased 175,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 45,570,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price8.12.202510:2735,0002689,380,0009.12.202513:5435,0002639,205,00010.12.202510:0435,0002629,170,00011.12.202510:2635,0002589,030,00012.12.202510:1435,0002518,785,000 The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch